Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir skrifar 21. nóvember 2024 07:45 Vextir lækkuðu aftur í gær. Það eru gleðitíðindi fyrir heimilin í landinu. Vaxtalækkunin skilar dæmigerðu heimili nærri 190 þúsund krónum í auknar ráðstöfunartekjur á ári. Það munar sannarlega um minna. Lækki vextir enn frekar má vænta þess að ráðrúm heimila aukist enn frekar. Árangurinn sem náðst hefur, m.a. með festu og ábyrgð í ríkisrekstri þrátt fyrir hin ýmsu áföll, er brothættur og langt því frá að vera gefins. Alltaf eru þó einhverjir sem keppast við að halda öðru fram. Fólk sem keppist við að líta einungis á punktstöðu dagsins í dag, eins og ekkert hafi í skorist á leiðinni. Síðustu ár hafa þvert á móti vægast sagt verið viðburðarík, svo ekki sé meira sagt. Það eru ekki nema rúm fimm ár síðan eitt stykki WOW Air varð gjaldþrota. Í framhaldinu brast á með heimsfaraldri sem einn og sér setti hlutina í nýtt og áður óþekkt samhengi. Í kjölfar hans sigldu svo jarðeldar á Reykjanesi og stríðsátök sem sér ekki fyrir endann á. Það er því bæði auðvelt og ódýrt að einbeita sér að punktstöðu dagsins í dag og fullyrða að hér hafi menn misst tök á ríkisfjármálunum án alls samhengis þar um. Sérstaklega þegar sömu flokkar höfðu uppi akkúrat engin varnaðarorð um að verið væri að ganga of langt í stuðningi vegna umræddra áfalla heldur þvert á móti var gagnrýnt að ekki væri enn meira gert. Ítrekuð áföll kostnaðarsöm Aðgerðirnar sem gripið var til í kjölfar þessara áfalla voru kostnaðarsamar sem eðlilega tekur tíma að vinda ofan af. Engum hefði verið greiði gerður með því að grípa í handbremsuna og snúa við á punktinum. Því fer þó fjarri að útgjöld ríkisins hafi vaxið úr hófi fram. Ekki er síður langsótt að halda því fram að skattar hafi verið hækkaðir. Lífskjarasókn án skattahækkana Á meðan Sjálfstæðisflokkurinn var ekki einn í ríkisstjórn varð ávallt að miðla málum. Undanfarin ár höfum við verið í samstarfi við flokka sem er ekkert launungarmál að vilja frekar hækka skatta en lækka þá. Út á við sáust ekki allar þær skattahækkanatillögur sem Sjálfstæðisflokkurinn ýtti reglulega út af borðunum. En það er ekki nóg að spyrna við skattahækkunum, við viljum líka lækka þá. Skattalækkanir hafa verið forsenda fyrir þeirri ótrúlegu lífskjarasókn sem hefur átt sér stað á Íslandi undanfarinn áratug og verkefnið okkar verður að svo megi áfram verða. Sjálfbær ríkisrekstur Okkur Sjálfstæðismönnum er tíðrætt um, og erum jafnan ein um hituna, að tryggja þurfi að ríkisrekstur sé sjálfbær. Það er að segja, að útgjöld vaxi ekki hömlulaust og tekjurnar standi undir þeim. Víst er að ekki er hægt að seilast endalaust ofan í vasa fólks eftir meira fé. Umfang hins opinbera er þeim náttúrulegu takmörkunum háð. Útgjaldaregla Skattar á Íslandi eru með því hæsta sem þekkist á byggðu bóli. Það er staðreynd. Þegar tekjur hins opinbera standa ekki undir útgjöldum má fullyrða að vandamálið sé ekki skortur á fjármagni, heldur forgangsröðun. Sjálfstæðisflokkurinn hefur t.d. lagt til endurmat á útgjöldum til helstu málaflokka og að tekin verði upp regla sem setur útgjaldavexti skorður, við litlar undirtektir annarra flokka. Það er því ánægjulegt að sjá aðra flokka loksins vera komna á vagninn. Það er enda alveg ljóst að eina leiðin til að minnka álögur á heimilin og fyrirtækin í landinu er með því að halda aftur af vaxandi útgjöldum. Þegar litið er á stöðuna í sanngjörnu og málefnalegu samhengi er því ljóst að allt tal um ævintýralegan halla sem byggi á engu öðru en fullkominni óráðsíu liðinna ára er ekkert annað en ævintýraleg eftiráskýring. En burtséð frá öllum sanngjörnum eða ósanngjörnum baksýnisspeglum er það eina sem skiptir máli að hér er allt á réttri leið og mikilvægt að halda áfram að stíga örugg skref í sömu átt en ekki einhverja allt aðra. Höfundur er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og skipar 2. sæti á framboðslista flokksins í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Vextir lækkuðu aftur í gær. Það eru gleðitíðindi fyrir heimilin í landinu. Vaxtalækkunin skilar dæmigerðu heimili nærri 190 þúsund krónum í auknar ráðstöfunartekjur á ári. Það munar sannarlega um minna. Lækki vextir enn frekar má vænta þess að ráðrúm heimila aukist enn frekar. Árangurinn sem náðst hefur, m.a. með festu og ábyrgð í ríkisrekstri þrátt fyrir hin ýmsu áföll, er brothættur og langt því frá að vera gefins. Alltaf eru þó einhverjir sem keppast við að halda öðru fram. Fólk sem keppist við að líta einungis á punktstöðu dagsins í dag, eins og ekkert hafi í skorist á leiðinni. Síðustu ár hafa þvert á móti vægast sagt verið viðburðarík, svo ekki sé meira sagt. Það eru ekki nema rúm fimm ár síðan eitt stykki WOW Air varð gjaldþrota. Í framhaldinu brast á með heimsfaraldri sem einn og sér setti hlutina í nýtt og áður óþekkt samhengi. Í kjölfar hans sigldu svo jarðeldar á Reykjanesi og stríðsátök sem sér ekki fyrir endann á. Það er því bæði auðvelt og ódýrt að einbeita sér að punktstöðu dagsins í dag og fullyrða að hér hafi menn misst tök á ríkisfjármálunum án alls samhengis þar um. Sérstaklega þegar sömu flokkar höfðu uppi akkúrat engin varnaðarorð um að verið væri að ganga of langt í stuðningi vegna umræddra áfalla heldur þvert á móti var gagnrýnt að ekki væri enn meira gert. Ítrekuð áföll kostnaðarsöm Aðgerðirnar sem gripið var til í kjölfar þessara áfalla voru kostnaðarsamar sem eðlilega tekur tíma að vinda ofan af. Engum hefði verið greiði gerður með því að grípa í handbremsuna og snúa við á punktinum. Því fer þó fjarri að útgjöld ríkisins hafi vaxið úr hófi fram. Ekki er síður langsótt að halda því fram að skattar hafi verið hækkaðir. Lífskjarasókn án skattahækkana Á meðan Sjálfstæðisflokkurinn var ekki einn í ríkisstjórn varð ávallt að miðla málum. Undanfarin ár höfum við verið í samstarfi við flokka sem er ekkert launungarmál að vilja frekar hækka skatta en lækka þá. Út á við sáust ekki allar þær skattahækkanatillögur sem Sjálfstæðisflokkurinn ýtti reglulega út af borðunum. En það er ekki nóg að spyrna við skattahækkunum, við viljum líka lækka þá. Skattalækkanir hafa verið forsenda fyrir þeirri ótrúlegu lífskjarasókn sem hefur átt sér stað á Íslandi undanfarinn áratug og verkefnið okkar verður að svo megi áfram verða. Sjálfbær ríkisrekstur Okkur Sjálfstæðismönnum er tíðrætt um, og erum jafnan ein um hituna, að tryggja þurfi að ríkisrekstur sé sjálfbær. Það er að segja, að útgjöld vaxi ekki hömlulaust og tekjurnar standi undir þeim. Víst er að ekki er hægt að seilast endalaust ofan í vasa fólks eftir meira fé. Umfang hins opinbera er þeim náttúrulegu takmörkunum háð. Útgjaldaregla Skattar á Íslandi eru með því hæsta sem þekkist á byggðu bóli. Það er staðreynd. Þegar tekjur hins opinbera standa ekki undir útgjöldum má fullyrða að vandamálið sé ekki skortur á fjármagni, heldur forgangsröðun. Sjálfstæðisflokkurinn hefur t.d. lagt til endurmat á útgjöldum til helstu málaflokka og að tekin verði upp regla sem setur útgjaldavexti skorður, við litlar undirtektir annarra flokka. Það er því ánægjulegt að sjá aðra flokka loksins vera komna á vagninn. Það er enda alveg ljóst að eina leiðin til að minnka álögur á heimilin og fyrirtækin í landinu er með því að halda aftur af vaxandi útgjöldum. Þegar litið er á stöðuna í sanngjörnu og málefnalegu samhengi er því ljóst að allt tal um ævintýralegan halla sem byggi á engu öðru en fullkominni óráðsíu liðinna ára er ekkert annað en ævintýraleg eftiráskýring. En burtséð frá öllum sanngjörnum eða ósanngjörnum baksýnisspeglum er það eina sem skiptir máli að hér er allt á réttri leið og mikilvægt að halda áfram að stíga örugg skref í sömu átt en ekki einhverja allt aðra. Höfundur er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og skipar 2. sæti á framboðslista flokksins í Reykjavík suður.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun