Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar 18. nóvember 2024 15:15 Frá því að ég var kosin á Alþingi haustið 2016 hef ég tekið upp málefnið dánaraðstoð á þinginu og lagt áherslu á mikilvægi þess að skapa frelsi í lífslokum. Ég hef lagt fram fyrirspurnir, þingsályktanir og skýrslubeiðnir um málefnið. Félagið Lífsvirðing hefur verið ötult í að halda uppi umræðu í samfélaginu um þetta mikilvæga, en viðkvæma mál, og er ég stolt af því að hafa getað lagt mitt lóð á vogarskálarnar inni á þinginu. Vaxandi stuðningur við dánaraðstoð Allar kannanir sýna að stuðningur við dánaraðstoð hefur aukist til muna á síðustu árum, bæði meðal heilbrigðisstarfsmanna og almennings. Í nýlegri könnun kom fram að 56% lækna, 86% hjúkrunarfræðinga og 81% sjúkraliða voru hlynnt dánaraðstoð (alfarið, mjög eða frekar). Þessar niðurstöður sýna að stuðningur heilbrigðisstarfsfólks hefur aukist verulega á skömmum tíma. Þá sýndi sama könnun að 75,6% svarenda úr almenningi voru alfarið, mjög eða frekar hlynntir dánaraðstoð. Vorið 2023 samþykkti Alþingi beiðni mína um að heilbrigðisráðherra skyldi gera skoðanakönnun um viðhorf heilbrigðisstarfsfólks, samtaka sjúklinga og almennings til dánaraðstoðar. Þessar kannanir hafa verið mikilvægur liður í að auka vitund og skapa samstöðu um málefnið. Dánaraðstoð: Frelsi í lífslokum Dánaraðstoð snýst ekki um að fleiri deyi heldur um að færri kveljist. Hún er fyrst og fremst spurning um frelsi einstaklingsins til að velja og hafna þeim læknismeðferðum sem í boði eru. Dánaraðstoð er viðkvæmt málefni sem snertir grundvallarspurningar um líf, dauða og mannréttindi. Hún kallar á vandlega yfirvegun, samkennd og virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum. Sem þjóð verðum við að taka umræðu um dánaraðstoð af festu og sanngirni. Þeir sem standa frammi fyrir ólæknandi sjúkdómum og miklum þjáningum ættu að hafa rétt til að velja þann farveg sem þeir kjósa í lífslokum. Í löndum eins og Hollandi, þar sem dánaraðstoð hefur verið leyfð um árabil, fer aðstoðin fram eftir skýru og vönduðu ferli. Umsóknir eru metnar af tveimur læknum, og aðstoðin er aðeins veitt þegar þjáningar eru óbærilegar og engin von um lækningu er til staðar. Samhljómur í umræðunni Afstaða heilbrigðisstarfsfólks, sem væntanlega myndi veita þessa þjónustu, er lykilatriði. Það er jafnframt mikilvægt að tryggja að enginn verði skyldaður til að taka þátt í dánaraðstoð gegn eigin vilja. Virðing fyrir fjölbreyttum skoðunum og trú er óaðskiljanlegur hluti af umræðu og lagasetningu um þetta viðkvæma mál. Framtíðarsýn: Að tryggja rétt einstaklinga Nú liggur fyrir þinginu ályktun um að fela heilbrigðisráðherra að undirbúa og leggja fram frumvarp til laga sem heimilar dánaraðstoð. Ég mun, fái ég til þess áframhaldandi umboð, vinna að þessu mikilvæga máli með sama eldmóði og áður. Þetta snýst um frelsi, virðingu og mannúð – alla leið. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Dánaraðstoð Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Frá því að ég var kosin á Alþingi haustið 2016 hef ég tekið upp málefnið dánaraðstoð á þinginu og lagt áherslu á mikilvægi þess að skapa frelsi í lífslokum. Ég hef lagt fram fyrirspurnir, þingsályktanir og skýrslubeiðnir um málefnið. Félagið Lífsvirðing hefur verið ötult í að halda uppi umræðu í samfélaginu um þetta mikilvæga, en viðkvæma mál, og er ég stolt af því að hafa getað lagt mitt lóð á vogarskálarnar inni á þinginu. Vaxandi stuðningur við dánaraðstoð Allar kannanir sýna að stuðningur við dánaraðstoð hefur aukist til muna á síðustu árum, bæði meðal heilbrigðisstarfsmanna og almennings. Í nýlegri könnun kom fram að 56% lækna, 86% hjúkrunarfræðinga og 81% sjúkraliða voru hlynnt dánaraðstoð (alfarið, mjög eða frekar). Þessar niðurstöður sýna að stuðningur heilbrigðisstarfsfólks hefur aukist verulega á skömmum tíma. Þá sýndi sama könnun að 75,6% svarenda úr almenningi voru alfarið, mjög eða frekar hlynntir dánaraðstoð. Vorið 2023 samþykkti Alþingi beiðni mína um að heilbrigðisráðherra skyldi gera skoðanakönnun um viðhorf heilbrigðisstarfsfólks, samtaka sjúklinga og almennings til dánaraðstoðar. Þessar kannanir hafa verið mikilvægur liður í að auka vitund og skapa samstöðu um málefnið. Dánaraðstoð: Frelsi í lífslokum Dánaraðstoð snýst ekki um að fleiri deyi heldur um að færri kveljist. Hún er fyrst og fremst spurning um frelsi einstaklingsins til að velja og hafna þeim læknismeðferðum sem í boði eru. Dánaraðstoð er viðkvæmt málefni sem snertir grundvallarspurningar um líf, dauða og mannréttindi. Hún kallar á vandlega yfirvegun, samkennd og virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum. Sem þjóð verðum við að taka umræðu um dánaraðstoð af festu og sanngirni. Þeir sem standa frammi fyrir ólæknandi sjúkdómum og miklum þjáningum ættu að hafa rétt til að velja þann farveg sem þeir kjósa í lífslokum. Í löndum eins og Hollandi, þar sem dánaraðstoð hefur verið leyfð um árabil, fer aðstoðin fram eftir skýru og vönduðu ferli. Umsóknir eru metnar af tveimur læknum, og aðstoðin er aðeins veitt þegar þjáningar eru óbærilegar og engin von um lækningu er til staðar. Samhljómur í umræðunni Afstaða heilbrigðisstarfsfólks, sem væntanlega myndi veita þessa þjónustu, er lykilatriði. Það er jafnframt mikilvægt að tryggja að enginn verði skyldaður til að taka þátt í dánaraðstoð gegn eigin vilja. Virðing fyrir fjölbreyttum skoðunum og trú er óaðskiljanlegur hluti af umræðu og lagasetningu um þetta viðkvæma mál. Framtíðarsýn: Að tryggja rétt einstaklinga Nú liggur fyrir þinginu ályktun um að fela heilbrigðisráðherra að undirbúa og leggja fram frumvarp til laga sem heimilar dánaraðstoð. Ég mun, fái ég til þess áframhaldandi umboð, vinna að þessu mikilvæga máli með sama eldmóði og áður. Þetta snýst um frelsi, virðingu og mannúð – alla leið. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar