Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 18. nóvember 2024 00:02 „Senn stynur vetrarvinda raust, nú visna blómin skær. Þótt visni sérhvað hér um haust, í hjarta vonin grær.“ Þannig yrkir sálmaskáldið Valdimar Briem um eitt af mikilvægari viðfangsefnum sálfræðinnar, vonina. Bandaríska sálfræðisambandið (e. APA-The American Psychology Association) segir vonina vera vonarstjörnu samtímans (e. emerging trend) í sálfræði og það að rækta vonina sé mótefni við óreiðu okkar tíma. Vonarfræði sálfræðinnar Einn af frumkvöðlum nútíma vonarfræða, C. Rick Snyder, skilgreindi von sem „trúna á eigin getu til að finna leiðir til að ná markmiðum, og innri hvatningu til að fara slíkar leiðir“. Þetta kallaði hann Regnboga hugans en Snyder lagði jafnframt töluvert til jákvæðrar sálfræði, sem rannsakar hvernig einstaklingar og samfélög geta blómstrað. Markmiðið með rannsóknum Snyder er að hjálpa fólki til að láta drauma sína rætast og að blómstra í lífinu en hann hefur birt bækur fyrir bæði börn og fullorðna. Bókin fyrir börn heitir Stóra bókin um von og hún fjallar um leiðir til að bæta líðan barna og sjálfsmynd. Barn sem elst upp við von, horfir jákvæðum augum á framfarir sínar, metur stöðu sína sem góða í samanburði við jafnaldra og tekst óhrætt á við krefjandi verkefni. Megin boðskapur bókarinnar er að hægt sé að rækta vonina markmisst hjá börnum og unglingum. Bókin Sálfræði vonarinnar: að komast héðan og þangað byrjar á reynslusögu um erfiðleika í lífi Snyder sjálfs og þá reynslu að grípa í tómt þegar hann ætlaði að kynna sér skrif sálfræðinga um efnið á bókasafni. Snyder fjallar um fornaldarbókmenntir í upphafi bókarinnar, um gríska heimspeki og rómverska ræðulist, en það er aðdáunarvert að honum tekst að nefna ekki einu orði Nýja testamentið, þá bók sem lagt hefur grundvöllinn að vonarhugmynd vestrænnar menningar. Með augum sálfræðinnar er von hvorki bjartsýni né óskhyggja, því hvorugt fyrirbærið krefst þess að maður taki til aðgerða, heldur snýst von um að leggja af stað í það ferðalag að bæta líf sitt. Þannig segir rannsóknarsetur vonarinnar við Háskólann í Tulsa í Oklahoma vonina vera „trúna á að framtíðin verði björt og á það að þú hafir máttinn til að láta svo verða. Vonin er þríþætt: að setja sér markmið, að finna leiðir að markmiðunum og að hafa máttinn til að fylgja þeim leiðum til að ná settum markmiðum.“ Trú, von og kærleikur Vonin er meginviðfangsefni Nýja testamentisins, annarsvegar í þeirri merkingu að við eigum von um líf eftir þetta líf, en einnig sem sá drifkraftur sem knýr okkur til að lifa lífinu til fulls. Í kennslu Jesú er vonin í forgrunni í þeirri breytingu sem hann kallar ríki Guðs, en það er annarsvegar von um réttlæti handan þessa lífs, sem mótvægi við óréttlæti heimsins, og hinsvegar hvatning um að breyta heiminum í gegnum mátt kærleikans: „Ekki munu menn segja: Sjá, þar er það eða hér er það því að Guðs ríki er innra með yður.“ Í bréfum Páls er vonin (elpis) gegnumgangandi stef, sem verkfæri huggunar og grundvöllur þess að láta gott af sér leiða: „Þar eð ég nú hef slíka von þá kem ég fram með mikilli djörfung.“ Heimsmynd Páls er að vonin sé samofin veruleika okkar: „Guð vonarinnar fylli yður öllum fögnuði og friði í trúnni svo að þér séuð auðug að voninni“ og þegar Páll yrkir Óðinn til kærleikans er vonin ein þriggja höfuðdyggða: „En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur.“ Það að eiga sér von er töframeðal, ekki einungis sem mótefni við óreiðu samtímans, heldur með því að rækta vonina í lífi okkar getum við bætt geðheilsu okkar, aukið seiglu, náð markmiðum, komið okkur í form, rofið einsemd, lækkað streitu og fundið tilgang í lífi okkar, eða það segir sálfræðin. Þess vegna er vonin vonarstjarna sálfræðinnar að sögn Bandaríska sálfræðisambandsins. Greinin sem vísað er til hefst á orðunum: „Það er auðvelt að láta hugfallast yfir hinum stöðugu erfiðleikum sem dynja á í heiminum í dag.“ Það er sannarlega satt í dag og var það ekki síður þegar Nýja testamentið er skrifað, en vonina má alltaf rækta. Með vonina að vopni er hægt að bæta líf okkar og samfélag og þess vegna er vonin vonarstjarna nútíma sálfræði, samhliða því að vera kjarnaboðskapur kristinnar kirkju. Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
„Senn stynur vetrarvinda raust, nú visna blómin skær. Þótt visni sérhvað hér um haust, í hjarta vonin grær.“ Þannig yrkir sálmaskáldið Valdimar Briem um eitt af mikilvægari viðfangsefnum sálfræðinnar, vonina. Bandaríska sálfræðisambandið (e. APA-The American Psychology Association) segir vonina vera vonarstjörnu samtímans (e. emerging trend) í sálfræði og það að rækta vonina sé mótefni við óreiðu okkar tíma. Vonarfræði sálfræðinnar Einn af frumkvöðlum nútíma vonarfræða, C. Rick Snyder, skilgreindi von sem „trúna á eigin getu til að finna leiðir til að ná markmiðum, og innri hvatningu til að fara slíkar leiðir“. Þetta kallaði hann Regnboga hugans en Snyder lagði jafnframt töluvert til jákvæðrar sálfræði, sem rannsakar hvernig einstaklingar og samfélög geta blómstrað. Markmiðið með rannsóknum Snyder er að hjálpa fólki til að láta drauma sína rætast og að blómstra í lífinu en hann hefur birt bækur fyrir bæði börn og fullorðna. Bókin fyrir börn heitir Stóra bókin um von og hún fjallar um leiðir til að bæta líðan barna og sjálfsmynd. Barn sem elst upp við von, horfir jákvæðum augum á framfarir sínar, metur stöðu sína sem góða í samanburði við jafnaldra og tekst óhrætt á við krefjandi verkefni. Megin boðskapur bókarinnar er að hægt sé að rækta vonina markmisst hjá börnum og unglingum. Bókin Sálfræði vonarinnar: að komast héðan og þangað byrjar á reynslusögu um erfiðleika í lífi Snyder sjálfs og þá reynslu að grípa í tómt þegar hann ætlaði að kynna sér skrif sálfræðinga um efnið á bókasafni. Snyder fjallar um fornaldarbókmenntir í upphafi bókarinnar, um gríska heimspeki og rómverska ræðulist, en það er aðdáunarvert að honum tekst að nefna ekki einu orði Nýja testamentið, þá bók sem lagt hefur grundvöllinn að vonarhugmynd vestrænnar menningar. Með augum sálfræðinnar er von hvorki bjartsýni né óskhyggja, því hvorugt fyrirbærið krefst þess að maður taki til aðgerða, heldur snýst von um að leggja af stað í það ferðalag að bæta líf sitt. Þannig segir rannsóknarsetur vonarinnar við Háskólann í Tulsa í Oklahoma vonina vera „trúna á að framtíðin verði björt og á það að þú hafir máttinn til að láta svo verða. Vonin er þríþætt: að setja sér markmið, að finna leiðir að markmiðunum og að hafa máttinn til að fylgja þeim leiðum til að ná settum markmiðum.“ Trú, von og kærleikur Vonin er meginviðfangsefni Nýja testamentisins, annarsvegar í þeirri merkingu að við eigum von um líf eftir þetta líf, en einnig sem sá drifkraftur sem knýr okkur til að lifa lífinu til fulls. Í kennslu Jesú er vonin í forgrunni í þeirri breytingu sem hann kallar ríki Guðs, en það er annarsvegar von um réttlæti handan þessa lífs, sem mótvægi við óréttlæti heimsins, og hinsvegar hvatning um að breyta heiminum í gegnum mátt kærleikans: „Ekki munu menn segja: Sjá, þar er það eða hér er það því að Guðs ríki er innra með yður.“ Í bréfum Páls er vonin (elpis) gegnumgangandi stef, sem verkfæri huggunar og grundvöllur þess að láta gott af sér leiða: „Þar eð ég nú hef slíka von þá kem ég fram með mikilli djörfung.“ Heimsmynd Páls er að vonin sé samofin veruleika okkar: „Guð vonarinnar fylli yður öllum fögnuði og friði í trúnni svo að þér séuð auðug að voninni“ og þegar Páll yrkir Óðinn til kærleikans er vonin ein þriggja höfuðdyggða: „En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur.“ Það að eiga sér von er töframeðal, ekki einungis sem mótefni við óreiðu samtímans, heldur með því að rækta vonina í lífi okkar getum við bætt geðheilsu okkar, aukið seiglu, náð markmiðum, komið okkur í form, rofið einsemd, lækkað streitu og fundið tilgang í lífi okkar, eða það segir sálfræðin. Þess vegna er vonin vonarstjarna sálfræðinnar að sögn Bandaríska sálfræðisambandsins. Greinin sem vísað er til hefst á orðunum: „Það er auðvelt að láta hugfallast yfir hinum stöðugu erfiðleikum sem dynja á í heiminum í dag.“ Það er sannarlega satt í dag og var það ekki síður þegar Nýja testamentið er skrifað, en vonina má alltaf rækta. Með vonina að vopni er hægt að bæta líf okkar og samfélag og þess vegna er vonin vonarstjarna nútíma sálfræði, samhliða því að vera kjarnaboðskapur kristinnar kirkju. Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun