Í tilkynningu frá lögreglunni segir að verðmæti þýfisins sé metið á milljónir króna. Farið var fram á gæsluvarðhald vegna rannsóknar lögreglu á innbrotum og þjófnaði og var það samþykkt í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.
Maðurinn er á fimmtugsaldri og segir lögreglan að mikið af þýfi hans hafi fundist heima hjá honum.
Nú er unnið að því að koma þýfinu í réttar hendur og segir lögreglan að það muni taka einhvern tíma.