Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir það stafa af því að Brynjar sé í framboði til Alþingis en hann skipar þriðja sæti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi Norður. Ingvar Smári Birgisson verður varamaður Sigurðar Kára.
„Brynjar getur ekki tekið sæti í þessari stjórn eins og við höfðum lagt upp með því að hann ákvað að fara í framboð. Þeir sem sitja í þessari stjórn mega ekki vera þingmenn. Það hefði auðvitað verið gaman að hafa Brynjar í þessari stjórn en hann mun bara gera sitt á Alþingi í staðinn,“ segir hún
“Við erum mjög glöð að Sigurður Kári ætli að sinna stjórnarformennskunni og ætlar að fylgja stofnuninni úr hlaði. Hann er mjög öflugur og þetta eru fín skipti fyrst svona þurfti að fara.“