Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Kjartan Kjartansson skrifar 17. nóvember 2024 11:23 Malcolm X var 39 ára gamall þegar hann var ráðinn af dögum í New York árið 1965. AP Fjölskylda Malcolms X, blökkumannaleiðtoga sem var myrtur fyrir tæpum sextíu árum, stefndi bandarísku alríkislögreglunni og leyniþjónustunni auk lögreglunnar í New York fyrir að koma ekki í veg fyrir morðið. Malcolm X var herskár leiðtogi samtakanna Þjóðar íslams sem aðhylltist svarta þjóðernishyggju. Hann sagði sig frá samtökunum árið 1964 og mildaði afstöðu sína nokkuð til aðskilnaðs kynþátta í Bandaríkjunum. Ári síðar var hann myrtur fyrir utan Audobon-danssalinn í New York. Þáverandi liðsmaður Þjóðar íslams játaði að að hann hefði verið einn þriggja launmorðingja sem réðu Malcolm X af dögum. Reuters-fréttastofan segir að vangaveltur hafi lengi verið uppi um að yfirvöld hafi vitað af áformunum um að myrða leiðtogann en kosið að koma ekki í veg fyrir þau. Í málsókn Ilyasah Shabazz, dóttur Malcolms X, og tveggja systra hennar á hendur lögreglunni í New York, alríkislögreglunni FBI og leyniþjónustunni CIA er því haldið fram að stofnanirnar hafi leyft tilræðinu að fara fram. Þær hefðu jafnframt hylmt yfir sönnunargögn um að þær hefðu haft vitneskju um morðið fyrir fram. „Við teljum að þau hafi öll lagt á ráðin um að myrða Malcolm X, einn helsta hugsuð 20. aldarinnar,“ sagði Ben Crump, lögmaður fjölskyldunnar á fréttamannafundi sem var haldinn þar sem blökkumannaleiðtoginn var myrtur. Shabazz var tveggja ára þegar faðir hennar var myrtur fyrir framan hana, móður hennar og systkini. Þekkt er að alríkislögreglan undir stjórn J. Edgars Hoover njósnaði um Martin Luther King, ein helsta blökkumannaleiðtoga Bandaríkjanna, og reyndi að koma á hann óorði á sjöunda áratug síðustu aldar. King var myrtur þremur árum eftir að Malcolm X féll fyrir hendi morðingja. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Sjá meira
Malcolm X var herskár leiðtogi samtakanna Þjóðar íslams sem aðhylltist svarta þjóðernishyggju. Hann sagði sig frá samtökunum árið 1964 og mildaði afstöðu sína nokkuð til aðskilnaðs kynþátta í Bandaríkjunum. Ári síðar var hann myrtur fyrir utan Audobon-danssalinn í New York. Þáverandi liðsmaður Þjóðar íslams játaði að að hann hefði verið einn þriggja launmorðingja sem réðu Malcolm X af dögum. Reuters-fréttastofan segir að vangaveltur hafi lengi verið uppi um að yfirvöld hafi vitað af áformunum um að myrða leiðtogann en kosið að koma ekki í veg fyrir þau. Í málsókn Ilyasah Shabazz, dóttur Malcolms X, og tveggja systra hennar á hendur lögreglunni í New York, alríkislögreglunni FBI og leyniþjónustunni CIA er því haldið fram að stofnanirnar hafi leyft tilræðinu að fara fram. Þær hefðu jafnframt hylmt yfir sönnunargögn um að þær hefðu haft vitneskju um morðið fyrir fram. „Við teljum að þau hafi öll lagt á ráðin um að myrða Malcolm X, einn helsta hugsuð 20. aldarinnar,“ sagði Ben Crump, lögmaður fjölskyldunnar á fréttamannafundi sem var haldinn þar sem blökkumannaleiðtoginn var myrtur. Shabazz var tveggja ára þegar faðir hennar var myrtur fyrir framan hana, móður hennar og systkini. Þekkt er að alríkislögreglan undir stjórn J. Edgars Hoover njósnaði um Martin Luther King, ein helsta blökkumannaleiðtoga Bandaríkjanna, og reyndi að koma á hann óorði á sjöunda áratug síðustu aldar. King var myrtur þremur árum eftir að Malcolm X féll fyrir hendi morðingja.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Sjá meira