Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum, sem fer með rannsókn málsins í samstarfi við tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
„Aðfaranótt sunnudagsins 17. nóvember sl. varð eldur laus í einu húsa eggjabúsins Nesbús í Vogum á Vatnsleysuströnd. Slökkviliði frá Brunavörnum Suðurnesja gekk greiðlega að slökkva eldinn.“
Framkvæmdastjóri Nesbús segir að erfitt sé að meta tjónið, en bygging á sambærilegu húsi kosti um 150 milljónir. Hann segir eldsvoðann mikið áfall.