Norðmenn voru jafnir Austurríki að stigum fyrir leiki dagsins. Norðmenn tóku á móti Kasakstan á heimavelli sínum í Osló og heimamenn voru búnir að gera út um leikinn í fyrri hálfleik. Þá hafði Haaland skorað tvö mörk og Alexander Sörloth bætt því þriðja við
Haaland fullkomnaði síðan þrennuna í síðari hálfleik áður en Antonia Nusa bætti fimmta markinu við og innsiglaði sigurinn.
Á sama tíma gerðu Austurríkismenn og Slóvenía jafntefli í Vín og það dugði fyrir Norðmenn til að ná efsta sætinu.
Í Finnlandi unnu Grikkir 2-0 sigur á heimamönnum með mörkum frá Anastasious Bakasetas og Christos Tzolis í seinni hálfleik. Finnar falla því niður í C-deild en Grikkir fara í umspil um að sæti í A-deildinni.
Öll úrslit í Þjóðadeildinni:
B-deild
England - Írland 5-0
Finnland - Grikkland 0-2
Noregur - Kasakstan 5-0
Austurríki - Slóvenía 1-1
C-deild
Lettland - Armenía 1-2
Norður Makedónía - Færeyjar 1-0