Juventus er áfram eina ósigraða lið ítölsku úrvalsdeildarinnar en liðið sótti AC Milan heim í stórleik helgarinnar. Leiknum lauk með markalausu jafntefli.
Gestir frá Tórínó voru líklegri til að setja mark en hvorugu liðinu tókst þó að brjóta ísinn í tíðindalitlum leik. Juventus er sannarlega enn ósigrað í deildinni en liðið hefur gert sjö jafntefli og situr í 5. sæti með 25 eftir 13 umferðir.
AC Milan kemur í humátt á eftir í 7. sætinu með 19 stig.