Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar 28. nóvember 2024 08:52 Það er ánægjulegt að við verðum sífellt eldri. Samhliða því þarf að gera allt sem unnt er til að við höldum sem bestri heilsu ævina á enda en líka að við fáum nauðsynlegan stuðning, aðstoð og meðferð ef heilsan bilar. Samkvæmt mannfjöldaspám hagstofunnar mun þeim sem eru 67 ára og eldri fjölga um 20 þúsund á næstu 10 árum og þeim sem eru yfir áttrætt um 10 þúsund. Ekki hefur tekist að tryggja aðgengi að þjónustu fyrir þennan stækkandi hóp þótt fjölgun aldraðra hafi lengi legið fyrir. Þá er hluti hópsins sem býr við kröpp kjör. Úr hvorutveggja er brýnt að bæta og það hyggst Samfylkingin gera fái hún til þess umboð í kosningum. Örugg afkoma eldra fólks Undanfarin ár hefur bilið á milli lífeyris frá Tryggingastofnun ríkisins (TR) og lægstu launa, gliðnað. Árið 2017 var bilið um 50 þúsund krónur en nú er bilið orðið um 100 þúsund krónur. Þessi þróun er ósanngjörn og því vill Samfylkingin að greiðslur almannatrygginga til eldra fólks og öryrkja verði bundnar við launavísitölu þannig að samræmi verði á hækkunum. Þá vill flokkurinn hækka frítekjumark ellilífeyris úr 25 í 60 þúsund krónur á mánuði til að eldra fólk njóti meiri ávinnings af því að hafa greitt í lífeyrisstjóði. Enn fremur vill Samfylkingin koma á frítekjumarki vaxtatekna þannig að vaxtatekjur upp að 300 þúsund krónur á ári skerði ekki greiðslur almannatrygginga og færri fái bakreikning frá TR. Um þetta má lesa í Framkvæmdaplani Samfylkingarinnar í húsnæðis og kjaramálum. Þjóðarátak í umönnun þeirra eldri Það er mikil innviðaskuld í heilbrigðiskerfinu. Meðal annars bíða nú tæp 500 manns eftir hjúkrunarrými, flestir við krefjandi aðstæður. Allt að 100 þeirra bíða á Landspítala og á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Það skerðir lífsgæði þessara einstaklinga, er mun dýrara fyrir samfélagið og getur hindrað sjúkrahúsin í að sinna sérhæfðri þjónustu þar eð legurými eru upptekin. Um þetta vitnar vandinn á bráðamóttöku Landspítalans. Í planinu um Örugg skref í heilbrigðis- og öldurnarþjónustu boðar Samfylkingin þjóðarátak í umönnun eldra fólks enda á fólkið sem byggði landið, betra skilið. Brotakennd þjónusta við eldra fólk er einn helsti vandi heilbrigðiskerfisins í heild. Brýnast er að byggja fleiri hjúkrunarrými en samhliða þarf að byggja upp heilsueflingu ásamt öflugri heima- og dagþjónustu svo fólk geti verið í eigin búsetu eins lengi og hægt er. Enn fremur vill Samfylkingin að eldra fólk fái forgang um fastan heimilsilækni eða annan tengilið við kerfið til að tryggja inngrip fyrr þegar á bjátar. Það þarf að viðurkenna að veita þarf meiri fjármunum til þjónustu við aldraða. Sumt höfum við ekki efni á að gera en þetta höfum við ekki efni á að gera ekki. Nýtt upphaf með Samfylkingunni Kæru kjósendur. Samfylkingin boðar nauðsynlegar og árangursríkar aðgerðir til að bæta afkomu og lífsgæði eldra fólks. Til þess þurfum við stuðning ykkar á kjördag. Formaður okkar, Kristrún Frostadóttir, er sá stjórnmálamaður sem langflestir treysta til að leiða ríkisstjórn og ríkisfjármál. Munum líka að Samfylkingin gætir engra sérhagsmuna, einungis almannahags. Þetta er sögulegt tækifæri til breytinga, nýtum það og kjósum Samfylkinguna, landi og þjóð til heilla. Höfundur er landlæknir og oddviti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma D. Möller Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Eldri borgarar Mest lesið Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson Skoðun Göngum í takt Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Sjá meira
Það er ánægjulegt að við verðum sífellt eldri. Samhliða því þarf að gera allt sem unnt er til að við höldum sem bestri heilsu ævina á enda en líka að við fáum nauðsynlegan stuðning, aðstoð og meðferð ef heilsan bilar. Samkvæmt mannfjöldaspám hagstofunnar mun þeim sem eru 67 ára og eldri fjölga um 20 þúsund á næstu 10 árum og þeim sem eru yfir áttrætt um 10 þúsund. Ekki hefur tekist að tryggja aðgengi að þjónustu fyrir þennan stækkandi hóp þótt fjölgun aldraðra hafi lengi legið fyrir. Þá er hluti hópsins sem býr við kröpp kjör. Úr hvorutveggja er brýnt að bæta og það hyggst Samfylkingin gera fái hún til þess umboð í kosningum. Örugg afkoma eldra fólks Undanfarin ár hefur bilið á milli lífeyris frá Tryggingastofnun ríkisins (TR) og lægstu launa, gliðnað. Árið 2017 var bilið um 50 þúsund krónur en nú er bilið orðið um 100 þúsund krónur. Þessi þróun er ósanngjörn og því vill Samfylkingin að greiðslur almannatrygginga til eldra fólks og öryrkja verði bundnar við launavísitölu þannig að samræmi verði á hækkunum. Þá vill flokkurinn hækka frítekjumark ellilífeyris úr 25 í 60 þúsund krónur á mánuði til að eldra fólk njóti meiri ávinnings af því að hafa greitt í lífeyrisstjóði. Enn fremur vill Samfylkingin koma á frítekjumarki vaxtatekna þannig að vaxtatekjur upp að 300 þúsund krónur á ári skerði ekki greiðslur almannatrygginga og færri fái bakreikning frá TR. Um þetta má lesa í Framkvæmdaplani Samfylkingarinnar í húsnæðis og kjaramálum. Þjóðarátak í umönnun þeirra eldri Það er mikil innviðaskuld í heilbrigðiskerfinu. Meðal annars bíða nú tæp 500 manns eftir hjúkrunarrými, flestir við krefjandi aðstæður. Allt að 100 þeirra bíða á Landspítala og á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Það skerðir lífsgæði þessara einstaklinga, er mun dýrara fyrir samfélagið og getur hindrað sjúkrahúsin í að sinna sérhæfðri þjónustu þar eð legurými eru upptekin. Um þetta vitnar vandinn á bráðamóttöku Landspítalans. Í planinu um Örugg skref í heilbrigðis- og öldurnarþjónustu boðar Samfylkingin þjóðarátak í umönnun eldra fólks enda á fólkið sem byggði landið, betra skilið. Brotakennd þjónusta við eldra fólk er einn helsti vandi heilbrigðiskerfisins í heild. Brýnast er að byggja fleiri hjúkrunarrými en samhliða þarf að byggja upp heilsueflingu ásamt öflugri heima- og dagþjónustu svo fólk geti verið í eigin búsetu eins lengi og hægt er. Enn fremur vill Samfylkingin að eldra fólk fái forgang um fastan heimilsilækni eða annan tengilið við kerfið til að tryggja inngrip fyrr þegar á bjátar. Það þarf að viðurkenna að veita þarf meiri fjármunum til þjónustu við aldraða. Sumt höfum við ekki efni á að gera en þetta höfum við ekki efni á að gera ekki. Nýtt upphaf með Samfylkingunni Kæru kjósendur. Samfylkingin boðar nauðsynlegar og árangursríkar aðgerðir til að bæta afkomu og lífsgæði eldra fólks. Til þess þurfum við stuðning ykkar á kjördag. Formaður okkar, Kristrún Frostadóttir, er sá stjórnmálamaður sem langflestir treysta til að leiða ríkisstjórn og ríkisfjármál. Munum líka að Samfylkingin gætir engra sérhagsmuna, einungis almannahags. Þetta er sögulegt tækifæri til breytinga, nýtum það og kjósum Samfylkinguna, landi og þjóð til heilla. Höfundur er landlæknir og oddviti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun