Auk Elísabetar mættu áhrifavaldarnir og matagæðingarnir Guðmundur Birkir Pálmason, jafnan þekktur sem Gummi kíró, Berglind Guðmundsdóttir, Jana Steingrímsdóttir, Ástrós Traustadóttir, Anna Bergmann, Pattra Sriyanonge Andrea Magnúsdóttir og Hekla Nína Hafliðadóttir. Þau fengu það verkefni að baka jógúrtjólaköku.

Samkvæmt heimildum Vísis voru gestir misklárir við hrærivélina, Elísabet Gunnars byrjaði að hræra rjómann í kökuna án þess að festa hræruna á hrærivélina. Gummi kíró var ekki lengi að snúa sér við og koma henni til bjargar, enda lúmskur bakari miðað við það sem hann sýnir á samfélagsmiðlum.
Hér má nálgast uppskriftina að jólajógúrtköku Lindu Ben.
Þrátt fyrir örlitla byrjunarörðuleika var gleðin við völd líkt og meðfylgjandi myndir gefa til kynna.












