Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 23. nóvember 2024 22:21 Kári Sævarsson, eigandi vörumerkjastofunnar Tvist segist marka ákveðna stefnubreytingu hjá Jaguar. vísir Nýtt lógó breska lúxusbílaframleiðandans Jaguar markar ákveðna stefnubreytingu hjá félaginu að sögn eiganda vörumerkjastofu. Merkið er umdeilt en með breytingunni séu vígtennurnar dregnar úr jagúarnum. Breytingin kemur fram í nýrri auglýsingu þar sem vægast sagt fer lítið fyrir bílum en farartækið vinsæla sést ekki einu sinni í auglýsingunni. Eigandi vörumerkjastofunnar Tvist segir of snemmt að dæma um hvort vel hafi tekist til. Grafískir hönnuðir séu vissulega ósáttir en eitt er víst, fólki sé illa við breytingar. „Þetta virkar dálítið groddalegt, mögulega eru hönnuðir búnir að horfa of mikið í tískustrauma og það sem búið er að vera í gangi á undanförnum árum. Það sem við höfum verið að sjá í tískugeiranum er að lógó eru mörg að fletjast út og mörg tískuhús sem höfðu áður einkennandi lógó eru í dag orðin öll eins,“ segir Kári Sævarsson, eigandi vörumerkjastofunnar Tvist. Hér eru dæmi um rótgróin vörumerki sem hafa tekið breytingum í þá átt sem Kári vísar til.tvist Töluverð umræða er um breytinguna á samfélagsmiðlinum X þar sem flestir velta því fyrir sér hvort bílaframleiðandinn selji enn bíla eftir breytinguna. Kári segir um vissa stefnubreytingu að ræða. „Við getum orðað það þannig að þetta sé evrópskt bílavörumerki að leita að nýjum markhópi af því að þeir eru búnir að mýkja ímyndina töluvert með þessu, draga vígtennurnar svolítið úr jagúarnum. Og eru að breyta sjónarhorninu á vörumerkið frá því að snúast um bíla, krafta, karlmennsku og árásargirni og yfir í að vera ákveðin tíska og fjölbreytni.“ Af viðbrögðum að dæma sá ákveðið stríð milli tveggja hópa. „Það má segja að þeir hafi lent í ákveðinni víglínu í þessu woke, antiwoke stríði og þá sjáum við að varðmenn gömlu gildana ætla heldur betur að láta þá finna fyrir því.“ Auglýsinga- og markaðsmál Bílar Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Viðskipti innlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Sjá meira
Breytingin kemur fram í nýrri auglýsingu þar sem vægast sagt fer lítið fyrir bílum en farartækið vinsæla sést ekki einu sinni í auglýsingunni. Eigandi vörumerkjastofunnar Tvist segir of snemmt að dæma um hvort vel hafi tekist til. Grafískir hönnuðir séu vissulega ósáttir en eitt er víst, fólki sé illa við breytingar. „Þetta virkar dálítið groddalegt, mögulega eru hönnuðir búnir að horfa of mikið í tískustrauma og það sem búið er að vera í gangi á undanförnum árum. Það sem við höfum verið að sjá í tískugeiranum er að lógó eru mörg að fletjast út og mörg tískuhús sem höfðu áður einkennandi lógó eru í dag orðin öll eins,“ segir Kári Sævarsson, eigandi vörumerkjastofunnar Tvist. Hér eru dæmi um rótgróin vörumerki sem hafa tekið breytingum í þá átt sem Kári vísar til.tvist Töluverð umræða er um breytinguna á samfélagsmiðlinum X þar sem flestir velta því fyrir sér hvort bílaframleiðandinn selji enn bíla eftir breytinguna. Kári segir um vissa stefnubreytingu að ræða. „Við getum orðað það þannig að þetta sé evrópskt bílavörumerki að leita að nýjum markhópi af því að þeir eru búnir að mýkja ímyndina töluvert með þessu, draga vígtennurnar svolítið úr jagúarnum. Og eru að breyta sjónarhorninu á vörumerkið frá því að snúast um bíla, krafta, karlmennsku og árásargirni og yfir í að vera ákveðin tíska og fjölbreytni.“ Af viðbrögðum að dæma sá ákveðið stríð milli tveggja hópa. „Það má segja að þeir hafi lent í ákveðinni víglínu í þessu woke, antiwoke stríði og þá sjáum við að varðmenn gömlu gildana ætla heldur betur að láta þá finna fyrir því.“
Auglýsinga- og markaðsmál Bílar Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Viðskipti innlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Sjá meira