Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 21. nóvember 2024 15:54 Jón Atli Benediktsson rektor HÍ og Einar Þorsteinsson borgarstjóri við undirritun viljayfirlýsingarinnar í dag. Kristinn Ingvarsson Borgarstjóri og rektor Háskóla Íslands skrifuðu í dag undir viljayfirlýsingu sem felur í sér uppbyggingu fullburða vísindaseturs opnu almenningi í Háskólabíói. Í fréttatilkynningu frá Háskóla Íslands segir að jafnframt sé búið að mynda starfshóp sem komi til með að gera mögulega áætlun um uppbyggingu Vísindaheima, gera tillögur um hvaða starfsemi fari fram í setrinu, leita til samstarfsaðila og gera drög að rekstrarlíkani. Auk áætlunar um mögulegan kostnað við hvern áfanga, bæði varðandi breytingar á húsnæði og uppbyggingu tækjabúnaðar. „Byggt verður á góðri reynslu af Vísindasmiðju Háskóla Íslands, sem hefur tekið á móti um 36 þúsund grunnskólanemum, auk hópa framhaldsskólanema og leikskólabarna frá því hún var opnuð í Háskólabíói í mars 2012,“ segir í fréttatilkynningu. „Reynsla síðustu 12 ára hefur sýnt að mikil þörf og áhugi er fyrir gagnvirku, lifandi vísindasetri,“ segir í viljayfirlýsingunni. Sena sagði upp leigusamningi sínum við Háskólabíó síðasta vor eftir 62 ára rekstur. Síðan þá hefur kvikmyndahúsið ekki verið starfrækt. Ekki liggur fyrir hvort hluti húsakynna kvikmyndahússins verði notuð undir fyrirhugað vísindasetur. „Mér finnst afar mikilvægt að efla aðstöðu fyrir börn og fjölskyldur þeirra þar sem hægt er að fræðast um undraheima vísindanna og njóta samveru. Erlendis sjáum við víða afar glæsileg vísindasöfn sem þjóna bæði almenningi og skólum borganna. Við settum okkur það markmið í upphafi kjörtímabilsins að stjórna borginni útfrá hagsmunum barna – og það að búa til framtíðarsýn fyrir vísindasetur er klárlega í þeim anda,“ er haft eftir Einari Þorsteinssyni borgarstjóra í fréttatilkynningunni. „Ég fagna samstarfi við Reykjavíkurborg um þetta mikilvæga verkefni. Við vinnum ötullega að því að efla áhuga á vísindum og erlendar fyrirmyndir hafa sýnt að verkefni eins og Vísindaheimar skipta þar miklu máli. Hér byggjum við á grunni öflugra samfélagsverkefna sem HÍ heldur úti og kemur að, þ.á m. Vísindasmiðjunnar, Háskóla unga fólksins, Vísindavefsins, LEGO-keppninnar og Nýsköpunarkeppni grunnskólanna. Við hlökkum til að vinna að því að gera öfluga Vísindaheima að veruleika,“ er haft eftir Jóni Atla Benediktssyni, rektor Háskóla Íslands. Háskólar Vísindi Skóla- og menntamál Grunnskólar Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Háskóla Íslands segir að jafnframt sé búið að mynda starfshóp sem komi til með að gera mögulega áætlun um uppbyggingu Vísindaheima, gera tillögur um hvaða starfsemi fari fram í setrinu, leita til samstarfsaðila og gera drög að rekstrarlíkani. Auk áætlunar um mögulegan kostnað við hvern áfanga, bæði varðandi breytingar á húsnæði og uppbyggingu tækjabúnaðar. „Byggt verður á góðri reynslu af Vísindasmiðju Háskóla Íslands, sem hefur tekið á móti um 36 þúsund grunnskólanemum, auk hópa framhaldsskólanema og leikskólabarna frá því hún var opnuð í Háskólabíói í mars 2012,“ segir í fréttatilkynningu. „Reynsla síðustu 12 ára hefur sýnt að mikil þörf og áhugi er fyrir gagnvirku, lifandi vísindasetri,“ segir í viljayfirlýsingunni. Sena sagði upp leigusamningi sínum við Háskólabíó síðasta vor eftir 62 ára rekstur. Síðan þá hefur kvikmyndahúsið ekki verið starfrækt. Ekki liggur fyrir hvort hluti húsakynna kvikmyndahússins verði notuð undir fyrirhugað vísindasetur. „Mér finnst afar mikilvægt að efla aðstöðu fyrir börn og fjölskyldur þeirra þar sem hægt er að fræðast um undraheima vísindanna og njóta samveru. Erlendis sjáum við víða afar glæsileg vísindasöfn sem þjóna bæði almenningi og skólum borganna. Við settum okkur það markmið í upphafi kjörtímabilsins að stjórna borginni útfrá hagsmunum barna – og það að búa til framtíðarsýn fyrir vísindasetur er klárlega í þeim anda,“ er haft eftir Einari Þorsteinssyni borgarstjóra í fréttatilkynningunni. „Ég fagna samstarfi við Reykjavíkurborg um þetta mikilvæga verkefni. Við vinnum ötullega að því að efla áhuga á vísindum og erlendar fyrirmyndir hafa sýnt að verkefni eins og Vísindaheimar skipta þar miklu máli. Hér byggjum við á grunni öflugra samfélagsverkefna sem HÍ heldur úti og kemur að, þ.á m. Vísindasmiðjunnar, Háskóla unga fólksins, Vísindavefsins, LEGO-keppninnar og Nýsköpunarkeppni grunnskólanna. Við hlökkum til að vinna að því að gera öfluga Vísindaheima að veruleika,“ er haft eftir Jóni Atla Benediktssyni, rektor Háskóla Íslands.
Háskólar Vísindi Skóla- og menntamál Grunnskólar Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira