Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar 27. nóvember 2024 20:11 Síðastlíðinn föstudag gerði Willum Þór Þórsson samning við Hugarafl um endurhæfingu einstaklinga sem ganga í gegnum geðrænar áskoranir á lífsleiðinni. Hér er í raun tekin tímamótaákvörðun að svo mörgu leiti og því ber að fagna. Í þessari ákvörðun felst víðrýni og á sama tíma kjarkur ráðherra til að efla nýjar leiðir og fjölbreytni utan hefðbundins stofnanakerfis. Það er í raun ýtt undir forsendur einstaklingsins til að velja sér leið og viðurkennt að fjölbreyttar leiðir í endurhæfingu eru nauðsynlegar. Í fréttatilkynningu ráðuneytisins kemur fram að samningurinn byggir á auknum stuðningi við endurhæfingu notenda sem ganga í gegnum geðrænar áskoranir í samstarfi við Hugarafl. “Lögð verður áhersla á þrjá hópa, þ.e. notendur sem eru að stíga sín fyrstu skref í endurhæfingu, notendur sem eru lengra komin í endurhæfingu og notendur sem eru að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði eða í námi.” „Hugmyndafræði Hugarafls byggir á valdeflingu, að uppræta fordóma og efla hlutverk og þátttöku notenda í eigin bataferli og í samfélaginu. Þessi nálgun hefur reynst vel, hjálpað mörgum og haft mikilvæg og jákvæð áhrif út í samfélagið. Ég fagna því þessum samningi sem gerir Hugarafli kleift að fjölga starfsfólki til að efla endurhæfingarstarfsemina og hjálpa fleirum til bata“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Í fréttatilkynningu er einnig tekið fram að ein af aðgerðum aðgerðaáætlunar geðheilbrigðismála til ársins 2027 feli í sér áherslu á að fólk með notendareynslu starfi sem víðast í geðheilbrigðisþjónustu og fellur samningurinn við Hugarafl vel að þeirri áherslu. Willum Þór heilbrigðisráðherra hefur undanfarin ár fylgst vel með Hugarafli og þeim verkefnum sem samtökin hafa sinnt í íslensku samfélagi frá stofnun samstakanna síðast liðin 22 ár. Sem heilbrigðisráðherra hefur hann sýnt því skilning að þegar leitað er endurhæfingar er mikilvægt að valmöguleikar séu opnir og fjölbreyttir. Það er mikilvægt að hafa opinn valmöguleika sem ýtir undir bata en leggur ekki áherslu á veikleika. Að hafa nægan tíma í endurhæfingu er lykilatriði, að geta gengið í gegnum bakslög og náð svo áttum á ný án þess að missa plássið í endurhæfingunni skiptir sköpum og eflir seiglu. Að halda áfram þó móti blási verður mögulegt auðveldara með tímanum og gerir í raun það að verkum að uppgjöf er ekki lengur valmöguleiki. Valdeflandi umhverfi sem byggir á jákvæðri batanálgun getur verið lífsspursmál og heldur í raun voninni gangandi. Að tilheyra samfélagi sem byggir á jafningjagrunni getur stuðlað að því að einstaklingurinn fari smám saman að finna leiðir sem áður reyndust ekki mögulegar og að tilheyra er lykilatriði. Alþjóða heibrigðismálastofnunin og Sameinuðu þjóðirnar hafa á undanförnum árum kallað eftir því að það sé auðveldara að leita sér þjónustu þegar um geðrænar áskoranir er að ræða, að aðgengi sé opið og að einingar séu ekki stofnanalegar. Það er ákall um minni einingar sem eru hlýlegar og byggi á virðingu fyrir notandanum sem leitar sér hjálpar. Þetta vill því miður oft gleymast í stofnanaumhverfi sem á erfitt með að aðlaga sig og opna faðminn. Í grasrótinni hjá Hugarfli er opið aðgengi fyrir alla landsbyggðina og engir biðlistar. Hugarafl hefur á undanförnum árum þróað sitt endurhæfingarúrræði og eftirspurnin er mjög vaxandi. Nokkur sveitarfélög hafa gert einnig samninga við Hugarafl og fjöldi einstaklinga sér fram á aukna valmöguleika til að komast til virkrar samfélagsþáttöku á ný. Höfundur er framkvæmdastjóri Hugarafls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Síðastlíðinn föstudag gerði Willum Þór Þórsson samning við Hugarafl um endurhæfingu einstaklinga sem ganga í gegnum geðrænar áskoranir á lífsleiðinni. Hér er í raun tekin tímamótaákvörðun að svo mörgu leiti og því ber að fagna. Í þessari ákvörðun felst víðrýni og á sama tíma kjarkur ráðherra til að efla nýjar leiðir og fjölbreytni utan hefðbundins stofnanakerfis. Það er í raun ýtt undir forsendur einstaklingsins til að velja sér leið og viðurkennt að fjölbreyttar leiðir í endurhæfingu eru nauðsynlegar. Í fréttatilkynningu ráðuneytisins kemur fram að samningurinn byggir á auknum stuðningi við endurhæfingu notenda sem ganga í gegnum geðrænar áskoranir í samstarfi við Hugarafl. “Lögð verður áhersla á þrjá hópa, þ.e. notendur sem eru að stíga sín fyrstu skref í endurhæfingu, notendur sem eru lengra komin í endurhæfingu og notendur sem eru að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði eða í námi.” „Hugmyndafræði Hugarafls byggir á valdeflingu, að uppræta fordóma og efla hlutverk og þátttöku notenda í eigin bataferli og í samfélaginu. Þessi nálgun hefur reynst vel, hjálpað mörgum og haft mikilvæg og jákvæð áhrif út í samfélagið. Ég fagna því þessum samningi sem gerir Hugarafli kleift að fjölga starfsfólki til að efla endurhæfingarstarfsemina og hjálpa fleirum til bata“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Í fréttatilkynningu er einnig tekið fram að ein af aðgerðum aðgerðaáætlunar geðheilbrigðismála til ársins 2027 feli í sér áherslu á að fólk með notendareynslu starfi sem víðast í geðheilbrigðisþjónustu og fellur samningurinn við Hugarafl vel að þeirri áherslu. Willum Þór heilbrigðisráðherra hefur undanfarin ár fylgst vel með Hugarafli og þeim verkefnum sem samtökin hafa sinnt í íslensku samfélagi frá stofnun samstakanna síðast liðin 22 ár. Sem heilbrigðisráðherra hefur hann sýnt því skilning að þegar leitað er endurhæfingar er mikilvægt að valmöguleikar séu opnir og fjölbreyttir. Það er mikilvægt að hafa opinn valmöguleika sem ýtir undir bata en leggur ekki áherslu á veikleika. Að hafa nægan tíma í endurhæfingu er lykilatriði, að geta gengið í gegnum bakslög og náð svo áttum á ný án þess að missa plássið í endurhæfingunni skiptir sköpum og eflir seiglu. Að halda áfram þó móti blási verður mögulegt auðveldara með tímanum og gerir í raun það að verkum að uppgjöf er ekki lengur valmöguleiki. Valdeflandi umhverfi sem byggir á jákvæðri batanálgun getur verið lífsspursmál og heldur í raun voninni gangandi. Að tilheyra samfélagi sem byggir á jafningjagrunni getur stuðlað að því að einstaklingurinn fari smám saman að finna leiðir sem áður reyndust ekki mögulegar og að tilheyra er lykilatriði. Alþjóða heibrigðismálastofnunin og Sameinuðu þjóðirnar hafa á undanförnum árum kallað eftir því að það sé auðveldara að leita sér þjónustu þegar um geðrænar áskoranir er að ræða, að aðgengi sé opið og að einingar séu ekki stofnanalegar. Það er ákall um minni einingar sem eru hlýlegar og byggi á virðingu fyrir notandanum sem leitar sér hjálpar. Þetta vill því miður oft gleymast í stofnanaumhverfi sem á erfitt með að aðlaga sig og opna faðminn. Í grasrótinni hjá Hugarfli er opið aðgengi fyrir alla landsbyggðina og engir biðlistar. Hugarafl hefur á undanförnum árum þróað sitt endurhæfingarúrræði og eftirspurnin er mjög vaxandi. Nokkur sveitarfélög hafa gert einnig samninga við Hugarafl og fjöldi einstaklinga sér fram á aukna valmöguleika til að komast til virkrar samfélagsþáttöku á ný. Höfundur er framkvæmdastjóri Hugarafls.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun