Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange og Jenný Kristín Valberg skrifa 30. nóvember 2024 09:03 Samkvæmt 33.a grein barnalaga nr. 76/2003 er gerð krafa um að aðilar sem slíta samvistum eða skilja og eiga saman börn, fari í sáttameðferð hjá sýslumanni áður en hægt er að leita úrskurðar eða höfða mál um forsjá, lögheimili, umgengni, dagsektir eða aðför samkvæmt ákvæðum barnalaga. Markmið sáttameðferðar er að ná samkomulagi sem er barninu fyrir bestu. Hún miðar að því að leysa ágreining um forsjá, umgengni og lögheimili barns eða barna. Sáttameðferð getur verið mjög gagnleg ef foreldrar geta mæst á jafnréttisgrundvelli þar sem sjónarmið beggja koma fram. Hins vegar finna margir þolendur ofbeldis í nánum samböndum fyrir miklum erfiðleikum við að koma sínum sjónarmiðum á framfæri í þessu ferli. Ástæðan er sú að enginn stuðningur er til staðar til að setja mörk við ofbeldishegðun geranda, og málin eru unnin eins og báðir aðilar sýni heilbrigða hegðun. Ofbeldi í nánum samböndum hefur verið skilgreint sem ógnarstjórn feðraveldis (e. patriarchal terrorism), þar sem ofbeldi er beitt samkvæmt gömlum hugmyndum um eignarrétt karla yfir konum. Þessi tegund ofbeldis hefur tilhneigingu til að aukast og verða alvarlegri með tímanum. Hún felur í sér valda- og kynjamisrétti, þar sem ótti um líf og heilsu er til staðar, og þolandi er oft sviptur sjálfsákvörðunarrétti og athafnafrelsi. Þetta þarf allt að hafa í huga þegar sama stofnun veitir þjónustu bæði fyrir þolendur og gerendur í sama málinu. Þar að auki er ofbeldi frá nánum aðila sársaukafyllra og setur brotaþola í erfiðari stöðu við að slíta sambandinu. Við, sem vinnum í þolenda miðstöðvum á Íslandi, verðum ítrekað vör við að sáttameðferð sýslumanns verði að tæki í höndum gerenda ofbeldis í nánum samböndum. Þolendur eru ítrekað kallaðir í nýjar sáttameðferðir, ferliðer dregið á langinn, umgengnissamningum er stöðugt breytt og settar eru fram ásakanir um tálmun. Þolendur eru því enn að takast á við ofbeldið þrátt fyrir að hafa tekist að komast út úr sambandinu. Þolendurnir fá stöðuga áminningu um að vera að bregðast kerfinu í ljósi réttinda geranda sem foreldris. Þannig er þolandinn í hollustuklemmu á milli kerfisins og barna sinna. Í þessari stöðu eru þolendur undir miklu tilfinningalegu álagi sem hefur gríðarleg áhrif á stöðu og líðan barnanna. Ef vel ætti að vera þá þyrfti að taka upp verklag innan kerfisins sem miðaði að því að þolendur fengju stuðning og vernd gegn heimilisofbeldi og að ofangreindir gerendur fengju tækifæri til að taka ábyrgð á sinni hegðun með viðeigandi stuðningi hjá sérhæfðum fagaðilum. Þannig yrði komið í veg fyrir notkun barna sem tækja til stýringar og/eða að festa þau inni í ofbeldishring gerandans og áfallatengsl við hann sem hafa áhrif á þeirra þroska og lífsgæði. Við, fyrir hönd þolendamiðstöðva á Íslandi, köllum því eftir auknu samstarfi við sýslumenn í þessum mikilvæga málaflokki. Höfundar skrifa f.h. þolendamiðstöðva á Íslandi - Elísabet Lorange er teymisstýra Sigurhæða og Jenný Kristín Valberg er teymisstýra Bjarkarhlíðar. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Fjölskyldumál Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt 33.a grein barnalaga nr. 76/2003 er gerð krafa um að aðilar sem slíta samvistum eða skilja og eiga saman börn, fari í sáttameðferð hjá sýslumanni áður en hægt er að leita úrskurðar eða höfða mál um forsjá, lögheimili, umgengni, dagsektir eða aðför samkvæmt ákvæðum barnalaga. Markmið sáttameðferðar er að ná samkomulagi sem er barninu fyrir bestu. Hún miðar að því að leysa ágreining um forsjá, umgengni og lögheimili barns eða barna. Sáttameðferð getur verið mjög gagnleg ef foreldrar geta mæst á jafnréttisgrundvelli þar sem sjónarmið beggja koma fram. Hins vegar finna margir þolendur ofbeldis í nánum samböndum fyrir miklum erfiðleikum við að koma sínum sjónarmiðum á framfæri í þessu ferli. Ástæðan er sú að enginn stuðningur er til staðar til að setja mörk við ofbeldishegðun geranda, og málin eru unnin eins og báðir aðilar sýni heilbrigða hegðun. Ofbeldi í nánum samböndum hefur verið skilgreint sem ógnarstjórn feðraveldis (e. patriarchal terrorism), þar sem ofbeldi er beitt samkvæmt gömlum hugmyndum um eignarrétt karla yfir konum. Þessi tegund ofbeldis hefur tilhneigingu til að aukast og verða alvarlegri með tímanum. Hún felur í sér valda- og kynjamisrétti, þar sem ótti um líf og heilsu er til staðar, og þolandi er oft sviptur sjálfsákvörðunarrétti og athafnafrelsi. Þetta þarf allt að hafa í huga þegar sama stofnun veitir þjónustu bæði fyrir þolendur og gerendur í sama málinu. Þar að auki er ofbeldi frá nánum aðila sársaukafyllra og setur brotaþola í erfiðari stöðu við að slíta sambandinu. Við, sem vinnum í þolenda miðstöðvum á Íslandi, verðum ítrekað vör við að sáttameðferð sýslumanns verði að tæki í höndum gerenda ofbeldis í nánum samböndum. Þolendur eru ítrekað kallaðir í nýjar sáttameðferðir, ferliðer dregið á langinn, umgengnissamningum er stöðugt breytt og settar eru fram ásakanir um tálmun. Þolendur eru því enn að takast á við ofbeldið þrátt fyrir að hafa tekist að komast út úr sambandinu. Þolendurnir fá stöðuga áminningu um að vera að bregðast kerfinu í ljósi réttinda geranda sem foreldris. Þannig er þolandinn í hollustuklemmu á milli kerfisins og barna sinna. Í þessari stöðu eru þolendur undir miklu tilfinningalegu álagi sem hefur gríðarleg áhrif á stöðu og líðan barnanna. Ef vel ætti að vera þá þyrfti að taka upp verklag innan kerfisins sem miðaði að því að þolendur fengju stuðning og vernd gegn heimilisofbeldi og að ofangreindir gerendur fengju tækifæri til að taka ábyrgð á sinni hegðun með viðeigandi stuðningi hjá sérhæfðum fagaðilum. Þannig yrði komið í veg fyrir notkun barna sem tækja til stýringar og/eða að festa þau inni í ofbeldishring gerandans og áfallatengsl við hann sem hafa áhrif á þeirra þroska og lífsgæði. Við, fyrir hönd þolendamiðstöðva á Íslandi, köllum því eftir auknu samstarfi við sýslumenn í þessum mikilvæga málaflokki. Höfundar skrifa f.h. þolendamiðstöðva á Íslandi - Elísabet Lorange er teymisstýra Sigurhæða og Jenný Kristín Valberg er teymisstýra Bjarkarhlíðar. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun