Viljum við góð lífsgæði á Íslandi? Ingibergur Valgarðsson skrifar 19. nóvember 2024 10:32 Svarið við þessari spurningu er flestum augljóst: já, auðvitað viljum við það. En þegar við lítum nánar á stöðuna í dag, getum við þá sagt að lífsgæði okkar séu eins góð og þau gætu verið? Margir upplifa þvert á móti að þau séu skert vegna hárra vaxta, sívaxandi verðbólgu og húsnæðisvanda sem hefur verið landlægur í áratugi. Þetta eru flókin vandamál, en þau hafa þróast yfir langan tíma og nú virðast þau mynda ósnertanlegan hnút sem enginn stjórnmálamaður virðist geta leyst. Húsnæðisvandi sem aldrei virðist leysast Eitt augljósasta dæmið er byggingarskorturinn, sem hefur plagað landið frá fjármálahruninu 2008-2010. Af hverju hefur ekki tekist að leysa þennan vanda? Aðstæður á Íslandi gera byggingarframkvæmdir vissulega krefjandi, en hvers vegna eru þær svo dýrar og tímafrekar í samanburði við nágrannalönd okkar? Í Færeyjum sjáum við dæmi um hraða og skilvirka framkvæmd á innviðum, en hér virðast bæði framkvæmdir og stjórnsýslan draga lappirnar. Þetta á einnig við um vegakerfið okkar. Þrátt fyrir harðbýlt veðurfar virðast staðlar sem notaðir eru í vega- og innviðagerð oft ekki henta íslenskum aðstæðum. Þessir þættir, sem ættu að vera leysanlegir með skynsamlegum aðgerðum, hafa orðið að langvarandi vandamálum vegna skorts á pólitískri getu og framsýni. Vantraust á valdhafa Íslensk stjórnmál hafa í langan tíma verið eins og hringekja þar sem sömu flokkarnir skiptast á völdum. Þrátt fyrir tíðar kosningar og loforð um breytingar virðist lítið breytast í raun. Kjósendur upplifa oft að þeir séu sviknir, þar sem stjórnmálamenn virðast ekki axla ábyrgð á eigin gjörðum. Áberandi dæmi um þetta er mál Íslandsbanka. Ríkið seldi hluta eignar sinnar í bankanum á umdeildan hátt, þar sem faðir formanns Sjálfstæðisflokksins var meðal kaupanda. Þrátt fyrir mikil mótmæli tóku stjórnvöld ekki ábyrgð, og enginn axlaði afleiðingar málsins. Hvers vegna var Landsdómur ekki nýttur í þessu tilviki? Sama má segja um atburðarásina sem fylgdi þegar sami formaður tók við embætti forsætisráðherra, þrátt fyrir mikla andstöðu almennings. Þetta eru dæmi sem styrkja upplifun kjósenda af skeytingarleysi valdhafa. Hvað er til ráða? Ef við viljum góð lífsgæði á Íslandi er ljóst að breytinga er þörf. Það kallar á nýja hugsun og nýtt fólk í stjórnmálum – einstaklinga og flokka sem bera raunverulega ábyrgð gagnvart almenningi og eru óháðir sérhagsmunum. Það eru til flokkar sem leggja áherslu á þessi gildi, en breytingar byrja á kjósendum. Við þurfum að hugsa vel um hvaða einstaklinga og flokka við setjum í ábyrgðarstöður. Lausnin liggur í lýðræðinu: Gefum nýjum flokkum og ferskum hugmyndum tækifæri. Veljum einstaklinga sem eru reiðubúnir að axla ábyrgð og starfa í þágu almennings. Höfnum þeim sem hafa sýnt vanhæfni til að leysa þau vandamál sem hafa hrjáð okkur árum saman. Tími til breytinga Næstu kosningar eru mikilvægasta tækifæri okkar til að móta framtíðina. Hugsaðu vel um hverja þú kýst til áhrifa. Viljum við góð lífsgæði á Íslandi? Ef svarið er já, þá þurfum við að kjósa með breytingar í huga. Við getum ekki haldið áfram á sömu braut og látið vanhæfa stjórnmálamenn stjórna framtíð okkar. Nú er tíminn til að taka málin í eigin hendur og gera raunverulegar breytingar. Höfundur skipar fjórða sæti í Norðvesturkjördæmi fyrir Lýðræðisflokkurinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir Skoðun Atvinnumál fatlaðra Ína Valsdóttir Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Sjá meira
Svarið við þessari spurningu er flestum augljóst: já, auðvitað viljum við það. En þegar við lítum nánar á stöðuna í dag, getum við þá sagt að lífsgæði okkar séu eins góð og þau gætu verið? Margir upplifa þvert á móti að þau séu skert vegna hárra vaxta, sívaxandi verðbólgu og húsnæðisvanda sem hefur verið landlægur í áratugi. Þetta eru flókin vandamál, en þau hafa þróast yfir langan tíma og nú virðast þau mynda ósnertanlegan hnút sem enginn stjórnmálamaður virðist geta leyst. Húsnæðisvandi sem aldrei virðist leysast Eitt augljósasta dæmið er byggingarskorturinn, sem hefur plagað landið frá fjármálahruninu 2008-2010. Af hverju hefur ekki tekist að leysa þennan vanda? Aðstæður á Íslandi gera byggingarframkvæmdir vissulega krefjandi, en hvers vegna eru þær svo dýrar og tímafrekar í samanburði við nágrannalönd okkar? Í Færeyjum sjáum við dæmi um hraða og skilvirka framkvæmd á innviðum, en hér virðast bæði framkvæmdir og stjórnsýslan draga lappirnar. Þetta á einnig við um vegakerfið okkar. Þrátt fyrir harðbýlt veðurfar virðast staðlar sem notaðir eru í vega- og innviðagerð oft ekki henta íslenskum aðstæðum. Þessir þættir, sem ættu að vera leysanlegir með skynsamlegum aðgerðum, hafa orðið að langvarandi vandamálum vegna skorts á pólitískri getu og framsýni. Vantraust á valdhafa Íslensk stjórnmál hafa í langan tíma verið eins og hringekja þar sem sömu flokkarnir skiptast á völdum. Þrátt fyrir tíðar kosningar og loforð um breytingar virðist lítið breytast í raun. Kjósendur upplifa oft að þeir séu sviknir, þar sem stjórnmálamenn virðast ekki axla ábyrgð á eigin gjörðum. Áberandi dæmi um þetta er mál Íslandsbanka. Ríkið seldi hluta eignar sinnar í bankanum á umdeildan hátt, þar sem faðir formanns Sjálfstæðisflokksins var meðal kaupanda. Þrátt fyrir mikil mótmæli tóku stjórnvöld ekki ábyrgð, og enginn axlaði afleiðingar málsins. Hvers vegna var Landsdómur ekki nýttur í þessu tilviki? Sama má segja um atburðarásina sem fylgdi þegar sami formaður tók við embætti forsætisráðherra, þrátt fyrir mikla andstöðu almennings. Þetta eru dæmi sem styrkja upplifun kjósenda af skeytingarleysi valdhafa. Hvað er til ráða? Ef við viljum góð lífsgæði á Íslandi er ljóst að breytinga er þörf. Það kallar á nýja hugsun og nýtt fólk í stjórnmálum – einstaklinga og flokka sem bera raunverulega ábyrgð gagnvart almenningi og eru óháðir sérhagsmunum. Það eru til flokkar sem leggja áherslu á þessi gildi, en breytingar byrja á kjósendum. Við þurfum að hugsa vel um hvaða einstaklinga og flokka við setjum í ábyrgðarstöður. Lausnin liggur í lýðræðinu: Gefum nýjum flokkum og ferskum hugmyndum tækifæri. Veljum einstaklinga sem eru reiðubúnir að axla ábyrgð og starfa í þágu almennings. Höfnum þeim sem hafa sýnt vanhæfni til að leysa þau vandamál sem hafa hrjáð okkur árum saman. Tími til breytinga Næstu kosningar eru mikilvægasta tækifæri okkar til að móta framtíðina. Hugsaðu vel um hverja þú kýst til áhrifa. Viljum við góð lífsgæði á Íslandi? Ef svarið er já, þá þurfum við að kjósa með breytingar í huga. Við getum ekki haldið áfram á sömu braut og látið vanhæfa stjórnmálamenn stjórna framtíð okkar. Nú er tíminn til að taka málin í eigin hendur og gera raunverulegar breytingar. Höfundur skipar fjórða sæti í Norðvesturkjördæmi fyrir Lýðræðisflokkurinn.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun