Rúnkviskubit, hnífaburður og jafnréttismál Tryggvi Hallgrímsson skrifar 27. nóvember 2024 10:31 Fyrir nokkru heimsótti ég framhaldsskóla til að ræða tengsl karla og jafnréttismála. Í samtali um vændiskaup og klámnotkun var mér kynnt hugtak sem ég hef ekki rekist á í umræðu síðan. Hugtakið er „rúnkviskubit“ og lýsir samviskubiti eftir notkun klámefnis þegar hið „leikna“ efni hefur falið í sér slíka niðurlægingu og ofbeldi að notandi getur ekki annað en skammast sín sem neytandi. Umræðan um áhrif kláms á hugmyndir okkar um kynlíf og samskipti í nánum samböndum þarf að fara fram - í dag fer hún ekki fram. Á sama tíma eiga Íslendingar mögulega heimsmet í klámnotkun. Í annarri heimsókn átti ég samtal við stráka um hugmyndir þeirra um ofbeldi og karlmennsku. Viðfangsefni sem varpar ljósi á ástæður þess að karlar eru yfirgnæfandi meirihluti gerenda í ofbeldismálum. Ræddum við meðal annars rannsóknir sem sýna að strákar og karlar finna til óöryggis þegar þeir eru á skemmtistöðum eða einir á ferð að nóttu. Tilfinning sem flestar konur kannast mun betur við. Eftir umræðuna kom strákur til mín sem átti vart orð til að lýsa hvers konar kjaftæði það væri að vera „hræddur á djamminu“. Til að sanna mál sitt sagði hann yfir hópinn „ég er ekki hræddur á djamminu, ég er alltaf með hníf!“ og rauk út. Óöryggið, hræðslan og þessi hugmynd um hvað sé eðlilegt eru sönnun þess að við þurfum að ræða hugmyndir karla og stráka um ofbeldi. Eitt einkenni erfiðrar umræðu í jafnréttismálum er að við kjósum oft að eiga ekki samtalið, eða að afturhaldsöfl gera lítið úr þeim sem það reyna. Umræða um hugmyndir karla um klám, vændi og ofbeldi þarf að fara fram – afleiðingar frekari þöggunar eru of dýrkeyptar. VG hefur á undanförnum árum náð verulegum árangri í jafnréttismálum og málefnum hinsegin fólks. Árangurinn endurspeglast í lagabreytingum og stefnumótun sem hafa stuðlað að auknu jafnrétti og bættum réttindum hinsegin fólks á Íslandi. Fæðingarorlof, jafnlaunavottun, lög um jafna meðferð, lög um kynrænt sjálfræði, lög um þungunarrof, ný jafnréttislög, aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks. Listinn er langur. Réttindi eru ekki gefin, þeirra er aflað og þeim er viðhaldið. Afturhaldsöfl munu alltaf reyna að taka réttindi af okkur – sérstaklega konum, líkt og nýleg þróun samfélagsumræðunnar sýnir. Þrátt fyrir árangur VG í jafnréttismálum er enn verk að vinna. VG hefur skuldbundið sig til að halda áfram að vinna að þessum málum í samstarfi við hinsegin samfélagið og önnur hagsmunasamtök. Engum er betur treystandi en VG til að leiða slíkt samtal og þrýsta á árangur í erfiðum viðfangsefnum jafnréttismála. Höfundur er félagsfræðingur, hefur starfað í Jafnréttismálum í 15 ár og skipar 5. sæti á lista VG í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Vopnaburður barna og ungmenna Mest lesið Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkru heimsótti ég framhaldsskóla til að ræða tengsl karla og jafnréttismála. Í samtali um vændiskaup og klámnotkun var mér kynnt hugtak sem ég hef ekki rekist á í umræðu síðan. Hugtakið er „rúnkviskubit“ og lýsir samviskubiti eftir notkun klámefnis þegar hið „leikna“ efni hefur falið í sér slíka niðurlægingu og ofbeldi að notandi getur ekki annað en skammast sín sem neytandi. Umræðan um áhrif kláms á hugmyndir okkar um kynlíf og samskipti í nánum samböndum þarf að fara fram - í dag fer hún ekki fram. Á sama tíma eiga Íslendingar mögulega heimsmet í klámnotkun. Í annarri heimsókn átti ég samtal við stráka um hugmyndir þeirra um ofbeldi og karlmennsku. Viðfangsefni sem varpar ljósi á ástæður þess að karlar eru yfirgnæfandi meirihluti gerenda í ofbeldismálum. Ræddum við meðal annars rannsóknir sem sýna að strákar og karlar finna til óöryggis þegar þeir eru á skemmtistöðum eða einir á ferð að nóttu. Tilfinning sem flestar konur kannast mun betur við. Eftir umræðuna kom strákur til mín sem átti vart orð til að lýsa hvers konar kjaftæði það væri að vera „hræddur á djamminu“. Til að sanna mál sitt sagði hann yfir hópinn „ég er ekki hræddur á djamminu, ég er alltaf með hníf!“ og rauk út. Óöryggið, hræðslan og þessi hugmynd um hvað sé eðlilegt eru sönnun þess að við þurfum að ræða hugmyndir karla og stráka um ofbeldi. Eitt einkenni erfiðrar umræðu í jafnréttismálum er að við kjósum oft að eiga ekki samtalið, eða að afturhaldsöfl gera lítið úr þeim sem það reyna. Umræða um hugmyndir karla um klám, vændi og ofbeldi þarf að fara fram – afleiðingar frekari þöggunar eru of dýrkeyptar. VG hefur á undanförnum árum náð verulegum árangri í jafnréttismálum og málefnum hinsegin fólks. Árangurinn endurspeglast í lagabreytingum og stefnumótun sem hafa stuðlað að auknu jafnrétti og bættum réttindum hinsegin fólks á Íslandi. Fæðingarorlof, jafnlaunavottun, lög um jafna meðferð, lög um kynrænt sjálfræði, lög um þungunarrof, ný jafnréttislög, aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks. Listinn er langur. Réttindi eru ekki gefin, þeirra er aflað og þeim er viðhaldið. Afturhaldsöfl munu alltaf reyna að taka réttindi af okkur – sérstaklega konum, líkt og nýleg þróun samfélagsumræðunnar sýnir. Þrátt fyrir árangur VG í jafnréttismálum er enn verk að vinna. VG hefur skuldbundið sig til að halda áfram að vinna að þessum málum í samstarfi við hinsegin samfélagið og önnur hagsmunasamtök. Engum er betur treystandi en VG til að leiða slíkt samtal og þrýsta á árangur í erfiðum viðfangsefnum jafnréttismála. Höfundur er félagsfræðingur, hefur starfað í Jafnréttismálum í 15 ár og skipar 5. sæti á lista VG í Norðausturkjördæmi.
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun