Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar 22. nóvember 2024 16:17 Núna þegar veturinn er genginn í garð, sumar og haustannir að baki, kosningar og aðventa framundan, leitar margt á hugann. Í orðræðu daganna hafa meðal annars komið fram hugmyndir um að þeir sem starfa sjálfstætt, sjá sér og sínum farborða og vinna samfélagi sínu, landi og þjóð gagn án þess að vera launþegar, ættu að greiða meiri gjöld, meiri skatt en nú er. Svo er þessum pælingum velt fram og aftur, menn leitast við að útskýra sig frá eða að hugmyndinni en korninu hefur verið sáð. Því fræi að rétt sé að hafa horn í síðu þeirra sem ekki fá greitt fyrir vinnu sínu frá ríki, bæ, fyrirtæki eða stofnun sem launþegar samkvæmt samningi heldur starfa sjálfstætt. Það heggur í líðan fólks að kasta því í það, jafnvel af þeim sem bjóða sig fram til trúnaðarstarfa, að þú sért ekki að skila þínu. Að þín staða sé á einhvern hátt sviksöm og nú skuli ganga að þér, þú skulir gjalda meira, já meira. Í sveitum landsins og byggðakjörnum smærri og stærri er verulegu hluti fólks sjálfsætt starfandi. Sjálfstætt fólk sem viðheldur byggð um landið, sinnir því og skapar verðmæti á margvíslegan hátt. Í raun má segja að allir íslenskir bændur séu sjálfsætt starfandi, ýmist á eigin kennitölu eða með eigin rekstrarfélög. Þannig er það líka á landsbyggðinni með alla þá fjölmörgu verktaka og þjónustuaðila sem vinna verkin í sveitum landsins og þorpum. Sigga verktaka sem kemur og keyrir skít, dreifir þar með lífrænum áburði á íslenska jörð öllum til hagsbóta, Möggu bókhaldara, Grím snjómokstursmann, Bjössa á dekkjaverkstæðinu í næsta þorpi, Gvend sauðfjárbónda og Svönu kúabónda, bara svona til dæmis. Hvar værum við íslensk þjóð ef kraftur, framtak og frelsi einstaklingsins væri heft til verka, framtaks og verðmætasköpunar? Það sést glöggt í sveitum landsins og á landsbyggðinni allri að, frelsi sjálfstæðra einstaklinga og fjölskyldna er það sem skilar bestu lífsgæðunum, framförum og farsæld. Höfnum þeim sem hafa horn í síðu sjálfstæðs fólks, veljum þá sem vilja virða sjálfsákvörðunarrétt okkar, vinna gegn hamlandi regluverki, eins hóflega skatta og mögulegt er og vilja byggja velferð, framfarir og lífsgæði okkar á blómstrandi og fjölbreyttu atvinnulífi. Þá sem vilja skapa heilbrigt og hvetjandi umhverfi svo kraftar, hugvit og vilji sjálfstæðra einstaklinga um land allt fái notið sín og nýtist samfélaginu okkar til góðs. Hvert atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum nýtist þér og mér. Höfundur er sálfræðingur og skipar 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Suðurkjördæmi Skattar og tollar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Göngum í takt Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Sjá meira
Núna þegar veturinn er genginn í garð, sumar og haustannir að baki, kosningar og aðventa framundan, leitar margt á hugann. Í orðræðu daganna hafa meðal annars komið fram hugmyndir um að þeir sem starfa sjálfstætt, sjá sér og sínum farborða og vinna samfélagi sínu, landi og þjóð gagn án þess að vera launþegar, ættu að greiða meiri gjöld, meiri skatt en nú er. Svo er þessum pælingum velt fram og aftur, menn leitast við að útskýra sig frá eða að hugmyndinni en korninu hefur verið sáð. Því fræi að rétt sé að hafa horn í síðu þeirra sem ekki fá greitt fyrir vinnu sínu frá ríki, bæ, fyrirtæki eða stofnun sem launþegar samkvæmt samningi heldur starfa sjálfstætt. Það heggur í líðan fólks að kasta því í það, jafnvel af þeim sem bjóða sig fram til trúnaðarstarfa, að þú sért ekki að skila þínu. Að þín staða sé á einhvern hátt sviksöm og nú skuli ganga að þér, þú skulir gjalda meira, já meira. Í sveitum landsins og byggðakjörnum smærri og stærri er verulegu hluti fólks sjálfsætt starfandi. Sjálfstætt fólk sem viðheldur byggð um landið, sinnir því og skapar verðmæti á margvíslegan hátt. Í raun má segja að allir íslenskir bændur séu sjálfsætt starfandi, ýmist á eigin kennitölu eða með eigin rekstrarfélög. Þannig er það líka á landsbyggðinni með alla þá fjölmörgu verktaka og þjónustuaðila sem vinna verkin í sveitum landsins og þorpum. Sigga verktaka sem kemur og keyrir skít, dreifir þar með lífrænum áburði á íslenska jörð öllum til hagsbóta, Möggu bókhaldara, Grím snjómokstursmann, Bjössa á dekkjaverkstæðinu í næsta þorpi, Gvend sauðfjárbónda og Svönu kúabónda, bara svona til dæmis. Hvar værum við íslensk þjóð ef kraftur, framtak og frelsi einstaklingsins væri heft til verka, framtaks og verðmætasköpunar? Það sést glöggt í sveitum landsins og á landsbyggðinni allri að, frelsi sjálfstæðra einstaklinga og fjölskyldna er það sem skilar bestu lífsgæðunum, framförum og farsæld. Höfnum þeim sem hafa horn í síðu sjálfstæðs fólks, veljum þá sem vilja virða sjálfsákvörðunarrétt okkar, vinna gegn hamlandi regluverki, eins hóflega skatta og mögulegt er og vilja byggja velferð, framfarir og lífsgæði okkar á blómstrandi og fjölbreyttu atvinnulífi. Þá sem vilja skapa heilbrigt og hvetjandi umhverfi svo kraftar, hugvit og vilji sjálfstæðra einstaklinga um land allt fái notið sín og nýtist samfélaginu okkar til góðs. Hvert atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum nýtist þér og mér. Höfundur er sálfræðingur og skipar 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar