„Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. nóvember 2024 22:24 Craig Pedersen fór ekki í felur með það að hann sakni Martins Hermannssonar. vísir / anton brink „Ég var ánægður með að hafa barist til baka í seinni hálfleik, sá kafli var mjög góður en við höfðum grafið okkur of djúpa holu á þeim tímapunkti,“ sagði landsliðsþjálfarinn Craig Pedersen eftir 71-95 tap Íslands gegn Ítalíu í Laugardalshöll. „Við gerðum margt jákvætt í leiknum og sköpuðum fín skotfæri, sum þeirra duttu ekki og stundum tókum við ekki skot sem við eigum að taka, en svona er þetta. Við gerðum margt vel en Ítalía var bara mun betri í dag,“ hélt hann svo áfram. Ísland byrjaði með bæði Hauk Helga Pálsson og Tryggva Hlinason inni á vellinum, fyrstu fimm mínúturnar. Þá náðist 12-8 forysta áður en Haukur var tekinn út af. Hann kom vissulega inn á fyrir Tryggva í fyrri hálfleik, en þeir tveir spiluðu ekki aftur saman fyrr en í seinni hálfleik. Þá náði Ísland frábæru áhlaupi og hleypti spennu í leikinn. Hvers vegna voru þeir tveir ekki oftar saman á gólfinu? „Hann þreytist og þarf hvíld. Við tókum hann út og hann kom svo inn fyrir Tryggva. Við þurfum að gefa leikmönnum hvíld, þeir geta ekki spilað allan leikinn. En Haukur var mjög mikilvægur varnarlega í dag og átti stóran þátt í áhlaupinu sem við náðum í upphafi seinni hálfleiks.“ Lokuðu betur á Tryggva en síðast Fyrir tveimur árum vann Ísland gegn Ítalíu í tvíframlengdum leik í Ólafssal. Grant Basile var ekki með þá en spilaði stórt hlutverk fyrir Ítalíu í kvöld. Stór maður sem teygði vel á gólfinu og gerði Tryggva Hlynasyni lífið leitt. „Hann er frábær leikmaður og skorar mikið með sínu félagsliði, við vissum að hann ætti þetta inni. Þessi leikur fyrir tveimur árum var allt öðruvísi, þá fékk Tryggvi töluvert pláss en það var tekið af honum í dag. Þeir lokuðu vel á hann í dag,“ Martin ekki með Auk þess var Martin Hermannsson ekki með íslenska liðinu, hann er frá vegna meiðsla. Hans var sárt saknað í kvöld. „Mjög mikið. Martin er leikmaður, líkt og Elvar, sem getur skapað sitt eigið skot, skapað fyrir aðra, og skorað boltanum að vild. Þegar við missum Martin hefur Elvar miklu meira að gera. Martin er frábær leiðtogi og spilar á hæsta getustigi í Evrópu. Hann kann að lesa leikinn og auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns, eina leikmannsins sem spilar á þessu getustigi, auðvitað söknum við hans mikið. Við erum ekki með hátt í tíu EuroLeague leikmenn eins og Ítalía. Við söknum hans mikið og vonandi verður hann klár í febrúar.“ Martin Hermannsson er leikmaður Alba Berlin og lykilmaður í íslenska landsliðinu.vísir / anton brink Sterkara ítalskt lið sem spilar á mánudag Ítalía býr yfir ógnarsterkum hópi eins og Craig segir en skildi alla leikmenn liðsins sem spila með liðum í EuroLeague eftir heima. Þeir verða með í næsta leik á mánudaginn og það má því gera ráð fyrir töluvert erfiðara verkefni. „Já, það held ég. Ég vona að við getum skapað sömu skotfæri og við gerðum í dag, en verðum þá auðvitað að hitta ef við ætlum að halda í við þetta sterka lið. Við gerðum það ekki í dag en kannski náum við nokkum skotum í upphafi leiks á mánudaginn sem gefa okkur sjálfstraust og gera okkur kleift að berjast um sigurinn,“ sagði Craig um næsta leik Íslands og Ítalíu. Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Sport Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Fleiri fréttir Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Sjá meira
„Við gerðum margt jákvætt í leiknum og sköpuðum fín skotfæri, sum þeirra duttu ekki og stundum tókum við ekki skot sem við eigum að taka, en svona er þetta. Við gerðum margt vel en Ítalía var bara mun betri í dag,“ hélt hann svo áfram. Ísland byrjaði með bæði Hauk Helga Pálsson og Tryggva Hlinason inni á vellinum, fyrstu fimm mínúturnar. Þá náðist 12-8 forysta áður en Haukur var tekinn út af. Hann kom vissulega inn á fyrir Tryggva í fyrri hálfleik, en þeir tveir spiluðu ekki aftur saman fyrr en í seinni hálfleik. Þá náði Ísland frábæru áhlaupi og hleypti spennu í leikinn. Hvers vegna voru þeir tveir ekki oftar saman á gólfinu? „Hann þreytist og þarf hvíld. Við tókum hann út og hann kom svo inn fyrir Tryggva. Við þurfum að gefa leikmönnum hvíld, þeir geta ekki spilað allan leikinn. En Haukur var mjög mikilvægur varnarlega í dag og átti stóran þátt í áhlaupinu sem við náðum í upphafi seinni hálfleiks.“ Lokuðu betur á Tryggva en síðast Fyrir tveimur árum vann Ísland gegn Ítalíu í tvíframlengdum leik í Ólafssal. Grant Basile var ekki með þá en spilaði stórt hlutverk fyrir Ítalíu í kvöld. Stór maður sem teygði vel á gólfinu og gerði Tryggva Hlynasyni lífið leitt. „Hann er frábær leikmaður og skorar mikið með sínu félagsliði, við vissum að hann ætti þetta inni. Þessi leikur fyrir tveimur árum var allt öðruvísi, þá fékk Tryggvi töluvert pláss en það var tekið af honum í dag. Þeir lokuðu vel á hann í dag,“ Martin ekki með Auk þess var Martin Hermannsson ekki með íslenska liðinu, hann er frá vegna meiðsla. Hans var sárt saknað í kvöld. „Mjög mikið. Martin er leikmaður, líkt og Elvar, sem getur skapað sitt eigið skot, skapað fyrir aðra, og skorað boltanum að vild. Þegar við missum Martin hefur Elvar miklu meira að gera. Martin er frábær leiðtogi og spilar á hæsta getustigi í Evrópu. Hann kann að lesa leikinn og auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns, eina leikmannsins sem spilar á þessu getustigi, auðvitað söknum við hans mikið. Við erum ekki með hátt í tíu EuroLeague leikmenn eins og Ítalía. Við söknum hans mikið og vonandi verður hann klár í febrúar.“ Martin Hermannsson er leikmaður Alba Berlin og lykilmaður í íslenska landsliðinu.vísir / anton brink Sterkara ítalskt lið sem spilar á mánudag Ítalía býr yfir ógnarsterkum hópi eins og Craig segir en skildi alla leikmenn liðsins sem spila með liðum í EuroLeague eftir heima. Þeir verða með í næsta leik á mánudaginn og það má því gera ráð fyrir töluvert erfiðara verkefni. „Já, það held ég. Ég vona að við getum skapað sömu skotfæri og við gerðum í dag, en verðum þá auðvitað að hitta ef við ætlum að halda í við þetta sterka lið. Við gerðum það ekki í dag en kannski náum við nokkum skotum í upphafi leiks á mánudaginn sem gefa okkur sjálfstraust og gera okkur kleift að berjast um sigurinn,“ sagði Craig um næsta leik Íslands og Ítalíu.
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Sport Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Fleiri fréttir Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Sjá meira