Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Heimir Már Pétursson skrifar 19. nóvember 2024 11:51 Rússar hafa drepið þúsundir óbreyttra borgara og valdið gífurlegri eyðileggingu í Úkraínu á þeim þúsund dögum sem innrás þeirra hafur staðið yfir. AP/Ukrainian Emergency Service Í dag eru þúsund dagar liðnir frá allsherjar innrás Rússa í Úkraínu hinn 24. febrúar 2022. Milljónir manna hafa flúið landið og talið er að fimm milljónir íbúa landsins búi við fæðuskort. Helmingur allra orkuinnviða landsins hefur verið eyðilagður í árásum Rússa. Þótt þess sé nú minnst að þúsund dagar eru liðnir frá allsherjar innrás Rússa í Úkraínu úr norðri, austri og suðri hinn 24. febrúar 2022 hefur stríðið í raun staðið yfir í tíu ár. Rússar lögðu undir sig Krímskaga og hófu hernað í austurhluta Úkraínu árið 2014. Rússar hafa engu eirt í látlausum skórskotaliðs-, eldflauga og loftárásum þeirra á borgir og bæi í Úkraínu og fjölmargir stríðsglæpir þeirra hafa verið skrásettir. Evrópusambandið telur að um 600 börn hafi fallið í árásunum. Um fimm milljónir manna muni líða fæðuskort á næsta ári og um 40 prósent þjóðarinnar muni þurfa á mannúðaraðstoð að halda. Um helmingur allra orkuinnviða landsins hafi verið eyðilagður og því muni stór hluti þjóðarinnar hvorki hafa hita né rafmagn nú í vetur þegar frostið getur farið niður í 20 gráður. Minningarreitur um fallna úkraínska hermenn sem íbúar hafa komið upp á Sjálfstæðistorginu í Kænugarði.AP/Efrem Lukatsky Vesturlönd hafa stutt við Úkraínu með vopnasendingum og mannúðaraðstoð fyrir hundruð milljaðra dollara og alls kyns viðskiptaþvinganir hafa verið settar á rússnesk stjórnvöld, fyrirtæki og einstaklinga. Vopnasendingarnar hafa aðallega miðast við að Úkraínumenn geti varið sig með loftvarnakerfum og svarað fyrir sig á vígvellinum. Það var hins vegar ekki fyrr en í gær sem Joe Biden forseti Bandaríkjanna heimilaði Úkraínumönnum að beita langdrægum bandarískum eldflaugum á skotmörk innan Rússlands, sem Úkraínumenn hafa ítrekað óskað eftir. Andrii Sybiha utanríkisráðherra Úkraínu segir þetta geta valdið straumhvörfum í stríðinu. „Þeim mun lengra sem við getum gert árásir, þeim mun styttra verður stríðið. Sú afstaða okkar hefur alltaf verið skýr að við höfum fullan rétt á að gera árásir á hernaðarleg skotmörk innan Rússlands,“ sagði Sybiha í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í gær. Andrii Sybiha utanríkisráðherra Úkraínu (til vinstri) átti fund með Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna í Brussel í síðustu viku.AP/Nicolas Tucat Nóttina áður höfðu Rússar gert eina öflugustu árás sína á Úkraínu frá upphafi stríðsins þegar þeir skutu 120 eldflaugum og um 90 árásardrónum á borgir og bæi víðs vegar um landið. Vesturlönd hafa hikað í þessum efnum af ótta við að stigmagna stríðið en Rússar hafa hins vegar gert það með auknum árásum og hernaðaraðstoð frá bæði Íran og norður Kóreu sem að auki hefur sent rúmlega 10 þúsund hermenn til að aðstoða Rússa. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Tengdar fréttir Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sakaði Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, í morgun um að „hella olíu á eldinn“ með því að veita Úkraínumönnum leyfi til að nota bandarískar eldflaugar til árása í Rússlandi. 18. nóvember 2024 13:48 Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur veitt Úkraínumönnum heimild til þess að beita bandarískum langdrægum eldflaugum, svokölluðu ATACMS-vopnakerfi, á rússneskri grundu. 17. nóvember 2024 20:13 Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Vólódímír Selenskí, úkraínuforseti segist viss um að stríði Rússa og Úkraínu muni ljúka fyrr en ella í ljósi þess að Donald Trump sigraði bandarísku forsetakosningarnar. 16. nóvember 2024 18:48 Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Færst hefur í aukana að Rússar tilkynni pólitíska glæpi samborgara sinna til yfirvalda frá því að innrásin í Úkraínu hófst af fullu afli fyrir að nálgast þremur árum. Nýleg dæmi eru um að fólk hafi verið dæmt í fangelsi á grundvelli slíkra tilkynninga. 16. nóvember 2024 09:01 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Úkraínumenn búast við enn umfangsmeiri árásum Rússa á næstu mánuðum í aðdraganda þess að Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, tekur aftur við völdum í lok janúar. Báðar fylkingar vilja styrkja stöðu sína áður en Trump kemur sér fyrir í Hvíta húsinu en hann hefur sagt að hann vilji binda skjótan enda á stríðið. 16. nóvember 2024 08:03 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Sjá meira
Þótt þess sé nú minnst að þúsund dagar eru liðnir frá allsherjar innrás Rússa í Úkraínu úr norðri, austri og suðri hinn 24. febrúar 2022 hefur stríðið í raun staðið yfir í tíu ár. Rússar lögðu undir sig Krímskaga og hófu hernað í austurhluta Úkraínu árið 2014. Rússar hafa engu eirt í látlausum skórskotaliðs-, eldflauga og loftárásum þeirra á borgir og bæi í Úkraínu og fjölmargir stríðsglæpir þeirra hafa verið skrásettir. Evrópusambandið telur að um 600 börn hafi fallið í árásunum. Um fimm milljónir manna muni líða fæðuskort á næsta ári og um 40 prósent þjóðarinnar muni þurfa á mannúðaraðstoð að halda. Um helmingur allra orkuinnviða landsins hafi verið eyðilagður og því muni stór hluti þjóðarinnar hvorki hafa hita né rafmagn nú í vetur þegar frostið getur farið niður í 20 gráður. Minningarreitur um fallna úkraínska hermenn sem íbúar hafa komið upp á Sjálfstæðistorginu í Kænugarði.AP/Efrem Lukatsky Vesturlönd hafa stutt við Úkraínu með vopnasendingum og mannúðaraðstoð fyrir hundruð milljaðra dollara og alls kyns viðskiptaþvinganir hafa verið settar á rússnesk stjórnvöld, fyrirtæki og einstaklinga. Vopnasendingarnar hafa aðallega miðast við að Úkraínumenn geti varið sig með loftvarnakerfum og svarað fyrir sig á vígvellinum. Það var hins vegar ekki fyrr en í gær sem Joe Biden forseti Bandaríkjanna heimilaði Úkraínumönnum að beita langdrægum bandarískum eldflaugum á skotmörk innan Rússlands, sem Úkraínumenn hafa ítrekað óskað eftir. Andrii Sybiha utanríkisráðherra Úkraínu segir þetta geta valdið straumhvörfum í stríðinu. „Þeim mun lengra sem við getum gert árásir, þeim mun styttra verður stríðið. Sú afstaða okkar hefur alltaf verið skýr að við höfum fullan rétt á að gera árásir á hernaðarleg skotmörk innan Rússlands,“ sagði Sybiha í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í gær. Andrii Sybiha utanríkisráðherra Úkraínu (til vinstri) átti fund með Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna í Brussel í síðustu viku.AP/Nicolas Tucat Nóttina áður höfðu Rússar gert eina öflugustu árás sína á Úkraínu frá upphafi stríðsins þegar þeir skutu 120 eldflaugum og um 90 árásardrónum á borgir og bæi víðs vegar um landið. Vesturlönd hafa hikað í þessum efnum af ótta við að stigmagna stríðið en Rússar hafa hins vegar gert það með auknum árásum og hernaðaraðstoð frá bæði Íran og norður Kóreu sem að auki hefur sent rúmlega 10 þúsund hermenn til að aðstoða Rússa.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Tengdar fréttir Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sakaði Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, í morgun um að „hella olíu á eldinn“ með því að veita Úkraínumönnum leyfi til að nota bandarískar eldflaugar til árása í Rússlandi. 18. nóvember 2024 13:48 Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur veitt Úkraínumönnum heimild til þess að beita bandarískum langdrægum eldflaugum, svokölluðu ATACMS-vopnakerfi, á rússneskri grundu. 17. nóvember 2024 20:13 Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Vólódímír Selenskí, úkraínuforseti segist viss um að stríði Rússa og Úkraínu muni ljúka fyrr en ella í ljósi þess að Donald Trump sigraði bandarísku forsetakosningarnar. 16. nóvember 2024 18:48 Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Færst hefur í aukana að Rússar tilkynni pólitíska glæpi samborgara sinna til yfirvalda frá því að innrásin í Úkraínu hófst af fullu afli fyrir að nálgast þremur árum. Nýleg dæmi eru um að fólk hafi verið dæmt í fangelsi á grundvelli slíkra tilkynninga. 16. nóvember 2024 09:01 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Úkraínumenn búast við enn umfangsmeiri árásum Rússa á næstu mánuðum í aðdraganda þess að Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, tekur aftur við völdum í lok janúar. Báðar fylkingar vilja styrkja stöðu sína áður en Trump kemur sér fyrir í Hvíta húsinu en hann hefur sagt að hann vilji binda skjótan enda á stríðið. 16. nóvember 2024 08:03 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Sjá meira
Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sakaði Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, í morgun um að „hella olíu á eldinn“ með því að veita Úkraínumönnum leyfi til að nota bandarískar eldflaugar til árása í Rússlandi. 18. nóvember 2024 13:48
Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur veitt Úkraínumönnum heimild til þess að beita bandarískum langdrægum eldflaugum, svokölluðu ATACMS-vopnakerfi, á rússneskri grundu. 17. nóvember 2024 20:13
Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Vólódímír Selenskí, úkraínuforseti segist viss um að stríði Rússa og Úkraínu muni ljúka fyrr en ella í ljósi þess að Donald Trump sigraði bandarísku forsetakosningarnar. 16. nóvember 2024 18:48
Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Færst hefur í aukana að Rússar tilkynni pólitíska glæpi samborgara sinna til yfirvalda frá því að innrásin í Úkraínu hófst af fullu afli fyrir að nálgast þremur árum. Nýleg dæmi eru um að fólk hafi verið dæmt í fangelsi á grundvelli slíkra tilkynninga. 16. nóvember 2024 09:01
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Úkraínumenn búast við enn umfangsmeiri árásum Rússa á næstu mánuðum í aðdraganda þess að Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, tekur aftur við völdum í lok janúar. Báðar fylkingar vilja styrkja stöðu sína áður en Trump kemur sér fyrir í Hvíta húsinu en hann hefur sagt að hann vilji binda skjótan enda á stríðið. 16. nóvember 2024 08:03