Þessari eldflaug er sagt hafa verið skotið frá Astrakhan í Rússlandi, nærri Kaspíahafi.
ICBM eldflaugar (Langdrægar skotflaugar) virka þannig að þeim er skotið hátt á loft og þar geta þær sleppt mörgum sprengjuoddum sem eru svo hannaðir til að finna skotmörk sín og granda þeim.
Að þessu sinni virðist sem nokkrir sprengjuoddar hafi verið í eldflauginni, samkvæmt yfirvöldum í Úkraínu. Í yfirlýsingu frá flugher Úkraínu segir að auk umræddrar eldflaugar hafi Rússar skotið sjö stýriflaugum en sex þeirra hafi verið skotnar niður.
Hér að neðan má sjá tvö myndbönd sem eiga að sýna árásina í nótt. Hvað sprengjuoddarnir hittu hefur ekki verið staðfest, enn sem komið er.
New footage shows a wider view of the impacts in Dnipro this morning. pic.twitter.com/LCyAggFS8y
— NOELREPORTS 🇪🇺 🇺🇦 (@NOELreports) November 21, 2024
ABC News hefur þó eftir ónefndum bandarískum embættismanni að svo virðist sem að ekki hafi verið um svokallaða ICBM eldflaug að ræða og þess í stað hefðbundna skotflaug.
❗ Сьогодні вночі росіяни, як заявили у @KpsZSU, вперше вдарили по Україні міжконтинентальною балістичною ракетою середньої дальності.
— Повернись живим (@BackAndAlive) November 21, 2024
На відео зафіксований ранок 21 листопада у Дніпрі. pic.twitter.com/DR5bLyzbHC
Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússland, neitaði að tjá sig um árásina í morgun og vísaði til varnarmálaráðuneytis Rússlands, sem hefur ekkert sagt.
María Sakaróva, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, fékk símtali á miðjum blaðamannafundi í morgun, þar sem henni var sagt að tjá sig ekki um eldflaugaárásina, samkvæmt blaðamanni FT í Moskvu.
Maria Zakharova, Russia's foreign ministry spokeswoman, takes a phone call in the middle of her presser telling her not to comment on Russia's strike on Ukraine with an intercontinental ballistic missile.
— max seddon (@maxseddon) November 21, 2024
The caller appears to say the target was the Yuzhmash factory in Dnipro pic.twitter.com/1KBXPaa2bF
Sérfræðingar hafa dregið í efa að um hefðbundna ICBM-eldflaug sé að ræða. Þær séu bæði ónákvæmar til árása sem þessara og mjög kostnaðarsamar í framleiðslu.
Árásin kemur í kjölfar þess að bakhjarlar Úkraínumanna hafa veitt leyfi til að nota vestrænar eldflaugar til árása í Rússlandi. Í gær var breskum Storm Shadow eldflaugum skotið að stjórnstöð rússneska hersins í Kúrsk-héraði og þar áður var bandarískum ATACMS skotið að birgðastöð hersins í Rússlandi.