Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar 26. nóvember 2024 21:01 Þegar rætt er um það sem kallað hefur verið "skólaforðun" er mikilvægt að átta sig á að hugtakið sjálft getur gefið ranga mynd af vanda barnanna. Skólaforðun er í raun ekki bara viðnám barns gegn skóla, heldur viðbragð við aðstæðum sem barn upplifir óyfirstíganlegar, kvíðvænlegar og valda því vanlíðan. Þetta á frekar rætur að rekja til aðstæðna sem þurfa úrbóta, frekar en vandamáls sem barnið sjálft ætti að „yfirstíga“. Aðeins með því að breyta nálgun okkar getum við raunverulega stutt börn og fjölskyldur þeirra í þessum sporum. Aðstæður barna sem þrífast ekki í skólakerfinu eru ekki einungis áskorun foreldra heldur verkefni skólans og samfélagsins í heild. Að mæta þessum börnum og taka utan um þau kallar á samþættingu þjónustu sem byggir á skilningi, samkennd og lausnamiðuðum aðferðum. Í þessu samhengi leika farsældarlögin stórt hlutverk. Farsældarlögin: Grundvöllur snemmíhlutunar Með lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, sem tóku gildi árið 2021, hefur opnast nýr farvegur fyrir samtal milli kerfa og snemmíhlutun. Lögin gera ráð fyrir að börn og fjölskyldur þeirra fái stuðning við hæfi án tafar og hindrana. Áður en farsældarlögin komu til sögunnar var algengt að foreldrar fengju ekki þá þjónustu sem þau þurftu, fyrr en of seint. Þau sátu oft ein uppi með vandamál sem þau skorti verkfæri til að leysa. Nú er þó hægt að grípa inn í fyrr með markvissari þjónustu og þrepaskiptu ferli sem hjálpar börnum og fjölskyldum þeirra að takast á við áskoranir sem þessa. Stuðningur við foreldra: Lífsnauðsynlegur þáttur Fyrir foreldra er „skólaforðun“ barns oft ógnvænleg lífsreynsla. Hún leiðir til endurtekinna og krefjandi samskipta við skóla, heilbrigðisþjónustu og jafnvel barnavernd. Daglegt líf getur breyst í sífellda baráttu, þar sem morgnar einkennast af áhyggjum og árekstrum við barn sem upplifir vanmátt gagnvart að fara í skóla. Á meðan foreldrarnir reyna að gera sitt besta, finna þeir oft fyrir mikilli vanmáttarkennd og jafnvel fordómum. Í stað þess að fá skilning og stuðning, mæta þau stundum því viðhorfi að vandamálið liggi hjá þeim eða í uppeldisaðferðum þeirra. Þetta skapar mikla streitu og hefur áhrif á samskipti og líðan innan fjölskyldunnar. Hvað þarf til og af hverju skiptir máli að kjósa Framsókn? Til að styðja börn og fjölskyldur sem glíma við skólaforðun þarf að leggja aukna áherslu á að efla samstarf milli kerfa, fræða samfélagið og tryggja aðgengi að sérfræðiaðstoð. Með farsældarlögunum hefur grunnur verið lagður að nýrri nálgun sem byggir á samkennd og lausnamiðuðum aðgerðum, þar sem skólinn, heilbrigðiskerfið og félagsþjónustan vinna saman. Framsóknarflokkurinn hefur verið í fararbroddi í þessum breytingum og er lögð sérstök áhersla á að styrkja fjölskyldur og tryggja að börn fái þann stuðning sem þau þurfa. En ferlinu er ekki lokið. Við verðum að halda áfram að þróa kerfið, bæta þjónustuna og tryggja að stuðningurinn nái til allra sem þurfa á honum að halda. Þetta kallar á meiri tíma, fjármagn og pólitískan vilja til að fylgja farsældarlögunum eftir af fullum krafti. Framsóknarflokkurinn hefur sýnt að hann skilur þörfina fyrir samþættingu þjónustu og snemmíhlutun og hefur lagt áherslu á að gera líf barna og fjölskyldna þeirra betra. Þess vegna skiptir máli að kjósa Framsókn. Með því að veita flokknum umboð til að halda áfram að byggja upp farsældarkerfið og vinna að betri framtíð fyrir börn okkar tryggjum við að ekkert foreldri standi eitt í erfiðum aðstæðum. Framsókn er flokkur lausna, skilnings og raunverulegs stuðnings – og sú framtíðarsýn mun gera gæfumuninn fyrir fjölskyldur um allt land. Höfundur skipar 8. sæti á lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Skóla- og menntamál Geðheilbrigði Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Þegar rætt er um það sem kallað hefur verið "skólaforðun" er mikilvægt að átta sig á að hugtakið sjálft getur gefið ranga mynd af vanda barnanna. Skólaforðun er í raun ekki bara viðnám barns gegn skóla, heldur viðbragð við aðstæðum sem barn upplifir óyfirstíganlegar, kvíðvænlegar og valda því vanlíðan. Þetta á frekar rætur að rekja til aðstæðna sem þurfa úrbóta, frekar en vandamáls sem barnið sjálft ætti að „yfirstíga“. Aðeins með því að breyta nálgun okkar getum við raunverulega stutt börn og fjölskyldur þeirra í þessum sporum. Aðstæður barna sem þrífast ekki í skólakerfinu eru ekki einungis áskorun foreldra heldur verkefni skólans og samfélagsins í heild. Að mæta þessum börnum og taka utan um þau kallar á samþættingu þjónustu sem byggir á skilningi, samkennd og lausnamiðuðum aðferðum. Í þessu samhengi leika farsældarlögin stórt hlutverk. Farsældarlögin: Grundvöllur snemmíhlutunar Með lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, sem tóku gildi árið 2021, hefur opnast nýr farvegur fyrir samtal milli kerfa og snemmíhlutun. Lögin gera ráð fyrir að börn og fjölskyldur þeirra fái stuðning við hæfi án tafar og hindrana. Áður en farsældarlögin komu til sögunnar var algengt að foreldrar fengju ekki þá þjónustu sem þau þurftu, fyrr en of seint. Þau sátu oft ein uppi með vandamál sem þau skorti verkfæri til að leysa. Nú er þó hægt að grípa inn í fyrr með markvissari þjónustu og þrepaskiptu ferli sem hjálpar börnum og fjölskyldum þeirra að takast á við áskoranir sem þessa. Stuðningur við foreldra: Lífsnauðsynlegur þáttur Fyrir foreldra er „skólaforðun“ barns oft ógnvænleg lífsreynsla. Hún leiðir til endurtekinna og krefjandi samskipta við skóla, heilbrigðisþjónustu og jafnvel barnavernd. Daglegt líf getur breyst í sífellda baráttu, þar sem morgnar einkennast af áhyggjum og árekstrum við barn sem upplifir vanmátt gagnvart að fara í skóla. Á meðan foreldrarnir reyna að gera sitt besta, finna þeir oft fyrir mikilli vanmáttarkennd og jafnvel fordómum. Í stað þess að fá skilning og stuðning, mæta þau stundum því viðhorfi að vandamálið liggi hjá þeim eða í uppeldisaðferðum þeirra. Þetta skapar mikla streitu og hefur áhrif á samskipti og líðan innan fjölskyldunnar. Hvað þarf til og af hverju skiptir máli að kjósa Framsókn? Til að styðja börn og fjölskyldur sem glíma við skólaforðun þarf að leggja aukna áherslu á að efla samstarf milli kerfa, fræða samfélagið og tryggja aðgengi að sérfræðiaðstoð. Með farsældarlögunum hefur grunnur verið lagður að nýrri nálgun sem byggir á samkennd og lausnamiðuðum aðgerðum, þar sem skólinn, heilbrigðiskerfið og félagsþjónustan vinna saman. Framsóknarflokkurinn hefur verið í fararbroddi í þessum breytingum og er lögð sérstök áhersla á að styrkja fjölskyldur og tryggja að börn fái þann stuðning sem þau þurfa. En ferlinu er ekki lokið. Við verðum að halda áfram að þróa kerfið, bæta þjónustuna og tryggja að stuðningurinn nái til allra sem þurfa á honum að halda. Þetta kallar á meiri tíma, fjármagn og pólitískan vilja til að fylgja farsældarlögunum eftir af fullum krafti. Framsóknarflokkurinn hefur sýnt að hann skilur þörfina fyrir samþættingu þjónustu og snemmíhlutun og hefur lagt áherslu á að gera líf barna og fjölskyldna þeirra betra. Þess vegna skiptir máli að kjósa Framsókn. Með því að veita flokknum umboð til að halda áfram að byggja upp farsældarkerfið og vinna að betri framtíð fyrir börn okkar tryggjum við að ekkert foreldri standi eitt í erfiðum aðstæðum. Framsókn er flokkur lausna, skilnings og raunverulegs stuðnings – og sú framtíðarsýn mun gera gæfumuninn fyrir fjölskyldur um allt land. Höfundur skipar 8. sæti á lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun