Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. nóvember 2024 11:26 Benedikt Ófeigsson fagstjóri hjá Veðurstofu Íslands. Vísir/Arnar Hraun frá eldgosinu á Sundhnúkagígaröðinni rennur nú til austurs og ógnar ekki innviðum. Fáar vísbendingar eru um hvort landris sé hafið á ný eða ekki. Nyrsti hluti gígsins sýnir mesta virkni að sögn fagstjóra hjá Veðurstofu Íslands. „Gígurinn sem var í miðjunni og að fæða tunguna sem fór niður að Svartsengi virðist alveg dáinn. Við sjáum engin merki og höfum ekkert séð um að hann sé neitt mjög virkur ennþá, en það er vissulega ekki hægt að útiloka að það sé eitthvað að fara inn í hann,“ segir Benedikt Ófeigsson, fagstjóri hjá Veðurstofu Íslands. Lítil hætta gagnvart innviðum Hraun úr nyrsta gígnum renni til austurs í átt að Fagradalsfjalli, og virkni úr honum frekar stöðug. „Hættan gagnvart innviðum hefur minnkað verulega síðustu tvo sólarhringana. Það eru góðar fréttir og í raun ekkert sem bendir til þess að verði neitt meira úr því, eins og staðan er núna.“ Erfitt sé að segja til um hvort landris sé hafið eða ekki, það komi sennilega í ljós eftir einhverja daga. Erfitt sé að segja til um hvað taki við, þegar þessu gosi lýkur. „Við sjáum í framhaldinu hvort það verði áframhaldandi landris. Ég á nú frekar von á því en ekki. Við höfum ekki séð það en það verður að koma í ljós bara.“ Á endanum komi ekkert gos Haft hefur verið eftir vísindamönnum að nú fari Sundhnúkagígaröðin að ljúka sér af. Benedikt segir þó ómögulegt að fullyrða að yfirstandandi gos sé það síðasta á svæðinu. „Við verðum örugglega að búast við því að það verði landris sem endar með því að það verði ekki gos, heldur bara hægist smám saman á og stöðvist. Hvenær það gerist og eftir hve mörg gos er bara ekki vitað. Það gætu verið núll gos eftir, og það gætu verið þrjú, fjögur gos eftir. Ég held að það sé ekki nokkur leið að spá fyrir um það, því miður,“ segir Benedikt. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Nóttin var tíðindalítil á gosstöðvunum, samkvæmt náttúruvárvakt Veðurstofu Íslands. 27. nóvember 2024 06:24 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Nyrsti hluti gígsins sýnir mesta virkni að sögn fagstjóra hjá Veðurstofu Íslands. „Gígurinn sem var í miðjunni og að fæða tunguna sem fór niður að Svartsengi virðist alveg dáinn. Við sjáum engin merki og höfum ekkert séð um að hann sé neitt mjög virkur ennþá, en það er vissulega ekki hægt að útiloka að það sé eitthvað að fara inn í hann,“ segir Benedikt Ófeigsson, fagstjóri hjá Veðurstofu Íslands. Lítil hætta gagnvart innviðum Hraun úr nyrsta gígnum renni til austurs í átt að Fagradalsfjalli, og virkni úr honum frekar stöðug. „Hættan gagnvart innviðum hefur minnkað verulega síðustu tvo sólarhringana. Það eru góðar fréttir og í raun ekkert sem bendir til þess að verði neitt meira úr því, eins og staðan er núna.“ Erfitt sé að segja til um hvort landris sé hafið eða ekki, það komi sennilega í ljós eftir einhverja daga. Erfitt sé að segja til um hvað taki við, þegar þessu gosi lýkur. „Við sjáum í framhaldinu hvort það verði áframhaldandi landris. Ég á nú frekar von á því en ekki. Við höfum ekki séð það en það verður að koma í ljós bara.“ Á endanum komi ekkert gos Haft hefur verið eftir vísindamönnum að nú fari Sundhnúkagígaröðin að ljúka sér af. Benedikt segir þó ómögulegt að fullyrða að yfirstandandi gos sé það síðasta á svæðinu. „Við verðum örugglega að búast við því að það verði landris sem endar með því að það verði ekki gos, heldur bara hægist smám saman á og stöðvist. Hvenær það gerist og eftir hve mörg gos er bara ekki vitað. Það gætu verið núll gos eftir, og það gætu verið þrjú, fjögur gos eftir. Ég held að það sé ekki nokkur leið að spá fyrir um það, því miður,“ segir Benedikt.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Nóttin var tíðindalítil á gosstöðvunum, samkvæmt náttúruvárvakt Veðurstofu Íslands. 27. nóvember 2024 06:24 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Nóttin var tíðindalítil á gosstöðvunum, samkvæmt náttúruvárvakt Veðurstofu Íslands. 27. nóvember 2024 06:24