Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson skrifar 19. nóvember 2024 08:45 Íslenskt samfélag stendur frammi fyrir því að taka stórar ákvarðanir á næstunni sem geta mótað efnahagslega framtíð landsins um ókomna tíð. Hugmyndir um að ráðast í stóraukna húsnæðisuppbyggingu, virkjanaframkvæmdir og jafnvel lækkun skatta, ásamt því að útdeila eftirstandandi hlut ríkisins í Íslandsbanka samtímis til almennings, vekja skiljanlenlega áhuga kjósenda nú rétt fyrir Alþingiskosningar. Hvað þýða þessar hugmyndir í samhengi við stöðu ríkisfjármála og íslenskan vinnumarkað? Ríkissjóður Íslands hefur verið að jafna sig smátt og smátt eftir áskoranir undanfarinna ára, þar á meðal heimsfaraldur og aukinn hallarekstur því samhliða. Þó að halli ríkissjóðs hafi minnkað á síðasta ári, er skuldastaða hans ennþá mikil áskorun að vinna á. Aukin húsnæðisuppbygging og virkjanaframkvæmdir eru þó mikilvæg skref fyrir langtíma hagvöxt. Aukið framboð á húsnæði gæti dregið úr þrýstingi á fasteignamarkaði og fjárfestingar í orkuinnviðum gætu skapað ný tækifæri fyrir ýmsar atvinnugreinar. Hins vegar er ljóst að slík áform krefjast mikils vinnuafls, sem íslenskur vinnumarkaður á erfitt með að mæta. Á meðan atvinnuleysi er í lágmarki eins og staðan er nú á vinnumarkaði er óhjákvæmilegt að flytja inn erlenda starfsmenn. Ef skattalækkanir eru framkvæmdar, samhliða stórfelldum fjárfestingum í húsnæði og virkjunum, skapar það aukna fjárhagslega byrði fyrir ríkissjóð. Minnkandi tekjur ríkissjóðs og aukin útgjöld leiða til þess að ríkið þyrfti annað hvort að skera óhóflega niður í sínum rekstri eða auka lántökur, sem hækka þá aftur skuldir ríkisins og vaxtakostnað. Að útdeila hlutabréfum í Íslandsbanka með þjóðinni hefur verið kynnt sem hugmynd sem eykur jöfnuð og þátttöku almennings í eignarhaldi. Þó að þetta hljómi vel í eyrum kjósenda, þá myndi slíkt skerða framtíðararðgreiðslur til ríkissjóðs og mögulega veikja stöðu bankans á markaði. Þessa eign ætti frekar að nýta til að fjármagna framkvæmdir eða styrkja innviði í samfélaginu. Hvað ber að gera? Mikilvægt er að forgangsraða verkefnum ríkisins með skýrri stefnu og varkárni. Að fara í framkvæmdir án þess að skapa of mikla þenslu og tryggja sjálfbærni ríkisfjármála er lykilatriði. Fjárfestingar í húsnæði og orkuinnviðum eru nauðsynlegar, en þær ættu að fara fram í samræmi við skýra áætlun um fjármögnun og mannafla. Þjóðhagslegur stöðugleiki og ábyrg hagstjórn verða að vera leiðarljósið. Það er verkefni okkar allra að leggja grunn að sjálfbæru hagkerfi sem þjónar bæði nútíð og framtíð. Það liggur í augum uppi að ekki er mögulegt að fara samtímis í að virkja meira, byggja meira, lækka skatta og útdeila eftirstandandi hlut ríkisins í Íslandsbanka til almennings nema að það fari illa fyrir íslensku þjóðarbúi. Að halda öðru fram er rökvilla! Höfundur er byggingarverkfræðingur og stuðningsmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Íslenskt samfélag stendur frammi fyrir því að taka stórar ákvarðanir á næstunni sem geta mótað efnahagslega framtíð landsins um ókomna tíð. Hugmyndir um að ráðast í stóraukna húsnæðisuppbyggingu, virkjanaframkvæmdir og jafnvel lækkun skatta, ásamt því að útdeila eftirstandandi hlut ríkisins í Íslandsbanka samtímis til almennings, vekja skiljanlenlega áhuga kjósenda nú rétt fyrir Alþingiskosningar. Hvað þýða þessar hugmyndir í samhengi við stöðu ríkisfjármála og íslenskan vinnumarkað? Ríkissjóður Íslands hefur verið að jafna sig smátt og smátt eftir áskoranir undanfarinna ára, þar á meðal heimsfaraldur og aukinn hallarekstur því samhliða. Þó að halli ríkissjóðs hafi minnkað á síðasta ári, er skuldastaða hans ennþá mikil áskorun að vinna á. Aukin húsnæðisuppbygging og virkjanaframkvæmdir eru þó mikilvæg skref fyrir langtíma hagvöxt. Aukið framboð á húsnæði gæti dregið úr þrýstingi á fasteignamarkaði og fjárfestingar í orkuinnviðum gætu skapað ný tækifæri fyrir ýmsar atvinnugreinar. Hins vegar er ljóst að slík áform krefjast mikils vinnuafls, sem íslenskur vinnumarkaður á erfitt með að mæta. Á meðan atvinnuleysi er í lágmarki eins og staðan er nú á vinnumarkaði er óhjákvæmilegt að flytja inn erlenda starfsmenn. Ef skattalækkanir eru framkvæmdar, samhliða stórfelldum fjárfestingum í húsnæði og virkjunum, skapar það aukna fjárhagslega byrði fyrir ríkissjóð. Minnkandi tekjur ríkissjóðs og aukin útgjöld leiða til þess að ríkið þyrfti annað hvort að skera óhóflega niður í sínum rekstri eða auka lántökur, sem hækka þá aftur skuldir ríkisins og vaxtakostnað. Að útdeila hlutabréfum í Íslandsbanka með þjóðinni hefur verið kynnt sem hugmynd sem eykur jöfnuð og þátttöku almennings í eignarhaldi. Þó að þetta hljómi vel í eyrum kjósenda, þá myndi slíkt skerða framtíðararðgreiðslur til ríkissjóðs og mögulega veikja stöðu bankans á markaði. Þessa eign ætti frekar að nýta til að fjármagna framkvæmdir eða styrkja innviði í samfélaginu. Hvað ber að gera? Mikilvægt er að forgangsraða verkefnum ríkisins með skýrri stefnu og varkárni. Að fara í framkvæmdir án þess að skapa of mikla þenslu og tryggja sjálfbærni ríkisfjármála er lykilatriði. Fjárfestingar í húsnæði og orkuinnviðum eru nauðsynlegar, en þær ættu að fara fram í samræmi við skýra áætlun um fjármögnun og mannafla. Þjóðhagslegur stöðugleiki og ábyrg hagstjórn verða að vera leiðarljósið. Það er verkefni okkar allra að leggja grunn að sjálfbæru hagkerfi sem þjónar bæði nútíð og framtíð. Það liggur í augum uppi að ekki er mögulegt að fara samtímis í að virkja meira, byggja meira, lækka skatta og útdeila eftirstandandi hlut ríkisins í Íslandsbanka til almennings nema að það fari illa fyrir íslensku þjóðarbúi. Að halda öðru fram er rökvilla! Höfundur er byggingarverkfræðingur og stuðningsmaður Framsóknar.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun