Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar 23. nóvember 2024 10:17 Ein af sérstöðum Íslands er gnægð náttúruauðlinda sem hægt er að nýta til framleiðslu endurnýjanlegar orku- eitthvað sem margar þjóðir öfunda okkur af. Við höfum jarðhita, vatnsorku og vindorku sem við gætum nýtt í mun meiri mæli en gert er í dag. Það er ákaflega mikilvægt er að tryggja orkuöryggi bæði almennings og atvinnugreina með því að auka framboð af endurnýjanlegri orku. Ísland er leiðandi á heimsvísu í nýtingu jarðhita í hitaveitur og í rafmagnsframleiðslu, þróun sem hófst á fyrri hluta 20. aldarinar fyrir tilstilli stuðnings yfirvalda til þróunar og rannsókna á jarðhita. Fyrir vikið skapaði Ísland sér sérstöðu í alþjóðasamfélaginu með með brautryðjandastarfi í nýtingu jarðhita, meðan flestar þjóðir notuðu (og margar nota enn) mengandi eða óendurnýjanlega orkugjafa. Á undanförnum árum hefur staðan hinsvegar breyst, þar sem mikil framþróun hefur átt sér stað í nýtingu jarðvarma erlendis. Á meginlandi Evrópu hefur áhugi aukist á að nýta lághitasvæði til húshitunar, í matvælaframleiðslu, og þróun á varmageymslum neðanjarðar. Á Vestfjörðum, Norðvesturlandi og Austurlandi er að finna mjög sambærileg lághitasvæði og fyrirfinnast á meginlandi Evrópu, þar sem hægt væri að nýta jarðvarma fyrir hitaveitukerfi, og þar með auka orkuöryggi og atvinnumöguleika íbúðabyggða þar. Ísland þarf því að leggja aukna áherslu á rannsóknir og þróun á jarðhita á meira krefjandi svæðum Íslands til að halda leiðandi stöðu í nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa. Íslendingar hafa skapað mikil verðmæti með nýsköpun í jarðhita geiranum og í sjávarútvegi. Það er mikilvægt að við höldum áfram að styrkja nýsköpun og þróun í þessum geirum, bæði til að nýta á Íslandi og til að flytja út þekkingu og þar með auka útflutningstekjur. Alþjóðlegt samstarf í rannsóknum og þróun endurnýjanlegrar orku er einnig afar mikilvægt. Það gerir kleift að deila þekkingu og reynslu, taka þátt í alþjóðlegum verkefnum, hafa aðgang að alþjóðlegum styrkjum, og hafa áhrif á evrópska stefnu í orkumálum. Ísland er aðili að Strategic Energy Technology (SET) Plan Evrópusambandsins, Geothermal Implementation Working Group, og GEOTHERMICA Initiative, og hefur í gegnum þessa vettvanga haft aðgang að fjölda verkefna og styrkja. Með því að leggja aukna áherslu á þróun, nýsköpun og alþjóðlegt samstarf getum við ekki aðeins styrkt innviði okkar heldur einnig stuðlað að sjálfbærri þróun á heimsvísu. Ísland hefur einstakt tækifæri til að vera leiðandi í orkumálum og við eigum að nýta það tækifæri til að skapa sjálfbæra framtíð, bæði fyrir okkur sjálf og komandi kynslóðir. Höfundur er í 6. sæti á lista Viðreisnar í suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Suðvesturkjördæmi Orkumál Orkuskipti Mest lesið Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Skoðun Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Sjá meira
Ein af sérstöðum Íslands er gnægð náttúruauðlinda sem hægt er að nýta til framleiðslu endurnýjanlegar orku- eitthvað sem margar þjóðir öfunda okkur af. Við höfum jarðhita, vatnsorku og vindorku sem við gætum nýtt í mun meiri mæli en gert er í dag. Það er ákaflega mikilvægt er að tryggja orkuöryggi bæði almennings og atvinnugreina með því að auka framboð af endurnýjanlegri orku. Ísland er leiðandi á heimsvísu í nýtingu jarðhita í hitaveitur og í rafmagnsframleiðslu, þróun sem hófst á fyrri hluta 20. aldarinar fyrir tilstilli stuðnings yfirvalda til þróunar og rannsókna á jarðhita. Fyrir vikið skapaði Ísland sér sérstöðu í alþjóðasamfélaginu með með brautryðjandastarfi í nýtingu jarðhita, meðan flestar þjóðir notuðu (og margar nota enn) mengandi eða óendurnýjanlega orkugjafa. Á undanförnum árum hefur staðan hinsvegar breyst, þar sem mikil framþróun hefur átt sér stað í nýtingu jarðvarma erlendis. Á meginlandi Evrópu hefur áhugi aukist á að nýta lághitasvæði til húshitunar, í matvælaframleiðslu, og þróun á varmageymslum neðanjarðar. Á Vestfjörðum, Norðvesturlandi og Austurlandi er að finna mjög sambærileg lághitasvæði og fyrirfinnast á meginlandi Evrópu, þar sem hægt væri að nýta jarðvarma fyrir hitaveitukerfi, og þar með auka orkuöryggi og atvinnumöguleika íbúðabyggða þar. Ísland þarf því að leggja aukna áherslu á rannsóknir og þróun á jarðhita á meira krefjandi svæðum Íslands til að halda leiðandi stöðu í nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa. Íslendingar hafa skapað mikil verðmæti með nýsköpun í jarðhita geiranum og í sjávarútvegi. Það er mikilvægt að við höldum áfram að styrkja nýsköpun og þróun í þessum geirum, bæði til að nýta á Íslandi og til að flytja út þekkingu og þar með auka útflutningstekjur. Alþjóðlegt samstarf í rannsóknum og þróun endurnýjanlegrar orku er einnig afar mikilvægt. Það gerir kleift að deila þekkingu og reynslu, taka þátt í alþjóðlegum verkefnum, hafa aðgang að alþjóðlegum styrkjum, og hafa áhrif á evrópska stefnu í orkumálum. Ísland er aðili að Strategic Energy Technology (SET) Plan Evrópusambandsins, Geothermal Implementation Working Group, og GEOTHERMICA Initiative, og hefur í gegnum þessa vettvanga haft aðgang að fjölda verkefna og styrkja. Með því að leggja aukna áherslu á þróun, nýsköpun og alþjóðlegt samstarf getum við ekki aðeins styrkt innviði okkar heldur einnig stuðlað að sjálfbærri þróun á heimsvísu. Ísland hefur einstakt tækifæri til að vera leiðandi í orkumálum og við eigum að nýta það tækifæri til að skapa sjálfbæra framtíð, bæði fyrir okkur sjálf og komandi kynslóðir. Höfundur er í 6. sæti á lista Viðreisnar í suðvesturkjördæmi.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun