Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. nóvember 2024 11:26 Benedikt Ófeigsson fagstjóri hjá Veðurstofu Íslands. Vísir/Arnar Hraun frá eldgosinu á Sundhnúkagígaröðinni rennur nú til austurs og ógnar ekki innviðum. Fáar vísbendingar eru um hvort landris sé hafið á ný eða ekki. Nyrsti hluti gígsins sýnir mesta virkni að sögn fagstjóra hjá Veðurstofu Íslands. „Gígurinn sem var í miðjunni og að fæða tunguna sem fór niður að Svartsengi virðist alveg dáinn. Við sjáum engin merki og höfum ekkert séð um að hann sé neitt mjög virkur ennþá, en það er vissulega ekki hægt að útiloka að það sé eitthvað að fara inn í hann,“ segir Benedikt Ófeigsson, fagstjóri hjá Veðurstofu Íslands. Lítil hætta gagnvart innviðum Hraun úr nyrsta gígnum renni til austurs í átt að Fagradalsfjalli, og virkni úr honum frekar stöðug. „Hættan gagnvart innviðum hefur minnkað verulega síðustu tvo sólarhringana. Það eru góðar fréttir og í raun ekkert sem bendir til þess að verði neitt meira úr því, eins og staðan er núna.“ Erfitt sé að segja til um hvort landris sé hafið eða ekki, það komi sennilega í ljós eftir einhverja daga. Erfitt sé að segja til um hvað taki við, þegar þessu gosi lýkur. „Við sjáum í framhaldinu hvort það verði áframhaldandi landris. Ég á nú frekar von á því en ekki. Við höfum ekki séð það en það verður að koma í ljós bara.“ Á endanum komi ekkert gos Haft hefur verið eftir vísindamönnum að nú fari Sundhnúkagígaröðin að ljúka sér af. Benedikt segir þó ómögulegt að fullyrða að yfirstandandi gos sé það síðasta á svæðinu. „Við verðum örugglega að búast við því að það verði landris sem endar með því að það verði ekki gos, heldur bara hægist smám saman á og stöðvist. Hvenær það gerist og eftir hve mörg gos er bara ekki vitað. Það gætu verið núll gos eftir, og það gætu verið þrjú, fjögur gos eftir. Ég held að það sé ekki nokkur leið að spá fyrir um það, því miður,“ segir Benedikt. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Nóttin var tíðindalítil á gosstöðvunum, samkvæmt náttúruvárvakt Veðurstofu Íslands. 27. nóvember 2024 06:24 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Nyrsti hluti gígsins sýnir mesta virkni að sögn fagstjóra hjá Veðurstofu Íslands. „Gígurinn sem var í miðjunni og að fæða tunguna sem fór niður að Svartsengi virðist alveg dáinn. Við sjáum engin merki og höfum ekkert séð um að hann sé neitt mjög virkur ennþá, en það er vissulega ekki hægt að útiloka að það sé eitthvað að fara inn í hann,“ segir Benedikt Ófeigsson, fagstjóri hjá Veðurstofu Íslands. Lítil hætta gagnvart innviðum Hraun úr nyrsta gígnum renni til austurs í átt að Fagradalsfjalli, og virkni úr honum frekar stöðug. „Hættan gagnvart innviðum hefur minnkað verulega síðustu tvo sólarhringana. Það eru góðar fréttir og í raun ekkert sem bendir til þess að verði neitt meira úr því, eins og staðan er núna.“ Erfitt sé að segja til um hvort landris sé hafið eða ekki, það komi sennilega í ljós eftir einhverja daga. Erfitt sé að segja til um hvað taki við, þegar þessu gosi lýkur. „Við sjáum í framhaldinu hvort það verði áframhaldandi landris. Ég á nú frekar von á því en ekki. Við höfum ekki séð það en það verður að koma í ljós bara.“ Á endanum komi ekkert gos Haft hefur verið eftir vísindamönnum að nú fari Sundhnúkagígaröðin að ljúka sér af. Benedikt segir þó ómögulegt að fullyrða að yfirstandandi gos sé það síðasta á svæðinu. „Við verðum örugglega að búast við því að það verði landris sem endar með því að það verði ekki gos, heldur bara hægist smám saman á og stöðvist. Hvenær það gerist og eftir hve mörg gos er bara ekki vitað. Það gætu verið núll gos eftir, og það gætu verið þrjú, fjögur gos eftir. Ég held að það sé ekki nokkur leið að spá fyrir um það, því miður,“ segir Benedikt.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Nóttin var tíðindalítil á gosstöðvunum, samkvæmt náttúruvárvakt Veðurstofu Íslands. 27. nóvember 2024 06:24 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Nóttin var tíðindalítil á gosstöðvunum, samkvæmt náttúruvárvakt Veðurstofu Íslands. 27. nóvember 2024 06:24