Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 25. nóvember 2024 15:31 Viðbrögð við hugmyndum um að skattleggja inngreiðslur í lífeyrissjóði eru kostulegar, en koma auðvitað ekki á óvart. Það má auðvitað ekki tala um lífeyrissjóðina í þessum kosningum, þeir eru heilagir, eins og alltaf. Þorsteinn Sæmundsson, frambjóðandi fyrir Miðflokkinn, telur þessa hugmynd aðför að hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða. Hann heldur því einnig fram að ávöxtunarkrafan, ein og sér, muni tryggja framtíðar kynslóðum þau réttindi sem þeim er lofað. Eldra fólkið Fyrsta staðreyndarvillan hjá Þorsteini er að halda því fram að þessi leið hafi áhrif á kjör eldra fólks. Fólks sem er nú þegar komið á lífeyri. Hið rétta er að skattlagning iðgjalda í dag hefur engin áhrif á kjör þeirra sem nú þegar taka út lífeyri. Og þau sem eru að fara á lífeyri næstu árin fengju þann hluta sem skattlaggður er, skattfrjálsan. Það eru aðeins skattskyldar tekjur sem skerða lífeyri og hefur skattfrjáls lífeyrir ekki áhrif til skerðingar í núverandi kerfi. Þetta ætti hann að vita ef hann hefði grundvallarskilning á virkni íslenska lífeyrissjóðakerfisins. Best í heimi Okkur er kennt að íslenska lífeyrissjóðakerfið sé það besta í heimi, eins og svo margt annað á Íslandi, og að ekki undir neinum kringumstæðum megi hrófla við kerfinu eða hugmyndafræðinni í kringum það. Þessar möntrur eru kenndar í stjórnmálahreyfingum og háskólum landsins. Hagtölur sýna að íslenska lífeyrissjóðakerfið er með því sterkasta í öllum samanburði, út frá hagtölum og stærð, engu öðru. En er þetta gott kerfi? Er þetta virkilega besta kerfi í heimi? Ég efast stórlega um að vitnisburður þeirra sem nú taka út lífeyri í dag séu því sammála. En í könnun sem ég lét gera á sínum tíma kom fram að aðeins 17,8% landsmanna bera traust til lífeyrissjóðanna en rúmlega 52% bera lítið eða ekkert traust til þeirra. Það hlýtur að segja okkur að þjóðin er Þorsteini ósammála um ágæti lífeyrissjóðanna sem honum er svo annt um. Framtíðar kynslóðir Þegar fólki talar um að senda reikninga á framtíðarkynslóðir, með skattlagningu iðgjalda í dag, gleymist oft að hugmyndafræðin gengur út á að ríkið lánar þessar skattekjur til ávöxtunar og út frá því eru réttindi okkar reiknuð. Þannig að ekki er verið að tala um hvort heldur hvenær á að skattlegja lífeyri. Að vel ávaxtaðar framtíðartekjur ríkissjóðs eiga að standa undir hluta af þeim réttindum sem okkur er lofað. Ef og já EF að þessir fjármunir tapast ekki að hluta eða fullu. Ólíkt Þorsteini hef ég haft fyrir því að reikna út ávinning framtíðar kynslóða og skoðað sérstaklega afkomu láglaunafólks í því kerfi sem við búum við í dag. Ég reiknaði út muninn á afkomu með því að skattleggja iðgjöld í dag eða þegar þau eru tekin út. Niðurstaðan er sláandi því munurinn er lítill sem engin fyrir láglaunafólkið. Bankastjórinn kemur reyndar illa út. En þetta miðast við að sjóðirnir tapi ekki krónu yfir 50 ára tímabil og haldi ávöxtunarkröfu sinni óskertri í 50 ár. Sem allir hljóta að sjá að mun ekki takast. Hver er reikningurinn sem við erum nú þegar að senda framtíðar kynslóðum? Innviðir í molum og engir fjármunir til? Verður það ódýrara fyrir framtíðar kynslóðir að takast á við þann vanda sem verður orðin margfalt verri, ef ekkert verður að gert, og í dag ríkir neyðarástand í öllum grunnstoðum samfélagsins? Er verjanlegt að taka á sig skertari lífskjör alla starfsævina til að hafa það vonandi betra í framtíðinni? Raunveruleikinn Raunveruleikinn er ekki svo einfaldur og hugmyndafræðin segir okkur. Hvaða tryggingu höfum við fyrir því að þessir fjármunir verði til staðar eftir 20,30 eða 40 ár? Hverjar eru líkurnar á markaðsáföllum sem geta þurrkað upp hugmyndafræðilegan ávinning kerfisins? Á síðastliðnum 24 árum höfum við gengið í gegnum miklar sveiflur og hrun markaða. Þetta er um helmingur þess tíma sem sjóðirnir þurfa að geyma fjármuni sjóðfélaga. Árið 2000 sprakk netbólan og töpuðu sjóðirnir gríðarlegum upphæðum. Bankahrunið 2008 þurrkaði út 97% af öllum innlendum hlutabréfum sjóðanna og heildartapið gríðarlegt. Síðan hafa verið smærri niður og uppsveiflur þess á milli, sú síðasta árið 2021 þegar sjóðirnir töpuðu 800 milljörðum að raunvirði, heimsfaraldur og stríðsátök. Við greiðum í lífeyrissjóði frá 16 ára aldri fram að lífeyristöku. Við greiðum í kerfið í 50 ár. Ef við skoðum söguna hafa lífeyrissjóðirnir ekki náð að sneiða framhjá kerfisbundnum markaðsáföllum sem gerast með mjög reglubundnum hætti. Það er réttara að segja að sjóðirnir hafa tekið á sig markaðsáföll af fullum þunga þegar þau gerast. Þorsteinn virðist haldinn þeirri rökblindu að ávöxtunarkrafan ein og sér skili sér óskert inn í framtíðina. Það veit í raun engin hvers virði þessar eignir verða þegar sjóðirnir þurfa að selja þær til að greiða út lífeyri. Tala nú ekki um að ef stríðsátök magnast og ógna heimsfriði verður þetta allt meira og minna farið áður en við vitum af. Kannski treystir Þorsteinn lífeyrissjóðunum betur en ég og vill geyma lífeyrinn í flugfélagi, kísilveri eða nýjasta trendinu, grænu verðbréfabyltingunni? Eða hvort það væri ekki nær að þeir fjárfesti í innviðum, húsnæði, hjúkrunarheimilum eða stórbæti lífskjör og þjónustu allra sem hér búa, alla ævina, með því að leggja hluta af iðgjöldum í skattkerfið, eða í innviðauppbyggingu? Við drögum varla andann án þess að þóknast ávöxtunarkröfu lífeyrissjóðanna Við förum varla út í búð eða tökum bensín nema til að þóknast hárri ávöxtunarkröfu lífeyrissjóðanna. Við kaupum ekki tryggingar, tökum lán eða leigjum húsnæði öðruvísi en að fóðra kerfið. Lífeyrissjóðirnir eiga nær allt. Og ef þeir eiga það ekki þá fjármagna þeir það með einum eða öðrum hætti. Við höfum ekkert að segja um það hverjir stjórna eða hvað stjórnendum sjóðanna dettur í hug að fjárfesta í næst. Við eigum allt undir því að þeir taki ávalt réttar ákvarðanir og sneiði framhjá kerfisbundnum markaðsáföllum, sem þeir munu ekki gera. Tölurnar Skyldu iðgjald í lífeyrissjóði er í 15,5% og hefur hækkað um 55% frá árinu 2006 þegar þau voru 10%. Valkvæði séreignarhlutinn er 4 til 6%. Fólk er því að greiða allt að 21,5% af launum og launatengdum gjöldum í lífeyrissjóði. Iðgjöld í sjóðina námu 431,5 milljarði og greiðslur lífeyris um 246 milljörðum árið 2023, samkvæmt hagtölum Landssamtaka lífeyrissjóða. Heildareignir námu 7.945 milljörðum í september 2024 samkvæmt hagtölum Seðlabankans. Það er löngu tímabært að endurskoða lífeyriskerfið. Við eigum að ræða stöðu lífeyrissjóðanna og hversu aðkallandi það er að endurskoða kerfið, viðurkenna veikleika þess og styrkleika. Hafa kjark til að hugsa út fyrir ramman og láta ekki innihaldslausar mýtur villa okkur af leið. Í nýlegu viðtali við seðlabankastjóra vildi hann leyfa lífeyrissjóðunum að skortselja hlutabréf? Hvar var Þorsteinn þá? Látum ekki selja okkur þá tálsýn að ef við þrælum okkur út fyrir kerfið höfum við það hugsanlega gott í framtíðinni, ef ALLT gengur upp. Í því felst uppgjöf, skammsýni og metnaðarleysi. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lífeyrissjóðir Flokkur fólksins Ragnar Þór Ingólfsson Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Viðbrögð við hugmyndum um að skattleggja inngreiðslur í lífeyrissjóði eru kostulegar, en koma auðvitað ekki á óvart. Það má auðvitað ekki tala um lífeyrissjóðina í þessum kosningum, þeir eru heilagir, eins og alltaf. Þorsteinn Sæmundsson, frambjóðandi fyrir Miðflokkinn, telur þessa hugmynd aðför að hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða. Hann heldur því einnig fram að ávöxtunarkrafan, ein og sér, muni tryggja framtíðar kynslóðum þau réttindi sem þeim er lofað. Eldra fólkið Fyrsta staðreyndarvillan hjá Þorsteini er að halda því fram að þessi leið hafi áhrif á kjör eldra fólks. Fólks sem er nú þegar komið á lífeyri. Hið rétta er að skattlagning iðgjalda í dag hefur engin áhrif á kjör þeirra sem nú þegar taka út lífeyri. Og þau sem eru að fara á lífeyri næstu árin fengju þann hluta sem skattlaggður er, skattfrjálsan. Það eru aðeins skattskyldar tekjur sem skerða lífeyri og hefur skattfrjáls lífeyrir ekki áhrif til skerðingar í núverandi kerfi. Þetta ætti hann að vita ef hann hefði grundvallarskilning á virkni íslenska lífeyrissjóðakerfisins. Best í heimi Okkur er kennt að íslenska lífeyrissjóðakerfið sé það besta í heimi, eins og svo margt annað á Íslandi, og að ekki undir neinum kringumstæðum megi hrófla við kerfinu eða hugmyndafræðinni í kringum það. Þessar möntrur eru kenndar í stjórnmálahreyfingum og háskólum landsins. Hagtölur sýna að íslenska lífeyrissjóðakerfið er með því sterkasta í öllum samanburði, út frá hagtölum og stærð, engu öðru. En er þetta gott kerfi? Er þetta virkilega besta kerfi í heimi? Ég efast stórlega um að vitnisburður þeirra sem nú taka út lífeyri í dag séu því sammála. En í könnun sem ég lét gera á sínum tíma kom fram að aðeins 17,8% landsmanna bera traust til lífeyrissjóðanna en rúmlega 52% bera lítið eða ekkert traust til þeirra. Það hlýtur að segja okkur að þjóðin er Þorsteini ósammála um ágæti lífeyrissjóðanna sem honum er svo annt um. Framtíðar kynslóðir Þegar fólki talar um að senda reikninga á framtíðarkynslóðir, með skattlagningu iðgjalda í dag, gleymist oft að hugmyndafræðin gengur út á að ríkið lánar þessar skattekjur til ávöxtunar og út frá því eru réttindi okkar reiknuð. Þannig að ekki er verið að tala um hvort heldur hvenær á að skattlegja lífeyri. Að vel ávaxtaðar framtíðartekjur ríkissjóðs eiga að standa undir hluta af þeim réttindum sem okkur er lofað. Ef og já EF að þessir fjármunir tapast ekki að hluta eða fullu. Ólíkt Þorsteini hef ég haft fyrir því að reikna út ávinning framtíðar kynslóða og skoðað sérstaklega afkomu láglaunafólks í því kerfi sem við búum við í dag. Ég reiknaði út muninn á afkomu með því að skattleggja iðgjöld í dag eða þegar þau eru tekin út. Niðurstaðan er sláandi því munurinn er lítill sem engin fyrir láglaunafólkið. Bankastjórinn kemur reyndar illa út. En þetta miðast við að sjóðirnir tapi ekki krónu yfir 50 ára tímabil og haldi ávöxtunarkröfu sinni óskertri í 50 ár. Sem allir hljóta að sjá að mun ekki takast. Hver er reikningurinn sem við erum nú þegar að senda framtíðar kynslóðum? Innviðir í molum og engir fjármunir til? Verður það ódýrara fyrir framtíðar kynslóðir að takast á við þann vanda sem verður orðin margfalt verri, ef ekkert verður að gert, og í dag ríkir neyðarástand í öllum grunnstoðum samfélagsins? Er verjanlegt að taka á sig skertari lífskjör alla starfsævina til að hafa það vonandi betra í framtíðinni? Raunveruleikinn Raunveruleikinn er ekki svo einfaldur og hugmyndafræðin segir okkur. Hvaða tryggingu höfum við fyrir því að þessir fjármunir verði til staðar eftir 20,30 eða 40 ár? Hverjar eru líkurnar á markaðsáföllum sem geta þurrkað upp hugmyndafræðilegan ávinning kerfisins? Á síðastliðnum 24 árum höfum við gengið í gegnum miklar sveiflur og hrun markaða. Þetta er um helmingur þess tíma sem sjóðirnir þurfa að geyma fjármuni sjóðfélaga. Árið 2000 sprakk netbólan og töpuðu sjóðirnir gríðarlegum upphæðum. Bankahrunið 2008 þurrkaði út 97% af öllum innlendum hlutabréfum sjóðanna og heildartapið gríðarlegt. Síðan hafa verið smærri niður og uppsveiflur þess á milli, sú síðasta árið 2021 þegar sjóðirnir töpuðu 800 milljörðum að raunvirði, heimsfaraldur og stríðsátök. Við greiðum í lífeyrissjóði frá 16 ára aldri fram að lífeyristöku. Við greiðum í kerfið í 50 ár. Ef við skoðum söguna hafa lífeyrissjóðirnir ekki náð að sneiða framhjá kerfisbundnum markaðsáföllum sem gerast með mjög reglubundnum hætti. Það er réttara að segja að sjóðirnir hafa tekið á sig markaðsáföll af fullum þunga þegar þau gerast. Þorsteinn virðist haldinn þeirri rökblindu að ávöxtunarkrafan ein og sér skili sér óskert inn í framtíðina. Það veit í raun engin hvers virði þessar eignir verða þegar sjóðirnir þurfa að selja þær til að greiða út lífeyri. Tala nú ekki um að ef stríðsátök magnast og ógna heimsfriði verður þetta allt meira og minna farið áður en við vitum af. Kannski treystir Þorsteinn lífeyrissjóðunum betur en ég og vill geyma lífeyrinn í flugfélagi, kísilveri eða nýjasta trendinu, grænu verðbréfabyltingunni? Eða hvort það væri ekki nær að þeir fjárfesti í innviðum, húsnæði, hjúkrunarheimilum eða stórbæti lífskjör og þjónustu allra sem hér búa, alla ævina, með því að leggja hluta af iðgjöldum í skattkerfið, eða í innviðauppbyggingu? Við drögum varla andann án þess að þóknast ávöxtunarkröfu lífeyrissjóðanna Við förum varla út í búð eða tökum bensín nema til að þóknast hárri ávöxtunarkröfu lífeyrissjóðanna. Við kaupum ekki tryggingar, tökum lán eða leigjum húsnæði öðruvísi en að fóðra kerfið. Lífeyrissjóðirnir eiga nær allt. Og ef þeir eiga það ekki þá fjármagna þeir það með einum eða öðrum hætti. Við höfum ekkert að segja um það hverjir stjórna eða hvað stjórnendum sjóðanna dettur í hug að fjárfesta í næst. Við eigum allt undir því að þeir taki ávalt réttar ákvarðanir og sneiði framhjá kerfisbundnum markaðsáföllum, sem þeir munu ekki gera. Tölurnar Skyldu iðgjald í lífeyrissjóði er í 15,5% og hefur hækkað um 55% frá árinu 2006 þegar þau voru 10%. Valkvæði séreignarhlutinn er 4 til 6%. Fólk er því að greiða allt að 21,5% af launum og launatengdum gjöldum í lífeyrissjóði. Iðgjöld í sjóðina námu 431,5 milljarði og greiðslur lífeyris um 246 milljörðum árið 2023, samkvæmt hagtölum Landssamtaka lífeyrissjóða. Heildareignir námu 7.945 milljörðum í september 2024 samkvæmt hagtölum Seðlabankans. Það er löngu tímabært að endurskoða lífeyriskerfið. Við eigum að ræða stöðu lífeyrissjóðanna og hversu aðkallandi það er að endurskoða kerfið, viðurkenna veikleika þess og styrkleika. Hafa kjark til að hugsa út fyrir ramman og láta ekki innihaldslausar mýtur villa okkur af leið. Í nýlegu viðtali við seðlabankastjóra vildi hann leyfa lífeyrissjóðunum að skortselja hlutabréf? Hvar var Þorsteinn þá? Látum ekki selja okkur þá tálsýn að ef við þrælum okkur út fyrir kerfið höfum við það hugsanlega gott í framtíðinni, ef ALLT gengur upp. Í því felst uppgjöf, skammsýni og metnaðarleysi. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Reykjavík norður.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun