Líkt og sjá má í klippunni hér fyrir neðan gekk frambjóðendum misvel. Þau Kristín Ólafsdóttir og Bjarki Sigurðsson fengu til sín tíu frambjóðendur í skemmtilegar og öðruvísi kappræður þar sem þeim voru fengin ýmis verkefni. Þáttinn í heild sinni má horfa á neðst í fréttinni.
Jón Gnarr frambjóðandi Viðreisnar fékk það verkefni að mála Ívar Orra Ómarsson frambjóðanda Lýðræðisflokksins og öfugt, Lenya Rún Taha Karim frá Pírötum var með Snorra Mássyni í Miðflokki, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Sjálfstæðisflokki og Davíð Þór Jónsson Sósíalistaflokki fengu að mála hvert annað. Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir í Framsókn málaði svo Ragnar Þór Ingólfsson í Flokki fólkins og öfugt og Sindri Geir Óskarsson í VG var málaður af Rögnu Sigurðardóttur Samfylkingu og öfugt. Sjón er sögu ríkari.
Horfa má á Kappleika í heild sinni hér fyrir neðan.