Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR Valur Páll Eiríksson skrifar 7. desember 2024 09:00 Eiður Gauti Sæbjörnsson, nýjasti leikmaður KR. Vísir/Bjarni Eiður Gauti Sæbjörnsson er nafn sem fáir knattspyrnuunnendur könnuðust við áður en hann hóf að leika fyrir HK í Bestu deildinni í sumar. Það er ekki furða enda hefur sá leikið fyrir Ými í 3. og 4. deild allan sinn feril. Nýlega færði Eiður sig um set og er nýjasti leikmaður KR. Eiður spilaði örfáa leiki fyrir HK í næst efstu deild sem ungur maður en meiðsli settu strik í reikninginn. Hann var því orðinn leikmaður venslaliðsins Ýmis í 4. deildinni árið 2019, þegar hann var tvítugur. Eiður hafði skorað 79 mörk í 60 deildarleikjum fyrir Ými þegar Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, hafði samband í sumar, en það var ekki í fyrsta sinn. „Ómar hafði hringt í mig einu sinni eða tvisvar áður. Ég hef ekki verið klár í slaginn, bæði út af skóla og vinnu og ég vildi ekki vera bundinn niður heilt tímabil. Að geta gert lítið. Svo kom þetta símtal í sumar og ég hugsaði að þetta væri síðasti séns að láta vaða,“ „Ég hugsaði þá bara fokk it og sé alls ekki eftir því. Það var aldrei það að ég vissi ekki að ég gæti spilað ofar, en það voru aðrir þættir sem héldu mér frá því að gera það. En ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá bjóst ég ekki við því að sjö, átta mánuðum væri maður að spila fyrir KR. Þetta hefur farið langt fram úr mínum væntingum“ segir Eiður Gauti í samtali við íþróttadeild. Leikur við KR sem breytti hugarfarinu Eiður stimplaði sig inn af krafti og skoraði meðal annars tvö mörk í fræknum 3-2 sigri á KR í Kórnum. „Það náttúrulega skemmir ekki fyrir að eiga svona öflugan leik á móti svona liði sem svo endar á að sækja mann. Það er bara stór plús. Þetta var kannski leikurinn sem breytti hugarfarinu mínu varðandi fótbolta, að vilja gera þetta alla leið. Tilfinningin eftir að skora tvö og vinna KR er góð. Þetta er tilfinning sem maður vonast til að sækja aftur,“ segir Eiður Gauti. Rútínan breytist Eiður hefur í nægu að snúast sem starfsmaður Arion banka en ljóst er að rútínan breytist aðeins frá því sem hann er vanur hjá Ými samhliða bankastörfunum undanfarin ár. „Sem betur fer er ég með góðan vinnuveitenda sem skilur vel hvernig þessi bransi virkar. Ég fæ leyfi til þess að mæta á æfingar í hádeginu og vinn svo bara lengur. Það er ekkert mál og bara vel tekið í það. Hann lengist aðeins, en í raun er þetta alveg það sama, æfing í hádeginu og vinna lengur í staðinn fyrir að fara á æfingu seinni partinn. Þetta er sitthvor hliðin á sama teningnum,“ segir Eiður Gauti. Fetar í fótspor föður síns og er kominn heim Þónokkur lið settu sig í samband við Eið Gauta eftir tímabilið en KR varð að endingu fyrir valinu. Faðir Eiðs, Sæbjörn Guðmundsson sem lék með KR á níunda áratugnum, fagnaði því mjög. Sæbjörn Guðmundsson, faðir Eiðs Gauta, er hér vinstra megin við Pétur Pétursson sem heldur á Reykjavíkurmótsbikarnum 1989.Skjáskot/Tímarit.is/Morgunblaðið „Hann vildi ekki setja neina pressu á mig. Hann sýndi það ekki, en ég veit að hann var mjög spenntur inni í sér,“ segir Eiður um viðbrögð föður síns. „Það skemmir ekki fyrir að fjölskyldan mín eru allir KR-ingar. Ég ólst upp við að vera KR-ingur í rauninni. Þó ég hafi aldrei spilað fyrir KR líður mér smá eins og ég sé að koma heim,“ bætir hann við. Fleira kemur fram í viðtalinu við Eið sem má sjá í heild sinni í spilaranum að neðan. Klippa: Fór úr 3. deild í KR á örfáum mánuðum KR Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Handbolti Finnur Freyr framlengdi til 2028 Körfubolti Fleiri fréttir Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Sjá meira
Eiður spilaði örfáa leiki fyrir HK í næst efstu deild sem ungur maður en meiðsli settu strik í reikninginn. Hann var því orðinn leikmaður venslaliðsins Ýmis í 4. deildinni árið 2019, þegar hann var tvítugur. Eiður hafði skorað 79 mörk í 60 deildarleikjum fyrir Ými þegar Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, hafði samband í sumar, en það var ekki í fyrsta sinn. „Ómar hafði hringt í mig einu sinni eða tvisvar áður. Ég hef ekki verið klár í slaginn, bæði út af skóla og vinnu og ég vildi ekki vera bundinn niður heilt tímabil. Að geta gert lítið. Svo kom þetta símtal í sumar og ég hugsaði að þetta væri síðasti séns að láta vaða,“ „Ég hugsaði þá bara fokk it og sé alls ekki eftir því. Það var aldrei það að ég vissi ekki að ég gæti spilað ofar, en það voru aðrir þættir sem héldu mér frá því að gera það. En ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá bjóst ég ekki við því að sjö, átta mánuðum væri maður að spila fyrir KR. Þetta hefur farið langt fram úr mínum væntingum“ segir Eiður Gauti í samtali við íþróttadeild. Leikur við KR sem breytti hugarfarinu Eiður stimplaði sig inn af krafti og skoraði meðal annars tvö mörk í fræknum 3-2 sigri á KR í Kórnum. „Það náttúrulega skemmir ekki fyrir að eiga svona öflugan leik á móti svona liði sem svo endar á að sækja mann. Það er bara stór plús. Þetta var kannski leikurinn sem breytti hugarfarinu mínu varðandi fótbolta, að vilja gera þetta alla leið. Tilfinningin eftir að skora tvö og vinna KR er góð. Þetta er tilfinning sem maður vonast til að sækja aftur,“ segir Eiður Gauti. Rútínan breytist Eiður hefur í nægu að snúast sem starfsmaður Arion banka en ljóst er að rútínan breytist aðeins frá því sem hann er vanur hjá Ými samhliða bankastörfunum undanfarin ár. „Sem betur fer er ég með góðan vinnuveitenda sem skilur vel hvernig þessi bransi virkar. Ég fæ leyfi til þess að mæta á æfingar í hádeginu og vinn svo bara lengur. Það er ekkert mál og bara vel tekið í það. Hann lengist aðeins, en í raun er þetta alveg það sama, æfing í hádeginu og vinna lengur í staðinn fyrir að fara á æfingu seinni partinn. Þetta er sitthvor hliðin á sama teningnum,“ segir Eiður Gauti. Fetar í fótspor föður síns og er kominn heim Þónokkur lið settu sig í samband við Eið Gauta eftir tímabilið en KR varð að endingu fyrir valinu. Faðir Eiðs, Sæbjörn Guðmundsson sem lék með KR á níunda áratugnum, fagnaði því mjög. Sæbjörn Guðmundsson, faðir Eiðs Gauta, er hér vinstra megin við Pétur Pétursson sem heldur á Reykjavíkurmótsbikarnum 1989.Skjáskot/Tímarit.is/Morgunblaðið „Hann vildi ekki setja neina pressu á mig. Hann sýndi það ekki, en ég veit að hann var mjög spenntur inni í sér,“ segir Eiður um viðbrögð föður síns. „Það skemmir ekki fyrir að fjölskyldan mín eru allir KR-ingar. Ég ólst upp við að vera KR-ingur í rauninni. Þó ég hafi aldrei spilað fyrir KR líður mér smá eins og ég sé að koma heim,“ bætir hann við. Fleira kemur fram í viðtalinu við Eið sem má sjá í heild sinni í spilaranum að neðan. Klippa: Fór úr 3. deild í KR á örfáum mánuðum
KR Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Handbolti Finnur Freyr framlengdi til 2028 Körfubolti Fleiri fréttir Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti