Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar 26. nóvember 2024 13:01 Við þekkjum öll fólk sem býr erlendis. Við þekkjum líka öll fólk sem á börn sem búa erlendis. Námsmenn sem búa í Danmörku, Svíþjóð, Noregi og víðar. Ungt fólk sem fór upphaflega út í nám, eignaðist svo börn, keypti sér íbúð og snéri ekki aftur heim. Langar kannski aftur heim en sér ekki fram á að komast inn á íslenskan fasteignamarkað. Getur ekki hugsað sér að taka íslensk lán eftir að hafa kynnst heilbrigðu vaxtaumhverfi erlendis. Þetta heyri ég um allt land. Mest frá eldra fólki sem talar um hve erfitt það sé að horfa á barnabörnin vaxa úr grasi í gegnum samskiptaforrit foreldra þeirra. Ég tengi vel við þessar sögur og þær snerta í mér taug. Dætur mínar búa erlendis þar sem þær eru í námi og ég sakna þeirra mikið. Ég vona að þær snúi aftur heim að námi loknu en ég veit að það er langt frá því að vera sjálfgefið. Veruleikinn er sá, hvort sem okkur líkar betur eða verr, að umgjörðin sem við höfum búið til hér á Íslandi er ekki til þess fallin að þjóna kynslóðinni sem er að koma undir sig fótunum. Íslenskt vaxtaumhverfi og óstöðugleiki er ekki aðlaðandi í augum ungs fólks. Þau sjá mörg hver ekki fram á að geta keypt hér húsnæði og fest þannig rætur vegna þess að þau þurfa alltaf að borga margfalt meira fyrir lánin en fólk gerir til dæmis í Danmörku eða Svíþjóð. Þar sér ungt fólk höfuðstól fasteignalánsins lækka frá mánuði til mánaðar - ekki hækka eins og hér tíðkast. Ofan á þennan gjörólíka húsnæðisveruleika bætast svo raunverulegir hvatar til náms og matarkarfa sem skilur ekki eftir sig gapandi dæld í heimilisbókhaldinu um hver einustu mánaðarmót. Allt skapar þetta umhverfi sem ungu fólki hugnast. Þannig er það bara og við þurfum að horfast í augu við það. Getur verið að umhverfið sem unga fólkið okkar erlendis býr við geri betur ráð fyrir fjölskyldufólki og að þau upplifi hvata til að eignast börn í samfélagi sem raunverulega stendur við bakið á þeim? Getur hreinlega verið að þau hafi það betra annars staðar en á Íslandi og þess vegna komi þau ekki heim? Við ætlum að skapa stöðugleika Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að við viljum öll skapa samfélag sem við raunverulega viljum búa í og erum stolt af. Samfélag sem börnin okkar og barnabörn vilja búa í. Okkur virðist ekki hafa tekist það nægilega vel og þess vegna þurfum við að vera tilbúin að horfa til framtíðar. Vera tilbúin að skoða langtímalausnir og hafa kjarkinn til að taka af skarið. Við þurfum að spyrja okkur hvort það sé raunverulega jafn óbreytanlegt og norðanáttin að hér séu verðbólga og vextir margfalt hærri en í nágrannalöndum okkar. Eða hvort við viljum breytingar. Því þetta er ekki náttúrulögmál. Við þurfum ekki að sætta okkur við þetta. Við getum ekki stýrt veðrinu en við getum stýrt því hvernig við hlúum að þeim sem á eftir okkur koma eða þeim sem eru að vaxa úr grasi. Tekið til í kerfinu og ríkisfjármálunum, búið við stöðugt efnahagsástand þar sem hægt er að gera áætlanir sem halda og um leið skapað fjölskylduvænt og gott samfélag sem stenst samanburð við önnur Norðurlönd. Séð til þess að ríkissjóður sé hluti af lausninni en ekki partur af vandamálinu. Er ekki kominn tími til að stöðva þennan flótta afkomenda okkar til annarra landa? Er til eitthvað verðugra átak en að gera það eftirsóknarvert fyrir börnin okkar að snúa aftur heim? Þetta á ekki að vera svona. Þetta þarf ekki að vera svona. Breytum þessu. Höfundur er o ddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mest lesið Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Við þekkjum öll fólk sem býr erlendis. Við þekkjum líka öll fólk sem á börn sem búa erlendis. Námsmenn sem búa í Danmörku, Svíþjóð, Noregi og víðar. Ungt fólk sem fór upphaflega út í nám, eignaðist svo börn, keypti sér íbúð og snéri ekki aftur heim. Langar kannski aftur heim en sér ekki fram á að komast inn á íslenskan fasteignamarkað. Getur ekki hugsað sér að taka íslensk lán eftir að hafa kynnst heilbrigðu vaxtaumhverfi erlendis. Þetta heyri ég um allt land. Mest frá eldra fólki sem talar um hve erfitt það sé að horfa á barnabörnin vaxa úr grasi í gegnum samskiptaforrit foreldra þeirra. Ég tengi vel við þessar sögur og þær snerta í mér taug. Dætur mínar búa erlendis þar sem þær eru í námi og ég sakna þeirra mikið. Ég vona að þær snúi aftur heim að námi loknu en ég veit að það er langt frá því að vera sjálfgefið. Veruleikinn er sá, hvort sem okkur líkar betur eða verr, að umgjörðin sem við höfum búið til hér á Íslandi er ekki til þess fallin að þjóna kynslóðinni sem er að koma undir sig fótunum. Íslenskt vaxtaumhverfi og óstöðugleiki er ekki aðlaðandi í augum ungs fólks. Þau sjá mörg hver ekki fram á að geta keypt hér húsnæði og fest þannig rætur vegna þess að þau þurfa alltaf að borga margfalt meira fyrir lánin en fólk gerir til dæmis í Danmörku eða Svíþjóð. Þar sér ungt fólk höfuðstól fasteignalánsins lækka frá mánuði til mánaðar - ekki hækka eins og hér tíðkast. Ofan á þennan gjörólíka húsnæðisveruleika bætast svo raunverulegir hvatar til náms og matarkarfa sem skilur ekki eftir sig gapandi dæld í heimilisbókhaldinu um hver einustu mánaðarmót. Allt skapar þetta umhverfi sem ungu fólki hugnast. Þannig er það bara og við þurfum að horfast í augu við það. Getur verið að umhverfið sem unga fólkið okkar erlendis býr við geri betur ráð fyrir fjölskyldufólki og að þau upplifi hvata til að eignast börn í samfélagi sem raunverulega stendur við bakið á þeim? Getur hreinlega verið að þau hafi það betra annars staðar en á Íslandi og þess vegna komi þau ekki heim? Við ætlum að skapa stöðugleika Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að við viljum öll skapa samfélag sem við raunverulega viljum búa í og erum stolt af. Samfélag sem börnin okkar og barnabörn vilja búa í. Okkur virðist ekki hafa tekist það nægilega vel og þess vegna þurfum við að vera tilbúin að horfa til framtíðar. Vera tilbúin að skoða langtímalausnir og hafa kjarkinn til að taka af skarið. Við þurfum að spyrja okkur hvort það sé raunverulega jafn óbreytanlegt og norðanáttin að hér séu verðbólga og vextir margfalt hærri en í nágrannalöndum okkar. Eða hvort við viljum breytingar. Því þetta er ekki náttúrulögmál. Við þurfum ekki að sætta okkur við þetta. Við getum ekki stýrt veðrinu en við getum stýrt því hvernig við hlúum að þeim sem á eftir okkur koma eða þeim sem eru að vaxa úr grasi. Tekið til í kerfinu og ríkisfjármálunum, búið við stöðugt efnahagsástand þar sem hægt er að gera áætlanir sem halda og um leið skapað fjölskylduvænt og gott samfélag sem stenst samanburð við önnur Norðurlönd. Séð til þess að ríkissjóður sé hluti af lausninni en ekki partur af vandamálinu. Er ekki kominn tími til að stöðva þennan flótta afkomenda okkar til annarra landa? Er til eitthvað verðugra átak en að gera það eftirsóknarvert fyrir börnin okkar að snúa aftur heim? Þetta á ekki að vera svona. Þetta þarf ekki að vera svona. Breytum þessu. Höfundur er o ddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun