Leikskólamálin – eitt stærsta jafnréttismálið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar 20. nóvember 2024 16:02 Flokkarnir sem keppast við að hrósa eigin verðleikum í jafnréttismálum hafa gleymt óförum sínum í einu stærsta jafnréttismálinu, leikskólamálum. Í mörg ár hefur staðan á leikskólamálum á höfuðborgarsvæðinu verið óboðleg fyrir börn og foreldra, verst er staðan í Reykjavík. Í sumum tilfellum fá börn ekki leikskólavist fyrr en þau eru að nálgast þriggja ára aldur. Biðlistarnir eru langir og lítið um lausnir frá Samfylkingunni, Viðreisn, Framsókn og Pírötum sem eru í meirihluta í borgarstjórn. Á hverju ári og fyrir hverjar kosningar hefur meirihlutinn í borgarstjórn lofað að gera betur, fyrir síðustu kosningar lofuðu þau leikskólaplássi fyrir öll 12 mánaða börn. Staðreyndin er sú að þessi loforð hafa öll verið svikin og það ítrekað. Það er stór ákvörðun að ákveða að stofna til fjölskyldu og ekki á það bætandi að þurfa að búa við óvissu hvenær foreldrar komast aftur á vinnumarkaðinn til að afla fjölskyldunni tekna því barnið fær ekki leikskólapláss. Staðan er í raun orðin svo slæm að foreldrar sem búa í Reykjavík þurfa að hugsa um að flytja í nágrannasveitafélög til þess að fá leikskólapláss fyrir börnin sín á eðlilegum aldri. Dæmi eru um Íslendinga búsetta erlendis sem langar að flytja heim en geta það einfaldlega ekki vegna leikskólavandans. Ástandið hefur víðtæk neikvæð áhrif á líf fólks. Að loknu fæðingarorlofi þurfa foreldrar að brúa bilið í 6-18 mánuði þar til barnið fær leikskólapláss. Foreldrar verða fyrir fjárhagslegu tjóni til skamms og langs tíma í formi lægra starfshlutfalls og lengri tíma af vinnumarkaði. Áhrifin til langs tíma er að starfsþróunin getur orðið hægari hjá þeim sem eru lengur af vinnumarkaði í bið eftir leikskólaplássi eða í lægra starfshlutfalli og þar af leiðandi launaþróunin líka. Oftar en ekki er það konan sem tekur stærri hluta af þessari ábyrgð á sig. Því miður mun afleiðingin af viðvarandi vandamáli í leikskólamálum og aðgerðarleysi Samfylkingarinnar og Viðreisnar líklega vera aukning á launamun kynjanna á næstu árum. Foreldrar verða ekki bara fyrir fjárhagslegu tjóni heldur getur þessi leikskólavandi einnig haft slæm andleg áhrif á líðan fólks. Óvissan um hvort, hvenær og hvar barnið fær leikskólapláss er mjög kvíðavaldandi fyrir foreldra. Óttinn um starfsöryggið, það er hversu lengi atvinnurekandinn getur sætt sig við fjarveruna, tekur einnig á andlega. Enn fremur geta erfiðleikarnir við að láta daglegt líf með vinnu án leiksólavistunar valdið togstreitu í samböndum milli maka. Ætlum við virkilega að treysta því að fólkið sem hefur stjórnað borginni síðustu ár geti leyst þennan vanda þegar staðan hefur verið eins og hún er í Reykjavík öll þessi ár? Í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu er staðan örlítið betri en samt óviðunandi. Nú er kominn tími á breytingar. Ástandið í leikskólamálum þarf ekki að vera svona, á ekki að vera svona og má ekki vera svona! Þetta er grafalvarlegt vandamál sem hefur því miður ekki tekist að leysa á sveitarstjórnarstiginu. Hægt er að leysa leikskólavandann með skynsemina að leiðarljósi með því að nýta núverandi innviði í menntakerfinu betur án þess að fara í gríðarlega útgjöld við uppbyggingu á nýjum leikskólum og lenda svo í vandræðum að manna nýja skóla. Hefjum grunnskólagöngu á fimmta aldursári í stað sjötta aldursári. Með þessu leysum við leikskólavandann með því að fækka árgöngum í leikskóla úr fimm í fjóra. Börn hefja grunnskólagöngu í 0.bekk/forskóla líkt og þekkist í Bretlandi og hefur reynst vel. Þar fá börnin tækifæri til þess að aðlagast nýju skólaumhverfi og undirbúa sig fyrir 1.bekk. Í ákveðnum skólum á Íslandi er 5.ára bekk sem er ekki ósvipaður þessu. Námsefni á síðari árum grunnskólans verður endurskipulagt og 10.bekkur lagður niður. Menntun í grunnskólum helst því í 10 árum en nemendur klára á 15. aldursári í stað 16. aldursári eins og staðan er í dag. Lengd menntaskóla helst óbreytt. Við hefðbundin námshraða líkur menntaskólagöngu á 18. aldursári í stað 19. aldursári líkt og staðan er í dag. Við þessar breytingar vinnst margt. Álagið á leikskólastiginu minnkar, sóun í samfélaginu minnkar þar sem foreldrar komast fyrr aftur út á vinnumarkaðinn í kjölfar barneigna, menntakerfið verður samræmt við það sem þekkist í öðrum löndum og unga fólkið kemst fyrr á vinnumarkaðinn til að skapa verðmæti og drífa áfram hagvöxt. Ætlum við unga fólkið að treysta í blindni að loforðin sem nú spretta upp verða efnd ólíkt ítrekaðra loforða í leikskólamálum? Ef þið viljið raunverulegar breytingar þá kjósið þið Miðflokkinn. Við gerum það sem við segjumst ætla að gera. Höfundur er Atferlishagfræðingur og frambjóðandi í 3. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Leikskólar Miðflokkurinn Mest lesið Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skoðun Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Sjá meira
Flokkarnir sem keppast við að hrósa eigin verðleikum í jafnréttismálum hafa gleymt óförum sínum í einu stærsta jafnréttismálinu, leikskólamálum. Í mörg ár hefur staðan á leikskólamálum á höfuðborgarsvæðinu verið óboðleg fyrir börn og foreldra, verst er staðan í Reykjavík. Í sumum tilfellum fá börn ekki leikskólavist fyrr en þau eru að nálgast þriggja ára aldur. Biðlistarnir eru langir og lítið um lausnir frá Samfylkingunni, Viðreisn, Framsókn og Pírötum sem eru í meirihluta í borgarstjórn. Á hverju ári og fyrir hverjar kosningar hefur meirihlutinn í borgarstjórn lofað að gera betur, fyrir síðustu kosningar lofuðu þau leikskólaplássi fyrir öll 12 mánaða börn. Staðreyndin er sú að þessi loforð hafa öll verið svikin og það ítrekað. Það er stór ákvörðun að ákveða að stofna til fjölskyldu og ekki á það bætandi að þurfa að búa við óvissu hvenær foreldrar komast aftur á vinnumarkaðinn til að afla fjölskyldunni tekna því barnið fær ekki leikskólapláss. Staðan er í raun orðin svo slæm að foreldrar sem búa í Reykjavík þurfa að hugsa um að flytja í nágrannasveitafélög til þess að fá leikskólapláss fyrir börnin sín á eðlilegum aldri. Dæmi eru um Íslendinga búsetta erlendis sem langar að flytja heim en geta það einfaldlega ekki vegna leikskólavandans. Ástandið hefur víðtæk neikvæð áhrif á líf fólks. Að loknu fæðingarorlofi þurfa foreldrar að brúa bilið í 6-18 mánuði þar til barnið fær leikskólapláss. Foreldrar verða fyrir fjárhagslegu tjóni til skamms og langs tíma í formi lægra starfshlutfalls og lengri tíma af vinnumarkaði. Áhrifin til langs tíma er að starfsþróunin getur orðið hægari hjá þeim sem eru lengur af vinnumarkaði í bið eftir leikskólaplássi eða í lægra starfshlutfalli og þar af leiðandi launaþróunin líka. Oftar en ekki er það konan sem tekur stærri hluta af þessari ábyrgð á sig. Því miður mun afleiðingin af viðvarandi vandamáli í leikskólamálum og aðgerðarleysi Samfylkingarinnar og Viðreisnar líklega vera aukning á launamun kynjanna á næstu árum. Foreldrar verða ekki bara fyrir fjárhagslegu tjóni heldur getur þessi leikskólavandi einnig haft slæm andleg áhrif á líðan fólks. Óvissan um hvort, hvenær og hvar barnið fær leikskólapláss er mjög kvíðavaldandi fyrir foreldra. Óttinn um starfsöryggið, það er hversu lengi atvinnurekandinn getur sætt sig við fjarveruna, tekur einnig á andlega. Enn fremur geta erfiðleikarnir við að láta daglegt líf með vinnu án leiksólavistunar valdið togstreitu í samböndum milli maka. Ætlum við virkilega að treysta því að fólkið sem hefur stjórnað borginni síðustu ár geti leyst þennan vanda þegar staðan hefur verið eins og hún er í Reykjavík öll þessi ár? Í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu er staðan örlítið betri en samt óviðunandi. Nú er kominn tími á breytingar. Ástandið í leikskólamálum þarf ekki að vera svona, á ekki að vera svona og má ekki vera svona! Þetta er grafalvarlegt vandamál sem hefur því miður ekki tekist að leysa á sveitarstjórnarstiginu. Hægt er að leysa leikskólavandann með skynsemina að leiðarljósi með því að nýta núverandi innviði í menntakerfinu betur án þess að fara í gríðarlega útgjöld við uppbyggingu á nýjum leikskólum og lenda svo í vandræðum að manna nýja skóla. Hefjum grunnskólagöngu á fimmta aldursári í stað sjötta aldursári. Með þessu leysum við leikskólavandann með því að fækka árgöngum í leikskóla úr fimm í fjóra. Börn hefja grunnskólagöngu í 0.bekk/forskóla líkt og þekkist í Bretlandi og hefur reynst vel. Þar fá börnin tækifæri til þess að aðlagast nýju skólaumhverfi og undirbúa sig fyrir 1.bekk. Í ákveðnum skólum á Íslandi er 5.ára bekk sem er ekki ósvipaður þessu. Námsefni á síðari árum grunnskólans verður endurskipulagt og 10.bekkur lagður niður. Menntun í grunnskólum helst því í 10 árum en nemendur klára á 15. aldursári í stað 16. aldursári eins og staðan er í dag. Lengd menntaskóla helst óbreytt. Við hefðbundin námshraða líkur menntaskólagöngu á 18. aldursári í stað 19. aldursári líkt og staðan er í dag. Við þessar breytingar vinnst margt. Álagið á leikskólastiginu minnkar, sóun í samfélaginu minnkar þar sem foreldrar komast fyrr aftur út á vinnumarkaðinn í kjölfar barneigna, menntakerfið verður samræmt við það sem þekkist í öðrum löndum og unga fólkið kemst fyrr á vinnumarkaðinn til að skapa verðmæti og drífa áfram hagvöxt. Ætlum við unga fólkið að treysta í blindni að loforðin sem nú spretta upp verða efnd ólíkt ítrekaðra loforða í leikskólamálum? Ef þið viljið raunverulegar breytingar þá kjósið þið Miðflokkinn. Við gerum það sem við segjumst ætla að gera. Höfundur er Atferlishagfræðingur og frambjóðandi í 3. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun