Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. nóvember 2024 21:39 Guðmundur Óli Gunnarsson, hljómsveitarstjóri tónleikanna í Skálholti en auk þess er hann stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands. Hér er hann einbeittur á einni æfingunni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hugur nemenda Menntaskólans að Laugarvatni er ekkert endilega við skólabækurnar þessa dagana því kór skólans er að fara að syngja á þrennum tónleikum í Skálholti með Sinfóníuhljómsveit Suðurlands. Meirihluti nemenda er í kórnum. Það er heilmikil eftirvænting og spenna fyrir tónleikunum í Skálholti um næstu helgi en af þeim 135 nemendum, sem eru í Menntaskólanum að Laugarvatni þá eru um 100 nemendur í kórnum. Tvennir tónleikar verða haldnir laugardaginn 30. nóvember og er uppselt á þá báða en einhver laus sæti eru enn á tónleikana á föstudagskvöldinu 29. nóvember. Æfingar kórsins og Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands hafa staðið stíft yfir síðustu vikurnar og allt gengið mjög vel. „Og núna er það ekkert annað en megnið af nemendum Menntaskólans að Laugarvatni því þau eru nánast öll í kórnum þar undir dyggri stjórn Eyrúnar Jónasdóttur. Og við erum að fara að flytja um næstu helgi má segja bara hlaðborð af glæsilegri jólatónlist, bæði sprell og gaman og líka háklassískri og hátíðlegri í bland. Einsöngvarar með okkur verða Eyjólfur Eyjólfsson tenór og Dísella Lárusdóttir sópransöngkona,” segir Guðmundur Óli Gunnarsson, hljómsveitarstjóri. Æfingar fyrir tónleikana hafa gengið einstaklega vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nemendum finnst mikill heiður að fá að syngja með sinfóníuhljómsveitinni og hvað þá í kirkjunni í Skálholti. „Þetta er bara rosalega spennandi verkefni og við erum öll bara mjög spennt fyrir þessu, það er svo skemmtilegt að fá að taka þátt í þessu,” segir Kolfinna Sjöfn Ómarsdóttir, formaður nemendafélags Menntaskólans að Laugarvatni. En á Kolfinna einhverja skýringu á þessum miklu vinsældum kórsins í skólanum? „Það er bara stemmingin og andinn í kórnum, það eru allir svo góðir vinir og alltaf góð stemming á kóræfingum.” Kolfinna Sjöfn Ómarsdóttir, formaður nemendafélags Menntaskólans að Laugarvatni, sem hlakkar mikið til jólatónleikanna eins og aðrir nemendur skólans.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Framhaldsskólar Jólalög Þjóðkirkjan Mest lesið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Stjörnum prýdd kynning enska boltans Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Fleiri fréttir Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Sjá meira
Það er heilmikil eftirvænting og spenna fyrir tónleikunum í Skálholti um næstu helgi en af þeim 135 nemendum, sem eru í Menntaskólanum að Laugarvatni þá eru um 100 nemendur í kórnum. Tvennir tónleikar verða haldnir laugardaginn 30. nóvember og er uppselt á þá báða en einhver laus sæti eru enn á tónleikana á föstudagskvöldinu 29. nóvember. Æfingar kórsins og Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands hafa staðið stíft yfir síðustu vikurnar og allt gengið mjög vel. „Og núna er það ekkert annað en megnið af nemendum Menntaskólans að Laugarvatni því þau eru nánast öll í kórnum þar undir dyggri stjórn Eyrúnar Jónasdóttur. Og við erum að fara að flytja um næstu helgi má segja bara hlaðborð af glæsilegri jólatónlist, bæði sprell og gaman og líka háklassískri og hátíðlegri í bland. Einsöngvarar með okkur verða Eyjólfur Eyjólfsson tenór og Dísella Lárusdóttir sópransöngkona,” segir Guðmundur Óli Gunnarsson, hljómsveitarstjóri. Æfingar fyrir tónleikana hafa gengið einstaklega vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nemendum finnst mikill heiður að fá að syngja með sinfóníuhljómsveitinni og hvað þá í kirkjunni í Skálholti. „Þetta er bara rosalega spennandi verkefni og við erum öll bara mjög spennt fyrir þessu, það er svo skemmtilegt að fá að taka þátt í þessu,” segir Kolfinna Sjöfn Ómarsdóttir, formaður nemendafélags Menntaskólans að Laugarvatni. En á Kolfinna einhverja skýringu á þessum miklu vinsældum kórsins í skólanum? „Það er bara stemmingin og andinn í kórnum, það eru allir svo góðir vinir og alltaf góð stemming á kóræfingum.” Kolfinna Sjöfn Ómarsdóttir, formaður nemendafélags Menntaskólans að Laugarvatni, sem hlakkar mikið til jólatónleikanna eins og aðrir nemendur skólans.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Framhaldsskólar Jólalög Þjóðkirkjan Mest lesið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Stjörnum prýdd kynning enska boltans Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Fleiri fréttir Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Sjá meira