Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Jón Ísak Ragnarsson skrifar 19. nóvember 2024 22:04 Sigríður og Andrés eru ósammála um ágæti þess að vera woke. Andrés Ingi segist reyndar ekki vita hvað það þýðir. Vísir Sigríður Andersen frambjóðandi Miðflokksins segir að svokölluð woke-hugmyndafræði virðist ganga út á að sjá fórnarlömb í öllum málum, sjá óréttlæti í einföldustu hlutum og þurfa alltaf að vera í einhverri baráttu. Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata segir að fólkið sem hrópar woke í áttina að öllum sem eru að reyna vinna að framgangi mannréttinda séu aðalvælukjóarnir. Umræða um eitthvað sem kallað hefur verið woke-ismi verður sífellt meira áberandi í umræðunni hvort sem það er hér á landi eða erlendis. Ekki eru allir sammála um hvað það þýðir að vera woke, og ekki er heldur til íslenskt hugtak yfir fyrirbærið sem náð hefur einhverri útbreiðslu. Andrés og Sigríður tókust á um hugtakið og ágæti þess í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Á Vísi var í vikunni gerð könnun þar sem lesendur svöruðu því hvort þeir skilgreindu sig sem woke eða ekki. Niðurstaðan var sú að 7,8 prósent skilgreindu sig sem woke, 32 prósent sögðust ekki vera woke og 60,1 prósent sögðust ekki vita hvað það þýðir. En hvað þýðir það að vera woke? Woke orðið meira væluhugtak en það áður var „Þetta er góð spurning, ég hef ekki orðið vör við eitthvað íslenskt heiti yfir þetta, þetta er kannski einhvers konar árvekni hefur mér dottið í hug, en mér finnst það samt of jákvætt orð. Við hvetjum til árvekni í umferðinni og svona. Þetta er samt gamalt heiti notað í engilsaxneskum löndum, notað svona stay woke, verið á varðbergi, þá er verið að tala um einhverja minnihlutahópa, og verið á varðbergi fyrir samfélagsbreytingum sem koma ykkur illa eða eitthvað svoleiðis. Þetta er rótin,“ segir Sigríður. Svo hafi þetta þróast og sé núna allt í einu „alpha og omega“ í allri stjórnmálaumræðu. Woke sé nú orðið meira væluhugtak en þetta áður var. Enginn stjórnmálamaður stígi fram og segi „ég er woke.“ „En hugmyndafræðin virðist ganga út á það að sjá fórnarlömb í öllum málum, sjá óréttlæti í einföldustu hlutum og menn þurfa að heyja einhverja baráttu.“ Sigríður nefnir klósettmál sem dæmi um woke-isma sem kom inn í lagasetningu. „Klósettmál á veitingastöðum og í fyrirtækjum hafa bara ekkert verið neitt vandamál í sjálfu sér. Vinnustaðir hafa bara viljað auðvitað útbúa vinnustaðina sína þannig að flestum líði sem best. En allt í einu varð einhver umræða sem varð mjög hávær um það að það þyrfti að vera kynlaus klósett, mætti ekki merkja klósett körlum og konum,“ segir Sigríður. Sigmundur Davíð kvartaði yfir „woke afbökun íslenskunnar“ um helgina.Vísir Þetta hafi gert fyrirtækjum erfitt fyrir sem höfðu bara tvö klósett, og þurftu að bæta þriðja klósettinu við. „Þessi umræða einhvern veginn fór á flug og menn bara spyrja biddu er eitthvað fórnarlamb i þessu öllu saman? Þetta er svona dæmi um woke-isma sem kemur inn í lagasetningu.“ Hugtakið flutt inn af Miðflokksmönnum til að hnýta í réttindabaráttu Andrés Ingi segist sennilega vilja flokka sig með 60 prósentunum í áðurnefndri könnun Vísis sem sögðust ekki vita hvað hugtakið þýðir. Hann segir að honum finnist hugtakið hafa verið flutt inn af Miðflokksstrákunum á síðustu árum, einmitt til að hnýta í alls konar réttindabaráttu. Hann segir að klósettdæmið snúist um lög um kynrænt sjálfræði frá árinu 2019. Lögin segi að til viðbótar við karl og kvenskráningu geti fólk valið þriðju hlutlausu kynskráninguna í Þjóðskrá. „Og það segir líka þar sem er gert ráð fyrir kynjaskiptingu í samfélaginu þá eigi að taka tillit til þessa þriðja möguleika. Sumir vinnustaðir hafa í framhaldinu reynt að laga sig að þessu, klósettin eru oft þannig að þau eru bara lítil herbergi með klósetti og vaski bara hlið við hlið. Vinnueftirlitið hefur komið inn á þessa staði og sagt heyrðu þetta má ekki af því reglugerðin leyfir það ekki,“ segir Andrés Ingi. Þórdís gaf ekki mikið fyrir athugasemdir Sigmundar.Vísir Fólk sakað um að vera vælukjóar fyrir að standa með réttindum Hann segir að þetta þýði ekki að það megi ekki merkja karla og kvenna, það þurfi bara að vera möguleiki til staðar til að takast á við réttindi fólks til að skilgreina kyn sitt sjálft og vera með hlutlausa kynskráningu. „Þetta eru lagaleg réttindi, og það er ekkert væl að finnast það bara eðlilegt að samfélagið bregðist við því.“ „Mér finnst woke stimpillinn notaður á akkurat svona dæmi, þar sem fólk er mögulega komið með ákveðin réttindi, og fólk sem stendur með þeim réttindum sakaðir um að vera vælukjóar. Á meðan mesta vælið í þessari klósettumræðu er einmitt fólk í einhverri herferð fyrir því að geta haldið aðskildum klósettum sem enginn er í rauninni að kalla eftir,“ segir Andrés. Menn farnir að nota hatursorðræðuhugtakið fjálglega Sigríður víkur þá talinu að hatursorðræðu. Hún segir að hér sé ákvæði í lögum sem geri það refsivert að smána hóp manna á grundvelli kynþáttar og alls konar, og menn séu farnir að nota það svolítið fjálglega. Hún segist hafa lagt fram frumvarp árið 2019 um breytingar á þessu ákvæði í hegningarlögum, þannig það yrði þrengt aðeins. „Ég sá að það var farið að dæma fólk fyrir ummæli, fyrir að hringja inn í þátt eins og þennan, fólk sem er ekki vel máli farið hringir inn í svona þætti og lýsir skoðunum sínum á mönnum og málefnum, og það hafa fallið dómar í Hæstarétti - menn hafa verið sakfelldir fyrir slíkar innhringingar. Þetta er auðvitað komið langt út fyrir allt sem eðlilegt getur talist,“ segir Sigríður. Hún segir að í frumvarpinu árið 2019 hafi staðið að þessi orðræða þyrfti að hvetja til ofbeldis eða eitthvað slíkt til að vera refsiverð. „Því að eins og lögin eru í dag og þetta ákvæði, þá er bara hægt að fella mjög mikið undir einvhverja hatursorðræðu - og þá erum við bara farin að stíga á tjáningarfrelsið.“ Hún segir að þróunin í Bretlandi hvað hatursorðræðulöggjöf varðar sé ógnvænleg. Þar sé verið að banka heima hjá fólki, ömmum, öfum og blaðamönnum fyrir einhverjar færslur sem fólk setur um hugleiðingar og hugrenningar á samfélagsmiðlum. „Það er verið að handtaka fólk takk fyrir,“ segir hún. „Menn vilja sýna árvekni í garð alls konar hópa, jaðarsettra hópa og svona, það er alveg eðlilegt ... en getum við ekki verið sammála um að það séu ekki mannréttindi fólks að móðgast ekki?“ Reykjavík síðdegis Miðflokkurinn Píratar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Sjá meira
Umræða um eitthvað sem kallað hefur verið woke-ismi verður sífellt meira áberandi í umræðunni hvort sem það er hér á landi eða erlendis. Ekki eru allir sammála um hvað það þýðir að vera woke, og ekki er heldur til íslenskt hugtak yfir fyrirbærið sem náð hefur einhverri útbreiðslu. Andrés og Sigríður tókust á um hugtakið og ágæti þess í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Á Vísi var í vikunni gerð könnun þar sem lesendur svöruðu því hvort þeir skilgreindu sig sem woke eða ekki. Niðurstaðan var sú að 7,8 prósent skilgreindu sig sem woke, 32 prósent sögðust ekki vera woke og 60,1 prósent sögðust ekki vita hvað það þýðir. En hvað þýðir það að vera woke? Woke orðið meira væluhugtak en það áður var „Þetta er góð spurning, ég hef ekki orðið vör við eitthvað íslenskt heiti yfir þetta, þetta er kannski einhvers konar árvekni hefur mér dottið í hug, en mér finnst það samt of jákvætt orð. Við hvetjum til árvekni í umferðinni og svona. Þetta er samt gamalt heiti notað í engilsaxneskum löndum, notað svona stay woke, verið á varðbergi, þá er verið að tala um einhverja minnihlutahópa, og verið á varðbergi fyrir samfélagsbreytingum sem koma ykkur illa eða eitthvað svoleiðis. Þetta er rótin,“ segir Sigríður. Svo hafi þetta þróast og sé núna allt í einu „alpha og omega“ í allri stjórnmálaumræðu. Woke sé nú orðið meira væluhugtak en þetta áður var. Enginn stjórnmálamaður stígi fram og segi „ég er woke.“ „En hugmyndafræðin virðist ganga út á það að sjá fórnarlömb í öllum málum, sjá óréttlæti í einföldustu hlutum og menn þurfa að heyja einhverja baráttu.“ Sigríður nefnir klósettmál sem dæmi um woke-isma sem kom inn í lagasetningu. „Klósettmál á veitingastöðum og í fyrirtækjum hafa bara ekkert verið neitt vandamál í sjálfu sér. Vinnustaðir hafa bara viljað auðvitað útbúa vinnustaðina sína þannig að flestum líði sem best. En allt í einu varð einhver umræða sem varð mjög hávær um það að það þyrfti að vera kynlaus klósett, mætti ekki merkja klósett körlum og konum,“ segir Sigríður. Sigmundur Davíð kvartaði yfir „woke afbökun íslenskunnar“ um helgina.Vísir Þetta hafi gert fyrirtækjum erfitt fyrir sem höfðu bara tvö klósett, og þurftu að bæta þriðja klósettinu við. „Þessi umræða einhvern veginn fór á flug og menn bara spyrja biddu er eitthvað fórnarlamb i þessu öllu saman? Þetta er svona dæmi um woke-isma sem kemur inn í lagasetningu.“ Hugtakið flutt inn af Miðflokksmönnum til að hnýta í réttindabaráttu Andrés Ingi segist sennilega vilja flokka sig með 60 prósentunum í áðurnefndri könnun Vísis sem sögðust ekki vita hvað hugtakið þýðir. Hann segir að honum finnist hugtakið hafa verið flutt inn af Miðflokksstrákunum á síðustu árum, einmitt til að hnýta í alls konar réttindabaráttu. Hann segir að klósettdæmið snúist um lög um kynrænt sjálfræði frá árinu 2019. Lögin segi að til viðbótar við karl og kvenskráningu geti fólk valið þriðju hlutlausu kynskráninguna í Þjóðskrá. „Og það segir líka þar sem er gert ráð fyrir kynjaskiptingu í samfélaginu þá eigi að taka tillit til þessa þriðja möguleika. Sumir vinnustaðir hafa í framhaldinu reynt að laga sig að þessu, klósettin eru oft þannig að þau eru bara lítil herbergi með klósetti og vaski bara hlið við hlið. Vinnueftirlitið hefur komið inn á þessa staði og sagt heyrðu þetta má ekki af því reglugerðin leyfir það ekki,“ segir Andrés Ingi. Þórdís gaf ekki mikið fyrir athugasemdir Sigmundar.Vísir Fólk sakað um að vera vælukjóar fyrir að standa með réttindum Hann segir að þetta þýði ekki að það megi ekki merkja karla og kvenna, það þurfi bara að vera möguleiki til staðar til að takast á við réttindi fólks til að skilgreina kyn sitt sjálft og vera með hlutlausa kynskráningu. „Þetta eru lagaleg réttindi, og það er ekkert væl að finnast það bara eðlilegt að samfélagið bregðist við því.“ „Mér finnst woke stimpillinn notaður á akkurat svona dæmi, þar sem fólk er mögulega komið með ákveðin réttindi, og fólk sem stendur með þeim réttindum sakaðir um að vera vælukjóar. Á meðan mesta vælið í þessari klósettumræðu er einmitt fólk í einhverri herferð fyrir því að geta haldið aðskildum klósettum sem enginn er í rauninni að kalla eftir,“ segir Andrés. Menn farnir að nota hatursorðræðuhugtakið fjálglega Sigríður víkur þá talinu að hatursorðræðu. Hún segir að hér sé ákvæði í lögum sem geri það refsivert að smána hóp manna á grundvelli kynþáttar og alls konar, og menn séu farnir að nota það svolítið fjálglega. Hún segist hafa lagt fram frumvarp árið 2019 um breytingar á þessu ákvæði í hegningarlögum, þannig það yrði þrengt aðeins. „Ég sá að það var farið að dæma fólk fyrir ummæli, fyrir að hringja inn í þátt eins og þennan, fólk sem er ekki vel máli farið hringir inn í svona þætti og lýsir skoðunum sínum á mönnum og málefnum, og það hafa fallið dómar í Hæstarétti - menn hafa verið sakfelldir fyrir slíkar innhringingar. Þetta er auðvitað komið langt út fyrir allt sem eðlilegt getur talist,“ segir Sigríður. Hún segir að í frumvarpinu árið 2019 hafi staðið að þessi orðræða þyrfti að hvetja til ofbeldis eða eitthvað slíkt til að vera refsiverð. „Því að eins og lögin eru í dag og þetta ákvæði, þá er bara hægt að fella mjög mikið undir einvhverja hatursorðræðu - og þá erum við bara farin að stíga á tjáningarfrelsið.“ Hún segir að þróunin í Bretlandi hvað hatursorðræðulöggjöf varðar sé ógnvænleg. Þar sé verið að banka heima hjá fólki, ömmum, öfum og blaðamönnum fyrir einhverjar færslur sem fólk setur um hugleiðingar og hugrenningar á samfélagsmiðlum. „Það er verið að handtaka fólk takk fyrir,“ segir hún. „Menn vilja sýna árvekni í garð alls konar hópa, jaðarsettra hópa og svona, það er alveg eðlilegt ... en getum við ekki verið sammála um að það séu ekki mannréttindi fólks að móðgast ekki?“
Reykjavík síðdegis Miðflokkurinn Píratar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Sjá meira