Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Magnús Jochum Pálsson skrifar 18. nóvember 2024 22:14 Sunna Kristín Símonardóttir, doktor í félagsfræði, segir lækkandi fæðingartíðni hérlendis í takt við önnur vestræn ríki. Hugmyndir Miðflokksins myndu ólíklega snúa þeirri þróun við en vissulega þurfi að búa barnafjölskyldum betri aðstæður. Vísir/Arnar Félagsfræðingur efast um að Íslendingar séu hættir að eignast börn vegna aðgerðarleysis stjórnvalda líkt og Snorri Másson hefur haldið fram. Vissulega gætu yfirvöld sinnt barnafjölskyldum betur en það myndi ólíklega snúa við fæðingartíðninni. Snorri Másson, oddviti Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, snögghitnaði á kosningafundinum #Égkýs þegar Ásmundur Einar Daðason, barnamálaráðherra Framsóknarflokks, spurði hvort innflytjendur væru ekki svarið við lækkandi fæðingartíðni Íslendinga. Snorri hélt í kjölfarið langa ræðu þar sem hann sagði stjórnvöld undanfarin ár hafa gert fólki sífellt erfiðara að eignast börn og það væri óforsvaranlegur málflutningur að halda því fram að innflytjendur myndu leysa allt. Miðflokksmenn séu að undirbúa þungunarrofsumræðu Ræðan vakti mikil viðbrögð, á samfélagsmiðlinum X hrósuðu margir Snorra og gagnrýndu um leið Ásmund. Ekki voru þó allir sannfærðir, Egill Helgason fjölmiðlamaður skrifaði færslu á Facebook þar sem hann sagði umræðuna undarlega. Þar sem væri mikil velferð eignaðist fólk færri börn. Egill Helgason telur lækkandi fæðingartíðni til marks um velferð ríkja.Vísir/Vilhelm „Ástæðan fyrir því að Íslendingar eignast færri börn er ekki vegna þess að þeir hafi ekki efni á því. Innflytjendur eignast yfirleitt fleiri börn en þeir sem fyrir eru. Þannig er fæðingartíðni í Bandaríkjunum hæst meðal innflytjenda frá Rómönsku-Ameríku. Við fylgjum semsé þróun sem á sér stað víða um álfur,“ skrifaði hann í færslu sinni. Gunnar Smári, frambjóðandi Sósíalista, skrifaði ummæli við færsluna og sagði barnsfæðingum fækka hratt í Afríku. Með flutningi úr sveit í borg minnkaði fæðingartíðni. „Það breytir þó ekki því að hér er ferlegt að eignast börn. En, að því sögðu, þá munu barneignir ekki bjarga þeim sem eru að eldast núna. Okkur vantar tilbúið fólk, ekki hugsanlegt fólk í framtíðinni og ég óttast að þetta sé bara upphafið af þungunarrofsumræðu sem Miðflokkurinn ætlar held ég í af fullum þunga,“ skrifaði Helga Völundar Draumland. Ýmsir aðrir tóku undir þá kenningu en þó er ekkert sem gefur það til kynna, Snorri hvorki nefnir þungunarrof né ýjar að því. Gunnar Smári Sósíalisti telur fæðingartíðni haldast í hendur við flutninga fólks í borgir.Vísir/Arnar Efast um kenningar Snorra Allt voru þetta þó spekúleringar frekar en rökstuddar skýringar. Fréttastofa hafði því samband við Sunnu Kristínu Símonardóttur, doktor í félagsfræði, sem hefur rannsakað orsakir sífellt lækkandi fæðingartíðni á Íslandi. Er eitthvað til í þessu hjá Snorra? „Þegar stórt er spurt. Málið er það að lækkandi fæðingartíðni á sér stað í flestum ef ekki öllum vestrænum löndum, burtséð frá því hvernig fjölskyldustefna er rekin eða hvernig vinnumarkaðurinn er uppbyggður. Jafnrétti kynjanna er mjög mismikið í þessum ríkjum en lækkandi fæðingartíðni er ákveðinn fasti sem er búinn að eiga sér stað í öllum löndum,“ sagði Sunna. Sunna Símonardóttir hefur rannsakað lækkandi fæðingartíðni Íslendinga undanfarin þrjú ár.Vísir/Sigurjón „Við á Íslandi vorum lengi undanskilin þessari þróun, okkar fæðingartíðni byrjaði að lækka eftir Hrun, miklu seinna en á hinum Norðurlöndunum. Þannig við erum að takast á við þetta núna.“ „Hvort það sé rétt hjá Snorra að við séum hætt að eignast börn út af þessu, það held ég að sé ekki rétt. En það þýðir samt ekki að hann hafi ekki eitthvað til síns mál þegar kemur að því að við gætum vissulega sinnt foreldrum og barnafjölskyldum betur og kerfin okkar gætu gripið þau betur,“ segir hún. „Ég efast um að það myndi snúa við fæðingartíðninni en það gæti hjálpað þeim sem vilja á annað borð eignast börn til þess að gera það að veruleika.“ Konur í lægstu tekjuhópum dregið úr barneignum Sunna er hluti af rannsóknarhóp sem hefur rannsakað lækkandi fæðingartíðni undanfarin þrjú ár. Þau hafa rannsakað þróunina almennt en líka tekið viðtöl við foreldra og ungt fólk. „Það sem kemur meðal annars fram í okkar niðurstöðum er að konur sem tilheyra lægstu tekjuhópunum og sem eru með minnstu menntunina eru að draga mest úr barneignum. Þannig sannarlega ef við getum aukið jöfnuð í samfélaginu gæti það skipt máli,“ segir hún. Ein mesta áskorunin sé umönnunarbilið. Það þurfi að brúa. „Ísland er eina landið á Norðurlöndunum þar sem er ekki lögbundin skylda að börn komist í leikskóla að loknu fæðingarorlofi. Þannig það er sannarlega rétt hjá Snorra að það er margt sem er hægt að gera betur. Innflytjendur komið í veg fyrir fólksfækkun „En Ásmundur hefur aftur á móti líka mjög mikið til síns mál, við erum ekki að sjá fólksfækkun á Íslandi heldur fólksfjölgun vegna þess að við höfum verið svo heppin að hingað hefur komið fjöldinn allur af fólki sem vill vinna og starfa og byggja upp samfélagið með okkur,“ segir hún. Ásmundur leggur til fleiri innflytjendur sem svar við lækkandi fæðingartíðni.Vísir/Vilhelm „Það eru þessar vinnandi hendur sem við reiðum okkur á og munum í auknum mæli þurfa að reiða okkur á. Og þá er líka eins gott að við tökum vel á móti þeim.“ Íslendingar séu bæði að eldast og fæðingartíðni þeirra að lækka. „Ef við værum ekki með innlytjendur þá værum við eftir einhverja áratugi að sjá öfugan aldurspýramída þar sem væru miklu miklu miklu fleiri eldri og miklu færri yngri sem eru að borga skatta. Það hefur gríðarleg áhrif á öll okkar kerfi, velferðarkerfi, heilbrigðiskerfi og svo framvegis. Þetta er málefni og viðfangsefni sem er mög mikilvægt að ræða, skoða, greina og fjalla um en það má ekki gera það út frá þessum öfgum. Öfgar á báða bóga Sunna segir að öfgarnar hjálpi umræðunni alls ekki. „Sumir segja að við þurfum ekkert að spá í þessu, það er nóg af fólki sem vill koma og þá segi ég: ,Já, það er staðan núna, sem betur fer, en það verður kannski ekki alltaf staðan'. Þannig það er líka mikilvægt að átta sig á því af hverju fólk er að eignast færri börn eða jafnvel ekki að eignast börn og skoða ástæðurnar.“ „Svo eru hinar öfgarnar að við eigum að fara í einhverjar herferðir og næstum því þvinga fólk til barneigna. Það hugnast mér alls ekki,“ segir hún. Kröfur um að konur þurfi að vera fullkomnar mæður Sunna hefur tekið mikið af viðtölum við ungar konur sem eru ekki orðnar mæður og spurt þær út í viðhorf til barneigna. „Það sem kemur helst fram í þeim viðtölum er hik þegar kemur að barneignaáformum, þær eru ekki vissar hvort eða hvenær þær vilja eignast börn. Það er ákveðin frestun í gangi, þessi hugmynd um að foreldrahlutverkið sé erfitt og það þurfi að fórna rosalega miklu til að verða móðir,“ segir hún. Konur séu líka mjög meðvitaðar um að miklar kröfur séu settar á foreldra. Hvers konar kröfur eru það? „Fyrst og fremst kröfur um að vera fullkomin móðir með allt á hreinu. Ákaft uppeldi er ráðandi hugmyndafræði þegar kemur að foreldrahlutverkinu í dag og þar eru gerðar kröfur um mikla sérfræðiþekkingu og mikinn tíma.“ Heimurinn virðist ógnvænlegri og viðhorf fólks breyst Annað sem spilar inn í og hefur komið fram í rannsóknum hérlendis og erlendis sé að ungt fólk upplifi framtíðina sem ógnvænlegri en fyrri kynslóðir. „Þau upplifa að heimurinn sé pínku hættulegur og ekki skynsamlegt að eignast barn inn í heiminn eins og hann er,“ segir Sunna. Það snúi ekki bara að loftslagsmálum heldur finni ungt fólk fyrir þeirri tilfinningu að það sé almenn vá sem steðjar að. Skilgreiningin á hinu „rétta góða lífi“ hafi líka breyst. „Fyrir ekki svo mörgum var kannski ríkjandi meira „þetta reddast“-hugarfar. Stundum var talað um að það væri hentugt að eignast börn í skóla, þú værir frjáls og ekki á stimpilklukkunni. En núna er komin meiri hugmynd um það að þú þurfir að mennta þig, vera kominn í eigið húsnæði, í rétta sambandinu og búinn að upplifa ákveðna hluti. Og þá geturðu eignast barn. „Þetta er virkilega stór viðhorfsbreyting á skömmum tíma myndi ég segja.“ Börn og uppeldi Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Innflytjendamál Alþingiskosningar 2024 Frjósemi Tengdar fréttir Segir öldrun þjóðarinnar eitt helsta áhyggjuefnið „Það er nánast ekki tekið tillit til þessa. Þegar ég hef verið að lesa gögnin þá kemur verulega á óvart hvað þetta fær litla umfjöllun og lítið vægi og á nokkrum stöðum hef ég fundið umfjöllun um það að þetta breyti ekki miklu til skamms tíma en þetta er bara að gerast núna.“ 23. júní 2024 14:30 Samfélagið þurfi á börnum að halda Frjósemi hér á landi hefur ekki verið minni frá upphafi mælinga á nítjándu öld. Síðasta áratug hefur þjóðin ekki viðhaldið mannfjölda til framtíðar. Það er brýnt að snúa þróuninni við að mati sérfræðings vilji landsmenn viðhalda góðu velferðarkerfi og innviðum. 17. júlí 2024 20:31 „Ég er komin með gjörsamlega nóg af þessu“ „Ég er komin með gjörsamlega nóg af þessu,“ segir Sylvía Briem Friðjónsdóttir sem vakið hefur athygli á bágri stöðu nýbakaðra foreldra. Hún kveðst hafa fengið ábendingar um gjaldþrot foreldra sem hafi tekið sér fæðingarorlof og spyr hvort það sé orðinn lúxus að fjölga sér. 18. júní 2024 10:54 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Fleiri fréttir Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Sjá meira
Snorri Másson, oddviti Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, snögghitnaði á kosningafundinum #Égkýs þegar Ásmundur Einar Daðason, barnamálaráðherra Framsóknarflokks, spurði hvort innflytjendur væru ekki svarið við lækkandi fæðingartíðni Íslendinga. Snorri hélt í kjölfarið langa ræðu þar sem hann sagði stjórnvöld undanfarin ár hafa gert fólki sífellt erfiðara að eignast börn og það væri óforsvaranlegur málflutningur að halda því fram að innflytjendur myndu leysa allt. Miðflokksmenn séu að undirbúa þungunarrofsumræðu Ræðan vakti mikil viðbrögð, á samfélagsmiðlinum X hrósuðu margir Snorra og gagnrýndu um leið Ásmund. Ekki voru þó allir sannfærðir, Egill Helgason fjölmiðlamaður skrifaði færslu á Facebook þar sem hann sagði umræðuna undarlega. Þar sem væri mikil velferð eignaðist fólk færri börn. Egill Helgason telur lækkandi fæðingartíðni til marks um velferð ríkja.Vísir/Vilhelm „Ástæðan fyrir því að Íslendingar eignast færri börn er ekki vegna þess að þeir hafi ekki efni á því. Innflytjendur eignast yfirleitt fleiri börn en þeir sem fyrir eru. Þannig er fæðingartíðni í Bandaríkjunum hæst meðal innflytjenda frá Rómönsku-Ameríku. Við fylgjum semsé þróun sem á sér stað víða um álfur,“ skrifaði hann í færslu sinni. Gunnar Smári, frambjóðandi Sósíalista, skrifaði ummæli við færsluna og sagði barnsfæðingum fækka hratt í Afríku. Með flutningi úr sveit í borg minnkaði fæðingartíðni. „Það breytir þó ekki því að hér er ferlegt að eignast börn. En, að því sögðu, þá munu barneignir ekki bjarga þeim sem eru að eldast núna. Okkur vantar tilbúið fólk, ekki hugsanlegt fólk í framtíðinni og ég óttast að þetta sé bara upphafið af þungunarrofsumræðu sem Miðflokkurinn ætlar held ég í af fullum þunga,“ skrifaði Helga Völundar Draumland. Ýmsir aðrir tóku undir þá kenningu en þó er ekkert sem gefur það til kynna, Snorri hvorki nefnir þungunarrof né ýjar að því. Gunnar Smári Sósíalisti telur fæðingartíðni haldast í hendur við flutninga fólks í borgir.Vísir/Arnar Efast um kenningar Snorra Allt voru þetta þó spekúleringar frekar en rökstuddar skýringar. Fréttastofa hafði því samband við Sunnu Kristínu Símonardóttur, doktor í félagsfræði, sem hefur rannsakað orsakir sífellt lækkandi fæðingartíðni á Íslandi. Er eitthvað til í þessu hjá Snorra? „Þegar stórt er spurt. Málið er það að lækkandi fæðingartíðni á sér stað í flestum ef ekki öllum vestrænum löndum, burtséð frá því hvernig fjölskyldustefna er rekin eða hvernig vinnumarkaðurinn er uppbyggður. Jafnrétti kynjanna er mjög mismikið í þessum ríkjum en lækkandi fæðingartíðni er ákveðinn fasti sem er búinn að eiga sér stað í öllum löndum,“ sagði Sunna. Sunna Símonardóttir hefur rannsakað lækkandi fæðingartíðni Íslendinga undanfarin þrjú ár.Vísir/Sigurjón „Við á Íslandi vorum lengi undanskilin þessari þróun, okkar fæðingartíðni byrjaði að lækka eftir Hrun, miklu seinna en á hinum Norðurlöndunum. Þannig við erum að takast á við þetta núna.“ „Hvort það sé rétt hjá Snorra að við séum hætt að eignast börn út af þessu, það held ég að sé ekki rétt. En það þýðir samt ekki að hann hafi ekki eitthvað til síns mál þegar kemur að því að við gætum vissulega sinnt foreldrum og barnafjölskyldum betur og kerfin okkar gætu gripið þau betur,“ segir hún. „Ég efast um að það myndi snúa við fæðingartíðninni en það gæti hjálpað þeim sem vilja á annað borð eignast börn til þess að gera það að veruleika.“ Konur í lægstu tekjuhópum dregið úr barneignum Sunna er hluti af rannsóknarhóp sem hefur rannsakað lækkandi fæðingartíðni undanfarin þrjú ár. Þau hafa rannsakað þróunina almennt en líka tekið viðtöl við foreldra og ungt fólk. „Það sem kemur meðal annars fram í okkar niðurstöðum er að konur sem tilheyra lægstu tekjuhópunum og sem eru með minnstu menntunina eru að draga mest úr barneignum. Þannig sannarlega ef við getum aukið jöfnuð í samfélaginu gæti það skipt máli,“ segir hún. Ein mesta áskorunin sé umönnunarbilið. Það þurfi að brúa. „Ísland er eina landið á Norðurlöndunum þar sem er ekki lögbundin skylda að börn komist í leikskóla að loknu fæðingarorlofi. Þannig það er sannarlega rétt hjá Snorra að það er margt sem er hægt að gera betur. Innflytjendur komið í veg fyrir fólksfækkun „En Ásmundur hefur aftur á móti líka mjög mikið til síns mál, við erum ekki að sjá fólksfækkun á Íslandi heldur fólksfjölgun vegna þess að við höfum verið svo heppin að hingað hefur komið fjöldinn allur af fólki sem vill vinna og starfa og byggja upp samfélagið með okkur,“ segir hún. Ásmundur leggur til fleiri innflytjendur sem svar við lækkandi fæðingartíðni.Vísir/Vilhelm „Það eru þessar vinnandi hendur sem við reiðum okkur á og munum í auknum mæli þurfa að reiða okkur á. Og þá er líka eins gott að við tökum vel á móti þeim.“ Íslendingar séu bæði að eldast og fæðingartíðni þeirra að lækka. „Ef við værum ekki með innlytjendur þá værum við eftir einhverja áratugi að sjá öfugan aldurspýramída þar sem væru miklu miklu miklu fleiri eldri og miklu færri yngri sem eru að borga skatta. Það hefur gríðarleg áhrif á öll okkar kerfi, velferðarkerfi, heilbrigðiskerfi og svo framvegis. Þetta er málefni og viðfangsefni sem er mög mikilvægt að ræða, skoða, greina og fjalla um en það má ekki gera það út frá þessum öfgum. Öfgar á báða bóga Sunna segir að öfgarnar hjálpi umræðunni alls ekki. „Sumir segja að við þurfum ekkert að spá í þessu, það er nóg af fólki sem vill koma og þá segi ég: ,Já, það er staðan núna, sem betur fer, en það verður kannski ekki alltaf staðan'. Þannig það er líka mikilvægt að átta sig á því af hverju fólk er að eignast færri börn eða jafnvel ekki að eignast börn og skoða ástæðurnar.“ „Svo eru hinar öfgarnar að við eigum að fara í einhverjar herferðir og næstum því þvinga fólk til barneigna. Það hugnast mér alls ekki,“ segir hún. Kröfur um að konur þurfi að vera fullkomnar mæður Sunna hefur tekið mikið af viðtölum við ungar konur sem eru ekki orðnar mæður og spurt þær út í viðhorf til barneigna. „Það sem kemur helst fram í þeim viðtölum er hik þegar kemur að barneignaáformum, þær eru ekki vissar hvort eða hvenær þær vilja eignast börn. Það er ákveðin frestun í gangi, þessi hugmynd um að foreldrahlutverkið sé erfitt og það þurfi að fórna rosalega miklu til að verða móðir,“ segir hún. Konur séu líka mjög meðvitaðar um að miklar kröfur séu settar á foreldra. Hvers konar kröfur eru það? „Fyrst og fremst kröfur um að vera fullkomin móðir með allt á hreinu. Ákaft uppeldi er ráðandi hugmyndafræði þegar kemur að foreldrahlutverkinu í dag og þar eru gerðar kröfur um mikla sérfræðiþekkingu og mikinn tíma.“ Heimurinn virðist ógnvænlegri og viðhorf fólks breyst Annað sem spilar inn í og hefur komið fram í rannsóknum hérlendis og erlendis sé að ungt fólk upplifi framtíðina sem ógnvænlegri en fyrri kynslóðir. „Þau upplifa að heimurinn sé pínku hættulegur og ekki skynsamlegt að eignast barn inn í heiminn eins og hann er,“ segir Sunna. Það snúi ekki bara að loftslagsmálum heldur finni ungt fólk fyrir þeirri tilfinningu að það sé almenn vá sem steðjar að. Skilgreiningin á hinu „rétta góða lífi“ hafi líka breyst. „Fyrir ekki svo mörgum var kannski ríkjandi meira „þetta reddast“-hugarfar. Stundum var talað um að það væri hentugt að eignast börn í skóla, þú værir frjáls og ekki á stimpilklukkunni. En núna er komin meiri hugmynd um það að þú þurfir að mennta þig, vera kominn í eigið húsnæði, í rétta sambandinu og búinn að upplifa ákveðna hluti. Og þá geturðu eignast barn. „Þetta er virkilega stór viðhorfsbreyting á skömmum tíma myndi ég segja.“
Börn og uppeldi Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Innflytjendamál Alþingiskosningar 2024 Frjósemi Tengdar fréttir Segir öldrun þjóðarinnar eitt helsta áhyggjuefnið „Það er nánast ekki tekið tillit til þessa. Þegar ég hef verið að lesa gögnin þá kemur verulega á óvart hvað þetta fær litla umfjöllun og lítið vægi og á nokkrum stöðum hef ég fundið umfjöllun um það að þetta breyti ekki miklu til skamms tíma en þetta er bara að gerast núna.“ 23. júní 2024 14:30 Samfélagið þurfi á börnum að halda Frjósemi hér á landi hefur ekki verið minni frá upphafi mælinga á nítjándu öld. Síðasta áratug hefur þjóðin ekki viðhaldið mannfjölda til framtíðar. Það er brýnt að snúa þróuninni við að mati sérfræðings vilji landsmenn viðhalda góðu velferðarkerfi og innviðum. 17. júlí 2024 20:31 „Ég er komin með gjörsamlega nóg af þessu“ „Ég er komin með gjörsamlega nóg af þessu,“ segir Sylvía Briem Friðjónsdóttir sem vakið hefur athygli á bágri stöðu nýbakaðra foreldra. Hún kveðst hafa fengið ábendingar um gjaldþrot foreldra sem hafi tekið sér fæðingarorlof og spyr hvort það sé orðinn lúxus að fjölga sér. 18. júní 2024 10:54 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Fleiri fréttir Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Sjá meira
Segir öldrun þjóðarinnar eitt helsta áhyggjuefnið „Það er nánast ekki tekið tillit til þessa. Þegar ég hef verið að lesa gögnin þá kemur verulega á óvart hvað þetta fær litla umfjöllun og lítið vægi og á nokkrum stöðum hef ég fundið umfjöllun um það að þetta breyti ekki miklu til skamms tíma en þetta er bara að gerast núna.“ 23. júní 2024 14:30
Samfélagið þurfi á börnum að halda Frjósemi hér á landi hefur ekki verið minni frá upphafi mælinga á nítjándu öld. Síðasta áratug hefur þjóðin ekki viðhaldið mannfjölda til framtíðar. Það er brýnt að snúa þróuninni við að mati sérfræðings vilji landsmenn viðhalda góðu velferðarkerfi og innviðum. 17. júlí 2024 20:31
„Ég er komin með gjörsamlega nóg af þessu“ „Ég er komin með gjörsamlega nóg af þessu,“ segir Sylvía Briem Friðjónsdóttir sem vakið hefur athygli á bágri stöðu nýbakaðra foreldra. Hún kveðst hafa fengið ábendingar um gjaldþrot foreldra sem hafi tekið sér fæðingarorlof og spyr hvort það sé orðinn lúxus að fjölga sér. 18. júní 2024 10:54