Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2024 18:13 Viktor Gyokeres skoraði fernu fyrir Svía í gær og varð markahæsti leikmaður Þjóðadeildarinnar. Getty/Michael Campanella Knattspyrnusamband Evrópu hefur tekið ákvörðun með leik Rúmeníu og Kósóvó sem var hætt þegar Kósóvómenn gengu af velli eftir kynþáttaníð rúmenskra áhorfenda. UEFA dæmdi Rúmenum 3-0 sigur í dag en staðan var markalaust þegar leikmenn Kósóvó gengu af velli. Þessi úrslit þýða að Rúmenar fara beint upp í B-deildina en Kósóvar fara í umspilið með okkur Íslendingum þar sem spilað er um laus æti í B-deildinni í næstu Þjóðadeild. ESPN segir frá. Kósóvar gengur af velli í uppbótatíma leiksins vegna alls kyns rasískra söngva rúmenskra áhorfenda. Rúmenska knattspyrnusambandið fékk 128 þúsund evru sekt vegna þeirra sem gerir 18,7 milljónir í íslenskum krónum. Rúmenar þurfa einnig að spila næsta heimaleik án áhorfenda. Knattspyrnusamband Kósóvó þarf einnig að greiða sex þúsund evru sekt, 876 þúsund krónur, fyrir óásættanlega hegðun leikmanna sinna. Rúmenía viðurkennir ekki tilverurétt Kósóvó sem lýsti yfir sjálfstæði frá Serbíu árið 2008. Það urðu einnig einhver átök á milli leikmanna liðanna þegar Kósóvar yfirgáfu völlinn. Leikurinn var stöðvaður í framhaldinu og svo flautaður af þegar Kósóvar neituðu að snúa aftur inn á völlinn. Sænskir fjölmiðlar segja frá því að sænska knattspyrnusambandið geri mögulega athugasemd við dóminn. Þessi úrslit þýða nefnilega að sænska landsliðið gæti misst af sæti í umspili um laust sæti á næsta HM. Svíar eru nú númer níu í röðinni af þeim þjóðum sem fá sæti í umspil takist þeim ekki að komast í gegnum sjálfa undankeppnina. Rúmenar hoppuðu upp fyrir þá eftir þennan dóm. Ísland getur mætt Kósóvó í umspilinu en líka Slóvakíu, Búlgaríu og Armeníu. Það verður dregið á föstudaginn en leikirnir fara fram í mars á næsta ári. Röð þjóðanna inn í HM-umspilið (Landslið sem unnu sína riðla) A4: Spánn (16 stig). A1: Portúgal (14 stig). A3: Þýskaland (14 stig). A2: Frakkland (13 stig). B2: England (15 stig). B3: Norgegur (13 stig). B4: Wales (12 stig). B1: Tékkland (11 stig). C2: Rúmenía (18 stig). C1: Svíþjóð (16 stig). C4: Norður-Makedónía (16 stig). C3: Norður-Írland (11 stig). D2: Moldóva (9 stig). D1: San Marínó (7 stig). Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Íslenski boltinn „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Körfubolti Daði leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótboltamaður lést eftir samstuð inn á vellinum „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Ancelotti: Mbappé er ekki ofbeldisfullur en þetta var augljóst rautt spjald Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Sjá meira
UEFA dæmdi Rúmenum 3-0 sigur í dag en staðan var markalaust þegar leikmenn Kósóvó gengu af velli. Þessi úrslit þýða að Rúmenar fara beint upp í B-deildina en Kósóvar fara í umspilið með okkur Íslendingum þar sem spilað er um laus æti í B-deildinni í næstu Þjóðadeild. ESPN segir frá. Kósóvar gengur af velli í uppbótatíma leiksins vegna alls kyns rasískra söngva rúmenskra áhorfenda. Rúmenska knattspyrnusambandið fékk 128 þúsund evru sekt vegna þeirra sem gerir 18,7 milljónir í íslenskum krónum. Rúmenar þurfa einnig að spila næsta heimaleik án áhorfenda. Knattspyrnusamband Kósóvó þarf einnig að greiða sex þúsund evru sekt, 876 þúsund krónur, fyrir óásættanlega hegðun leikmanna sinna. Rúmenía viðurkennir ekki tilverurétt Kósóvó sem lýsti yfir sjálfstæði frá Serbíu árið 2008. Það urðu einnig einhver átök á milli leikmanna liðanna þegar Kósóvar yfirgáfu völlinn. Leikurinn var stöðvaður í framhaldinu og svo flautaður af þegar Kósóvar neituðu að snúa aftur inn á völlinn. Sænskir fjölmiðlar segja frá því að sænska knattspyrnusambandið geri mögulega athugasemd við dóminn. Þessi úrslit þýða nefnilega að sænska landsliðið gæti misst af sæti í umspili um laust sæti á næsta HM. Svíar eru nú númer níu í röðinni af þeim þjóðum sem fá sæti í umspil takist þeim ekki að komast í gegnum sjálfa undankeppnina. Rúmenar hoppuðu upp fyrir þá eftir þennan dóm. Ísland getur mætt Kósóvó í umspilinu en líka Slóvakíu, Búlgaríu og Armeníu. Það verður dregið á föstudaginn en leikirnir fara fram í mars á næsta ári. Röð þjóðanna inn í HM-umspilið (Landslið sem unnu sína riðla) A4: Spánn (16 stig). A1: Portúgal (14 stig). A3: Þýskaland (14 stig). A2: Frakkland (13 stig). B2: England (15 stig). B3: Norgegur (13 stig). B4: Wales (12 stig). B1: Tékkland (11 stig). C2: Rúmenía (18 stig). C1: Svíþjóð (16 stig). C4: Norður-Makedónía (16 stig). C3: Norður-Írland (11 stig). D2: Moldóva (9 stig). D1: San Marínó (7 stig).
Röð þjóðanna inn í HM-umspilið (Landslið sem unnu sína riðla) A4: Spánn (16 stig). A1: Portúgal (14 stig). A3: Þýskaland (14 stig). A2: Frakkland (13 stig). B2: England (15 stig). B3: Norgegur (13 stig). B4: Wales (12 stig). B1: Tékkland (11 stig). C2: Rúmenía (18 stig). C1: Svíþjóð (16 stig). C4: Norður-Makedónía (16 stig). C3: Norður-Írland (11 stig). D2: Moldóva (9 stig). D1: San Marínó (7 stig).
Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Íslenski boltinn „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Körfubolti Daði leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótboltamaður lést eftir samstuð inn á vellinum „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Ancelotti: Mbappé er ekki ofbeldisfullur en þetta var augljóst rautt spjald Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Sjá meira