Selenskí segist hafa átt í uppbyggilegum samskiptum við Trump eftir kosningasigur hans en tekur ekki fram hvort forsetinn tilvonandi hafi sett fram einhverjar kröfur varðandi hugsanlegar viðræður við Rússa. BBC greinir frá.
Selenskí segir samskipti sín við Trump góð og að enn hafi ekkert komið fram þeirra í millum sem sé andstætt hagsmunum Úkraínu. Trump hefur ítrekað sagt það forgangsverkefni að binda endi á stríðið sem hann segir þungt fyrir efnahag Bandaríkjanna vegna hernaðaraðstoðar sem þjóðin hefur veitt.