Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar 23. nóvember 2024 19:32 Jæja. Búið að tilkynna að leikskóli sonar míns fari í ótímabundið verkfall 10. desember. Fyrstu viðbrögð: 🔸️Svolítið panikk 🔸️Hræðsla við að þurfa að verða launalaus í ákveðinn tíma, eða réttara sagt, ótímabundið, sem er mjög hræðilegt 🔸️Reiði við sveitarfélögin fyrir aðgerðarleysi þeirra 🔸️Pælingar um hvort eða hvernig ég geti reddað pössun svo ég geti unnið og haldið heimilinu á floti 🔸️Hræðsla við það hvernig nemendur mínir muni taka þessu verkfalli og þá fjarveru minni þar sem ég veit hvað það hefur mikil áhrif á þau ef ég er veik í nokkra daga, hvað þá ef ég verð frá vinnu ótímabundið, ég er nefnilega sjálf starfandi sem grunnskólakennari 🔸️Reiði við ríkisstjórnina sem lætur eins og þetta skipti þau engu máli! Það sem kom ekki: ⭕️ Reiði við KÍ ⭕️ Reiði við leikskólakennara barnsins míns sem samþykktu að fara í verkfall ⭕️Hneykslun á að verkfallið sé ótímabundið Ég hef fullan skilning á þessum aðgerðum. Það væri fullkomin hræsni af mér að verða brjáluð út í skólann, KÍ eða kennarana. Þessar aðgerðir eru engan veginn það sem kennarar vilja standa í. Þetta er ill nauðsyn og ég styð þessar aðgerðir heilshugar. Hinsvegar myndi ég varla vilja vera sveitarstjórnarmaður eða -kona á Akureyri núna. Ég get nefnilega verið óþreytandi þegar ég þarf að berjast fyrir því sem ég trúi á. Daginn sem leikskóli barnsins míns fer í verkfall mun ég mæta niður í ráðhús hérna á Akureyri og heimta að sveitarfélagið ræði við mig og vonandi fleiri foreldra sem lenda í sömu aðstæðum. Ég mun láta heyra í mér endalaust þangað til og þar á eftir og gera það sem ég get til að pressa á AÐ ÞAÐ VERÐI STAÐIÐ VIÐ GEFIN LOFORÐ, UNDIRRITUÐ AF STARFANDI RÍKISSTJÓRN ÁRIÐ 2016, OG ÉG VIL FÁ LAUNALEIÐRÉTTINGU FYRIR ALLA SEM STARFA HJÁ KÍ. Í rauninni væri réttast að fá launaleiðréttingu, afturkræft til 2017, því þá var þeim helmingi samkomulagsins sem hentaði sveitarfélögunum komið í gagnið. Kennarar hafa því orðið af launaleiðréttingunni síðan 2017! Ég er brjáluð... en út í þá sem eiga það skilið, viðsemjendur kennara, því þeir eiga að standa við undirritaða samninga og gera það STRAX! Nú er bara að vona að það verði samið sem allra allra fyrst, það er nefnilega hægt að leysa þetta mál á morgun ef vilji væri fyrir hendi hjá SÍS og ríkinu. En þeir halda áfram að fela sig á bakvið fjölmiðla sem virðast einungis sýna einhliða fréttir sem eru gerðar til að æsa fólk upp á móti kennurum á meðan viðsemjendur kennara halda sig í skuggunum. Skilum skömminni þangað sem hún á heima, hjá þeim sem standa ekki við gefin loforð og samninga. Skömmin er ekki kennara fyrir að vilja fá það sem þeim var lofað, fyrir 8 árum síðan. Semjið strax við kennara! Áfram kennarar! Höfundur er grunnskólakennari á Akureyri og móðir leikskólabarns Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Sjá meira
Jæja. Búið að tilkynna að leikskóli sonar míns fari í ótímabundið verkfall 10. desember. Fyrstu viðbrögð: 🔸️Svolítið panikk 🔸️Hræðsla við að þurfa að verða launalaus í ákveðinn tíma, eða réttara sagt, ótímabundið, sem er mjög hræðilegt 🔸️Reiði við sveitarfélögin fyrir aðgerðarleysi þeirra 🔸️Pælingar um hvort eða hvernig ég geti reddað pössun svo ég geti unnið og haldið heimilinu á floti 🔸️Hræðsla við það hvernig nemendur mínir muni taka þessu verkfalli og þá fjarveru minni þar sem ég veit hvað það hefur mikil áhrif á þau ef ég er veik í nokkra daga, hvað þá ef ég verð frá vinnu ótímabundið, ég er nefnilega sjálf starfandi sem grunnskólakennari 🔸️Reiði við ríkisstjórnina sem lætur eins og þetta skipti þau engu máli! Það sem kom ekki: ⭕️ Reiði við KÍ ⭕️ Reiði við leikskólakennara barnsins míns sem samþykktu að fara í verkfall ⭕️Hneykslun á að verkfallið sé ótímabundið Ég hef fullan skilning á þessum aðgerðum. Það væri fullkomin hræsni af mér að verða brjáluð út í skólann, KÍ eða kennarana. Þessar aðgerðir eru engan veginn það sem kennarar vilja standa í. Þetta er ill nauðsyn og ég styð þessar aðgerðir heilshugar. Hinsvegar myndi ég varla vilja vera sveitarstjórnarmaður eða -kona á Akureyri núna. Ég get nefnilega verið óþreytandi þegar ég þarf að berjast fyrir því sem ég trúi á. Daginn sem leikskóli barnsins míns fer í verkfall mun ég mæta niður í ráðhús hérna á Akureyri og heimta að sveitarfélagið ræði við mig og vonandi fleiri foreldra sem lenda í sömu aðstæðum. Ég mun láta heyra í mér endalaust þangað til og þar á eftir og gera það sem ég get til að pressa á AÐ ÞAÐ VERÐI STAÐIÐ VIÐ GEFIN LOFORÐ, UNDIRRITUÐ AF STARFANDI RÍKISSTJÓRN ÁRIÐ 2016, OG ÉG VIL FÁ LAUNALEIÐRÉTTINGU FYRIR ALLA SEM STARFA HJÁ KÍ. Í rauninni væri réttast að fá launaleiðréttingu, afturkræft til 2017, því þá var þeim helmingi samkomulagsins sem hentaði sveitarfélögunum komið í gagnið. Kennarar hafa því orðið af launaleiðréttingunni síðan 2017! Ég er brjáluð... en út í þá sem eiga það skilið, viðsemjendur kennara, því þeir eiga að standa við undirritaða samninga og gera það STRAX! Nú er bara að vona að það verði samið sem allra allra fyrst, það er nefnilega hægt að leysa þetta mál á morgun ef vilji væri fyrir hendi hjá SÍS og ríkinu. En þeir halda áfram að fela sig á bakvið fjölmiðla sem virðast einungis sýna einhliða fréttir sem eru gerðar til að æsa fólk upp á móti kennurum á meðan viðsemjendur kennara halda sig í skuggunum. Skilum skömminni þangað sem hún á heima, hjá þeim sem standa ekki við gefin loforð og samninga. Skömmin er ekki kennara fyrir að vilja fá það sem þeim var lofað, fyrir 8 árum síðan. Semjið strax við kennara! Áfram kennarar! Höfundur er grunnskólakennari á Akureyri og móðir leikskólabarns
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun