Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Lovísa Arnardóttir skrifar 25. nóvember 2024 13:04 Dýraverndunarsinninn Jane Goodall biður forseta og forsætisráðherra að beita sér fyrir því að hvalveiðar verði stöðvaðar á Íslandi. Vísir/Vilhelm og EPA Jane Goodall, stofnandi Jane Goodall Institute og sérstakur sendiherra Sameinuðu þjóðanna fyrir friði, hvetur forsætisráðherra, Bjarna Benediktsson, og forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur, til að beita sér gegn hvalveiðum. Það gerir Goodall í aðsendri grein á Vísi í dag. „Ég hef komið til Íslands og var heilluð af fegurð landsins. Þess vegna hryggir mig að heyra frá fjölda fólks sem segist aldrei ætla að heimsækja Ísland vegna hvalveiða. Þau svipta sig þannig að sjá fegurð landsins og ríkið verður af tekjum. Ég vil bæta því við að hvalaskoðun er vaxandi aðdráttarafl fyrir ferðamenn og getur einnig fært ríkinu umtalsverðar tekjur,“ segir hún í grein sinni og hvetur svo stjórnvöld landsins að nýta stöðu sína til að stöðva hvalveiðar. Goodall segir í grein sinni að hún hafi helgað líf sitt dýravernd, og þá sérstaklega velferð villtra dýra. Hún hafi merkt miklar breytingar á viðhorfi manna til dýra á þessu tímabili. „Árið 1960, þegar ég hóf rannsóknir mínar á simpönsum, trúðu margir vísindamenn, eða sögðust trúa því, að dýr gætu hvorki fundið til né upplifað tilfinningar og að hegðun þeirra væri eingöngu stjórnað af eðlishvöt. Mér var sagt að ég gæti ekki talað um persónuleika, greind eða tilfinningar simpansa, þar sem það væru séreiginleikar manna,“ segir Goodall. Margar tegundir hugsandi og tilfinningaríkar Vísindasamfélagi hafi svo smám saman viðurkennt að mennirnir eru ekki aðskildir frá dýraríkinu. „Vísindamenn, stefnumótandi aðilar og almenningur viðurkenna nú að margar tegundir eru hugsandi og tilfinningaríkar verur – þær eru vitsmunaverur og skyni gæddar verur. Þetta hefur að sjálfsögðu vakið upp margar siðferðilegar spurningar um meðferð okkar á dýrum, þar á meðal við veiðar á hvölum. Rannsóknir í áraraðir hafa staðfest að hvalir eru með stóra heila, mjög greind og félagsleg spendýr með flókin samskiptakerfi, þar á meðal ná þeir að eiga samskipti yfir langar vegalengdir. Þeir mynda einstaka menningu og sterk tengsl milli fjölskyldumeðlima og annarra einstaklinga í hópum sínum. Hefur ennfremur hver hvalahópur sína eigin menningu,“ segir Goodall. Þá bendir hún á að hvalir gegni lykilhlutverki í að viðhalda heilbrigðu vistkerfi sjávar. „Þegar hvalir eru veiddir eru þeir drepnir með því að skjóta í þá skutli með oddi sem springur við innkomu í hvalinn. Þetta tryggir alls ekki skjótan dauða, og margir sem drepast ekki samstundis þjást og eiga langan og kvalafullan dauðdaga. Í dag leyfa aðeins fá ríki hvalveiðar og almenningsálitið hefur breyst verulega eftir því sem vitundin um grimmd þessarar veiðiaðferðar eykst. Þetta á einnig við um, eins og þið vitið, mörg í ykkar landi,“ segir Goodall og hvetur Bjarna og Höllu til að beita sér gegn þessum veiðum. Hvalir Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Forseti Íslands Tengdar fréttir Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Kæri forseti Halla Tómasdóttir, kæri forsætisráðherra Bjarni Benediktsson, Ég heiti Jane Goodall, og ég hef helgað lífi mínu vernd og velferð villtra dýra. Og reyndar líka þeirra sem lifa í haldi manna, en sérstaklega villtra simpansa, og nú nýlega einnig fíla, mauraæta, höfrunga og hvala. 25. nóvember 2024 11:42 Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Óheppilegt var að koma Jóni Gunnarssyni fyrir í matvælaráðuneytinu að mati Gísla Freys Valdórssonar, stjórnanda hlaðvarpsins Þjóðmála. Þetta kom fram í Pallborðinu á Vísi í gær. 19. nóvember 2024 15:00 Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Þrjú fyrirtæki hafa sótt um halveiðileyfi til viðbótar við Hval hf. Öll þrjú sóttu um leyfi til veiða á hrefnu en ekki liggur fyrir hvenær umsóknirnar verða afgreiddar. Eigandi eins fyrirtækisins segir sjómenn á Vestfjörðum hafa orðið vara við breytingar á lífríkinu vegna ofgnóttar af hrefnu. 18. nóvember 2024 12:02 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
„Ég hef komið til Íslands og var heilluð af fegurð landsins. Þess vegna hryggir mig að heyra frá fjölda fólks sem segist aldrei ætla að heimsækja Ísland vegna hvalveiða. Þau svipta sig þannig að sjá fegurð landsins og ríkið verður af tekjum. Ég vil bæta því við að hvalaskoðun er vaxandi aðdráttarafl fyrir ferðamenn og getur einnig fært ríkinu umtalsverðar tekjur,“ segir hún í grein sinni og hvetur svo stjórnvöld landsins að nýta stöðu sína til að stöðva hvalveiðar. Goodall segir í grein sinni að hún hafi helgað líf sitt dýravernd, og þá sérstaklega velferð villtra dýra. Hún hafi merkt miklar breytingar á viðhorfi manna til dýra á þessu tímabili. „Árið 1960, þegar ég hóf rannsóknir mínar á simpönsum, trúðu margir vísindamenn, eða sögðust trúa því, að dýr gætu hvorki fundið til né upplifað tilfinningar og að hegðun þeirra væri eingöngu stjórnað af eðlishvöt. Mér var sagt að ég gæti ekki talað um persónuleika, greind eða tilfinningar simpansa, þar sem það væru séreiginleikar manna,“ segir Goodall. Margar tegundir hugsandi og tilfinningaríkar Vísindasamfélagi hafi svo smám saman viðurkennt að mennirnir eru ekki aðskildir frá dýraríkinu. „Vísindamenn, stefnumótandi aðilar og almenningur viðurkenna nú að margar tegundir eru hugsandi og tilfinningaríkar verur – þær eru vitsmunaverur og skyni gæddar verur. Þetta hefur að sjálfsögðu vakið upp margar siðferðilegar spurningar um meðferð okkar á dýrum, þar á meðal við veiðar á hvölum. Rannsóknir í áraraðir hafa staðfest að hvalir eru með stóra heila, mjög greind og félagsleg spendýr með flókin samskiptakerfi, þar á meðal ná þeir að eiga samskipti yfir langar vegalengdir. Þeir mynda einstaka menningu og sterk tengsl milli fjölskyldumeðlima og annarra einstaklinga í hópum sínum. Hefur ennfremur hver hvalahópur sína eigin menningu,“ segir Goodall. Þá bendir hún á að hvalir gegni lykilhlutverki í að viðhalda heilbrigðu vistkerfi sjávar. „Þegar hvalir eru veiddir eru þeir drepnir með því að skjóta í þá skutli með oddi sem springur við innkomu í hvalinn. Þetta tryggir alls ekki skjótan dauða, og margir sem drepast ekki samstundis þjást og eiga langan og kvalafullan dauðdaga. Í dag leyfa aðeins fá ríki hvalveiðar og almenningsálitið hefur breyst verulega eftir því sem vitundin um grimmd þessarar veiðiaðferðar eykst. Þetta á einnig við um, eins og þið vitið, mörg í ykkar landi,“ segir Goodall og hvetur Bjarna og Höllu til að beita sér gegn þessum veiðum.
Hvalir Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Forseti Íslands Tengdar fréttir Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Kæri forseti Halla Tómasdóttir, kæri forsætisráðherra Bjarni Benediktsson, Ég heiti Jane Goodall, og ég hef helgað lífi mínu vernd og velferð villtra dýra. Og reyndar líka þeirra sem lifa í haldi manna, en sérstaklega villtra simpansa, og nú nýlega einnig fíla, mauraæta, höfrunga og hvala. 25. nóvember 2024 11:42 Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Óheppilegt var að koma Jóni Gunnarssyni fyrir í matvælaráðuneytinu að mati Gísla Freys Valdórssonar, stjórnanda hlaðvarpsins Þjóðmála. Þetta kom fram í Pallborðinu á Vísi í gær. 19. nóvember 2024 15:00 Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Þrjú fyrirtæki hafa sótt um halveiðileyfi til viðbótar við Hval hf. Öll þrjú sóttu um leyfi til veiða á hrefnu en ekki liggur fyrir hvenær umsóknirnar verða afgreiddar. Eigandi eins fyrirtækisins segir sjómenn á Vestfjörðum hafa orðið vara við breytingar á lífríkinu vegna ofgnóttar af hrefnu. 18. nóvember 2024 12:02 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Kæri forseti Halla Tómasdóttir, kæri forsætisráðherra Bjarni Benediktsson, Ég heiti Jane Goodall, og ég hef helgað lífi mínu vernd og velferð villtra dýra. Og reyndar líka þeirra sem lifa í haldi manna, en sérstaklega villtra simpansa, og nú nýlega einnig fíla, mauraæta, höfrunga og hvala. 25. nóvember 2024 11:42
Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Óheppilegt var að koma Jóni Gunnarssyni fyrir í matvælaráðuneytinu að mati Gísla Freys Valdórssonar, stjórnanda hlaðvarpsins Þjóðmála. Þetta kom fram í Pallborðinu á Vísi í gær. 19. nóvember 2024 15:00
Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Þrjú fyrirtæki hafa sótt um halveiðileyfi til viðbótar við Hval hf. Öll þrjú sóttu um leyfi til veiða á hrefnu en ekki liggur fyrir hvenær umsóknirnar verða afgreiddar. Eigandi eins fyrirtækisins segir sjómenn á Vestfjörðum hafa orðið vara við breytingar á lífríkinu vegna ofgnóttar af hrefnu. 18. nóvember 2024 12:02