Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar 28. nóvember 2024 11:20 Í nýlegri grein Ragnars Þórs Ingólfssonar er fjallað um hvort skattleggja eigi lífeyri áður en lagt er inn á lífeyrissjóðina eða út. Þar eru lagðar fram ýmis konar tölur sem skipta í raun engu máli þegar svara á þeirri spurningu. En þær líta vel út og það hljómar vel að nota tilvísun í traust landsmanna til lífeyrissjóða eða hræða fólk með bólum og hruni. Nú er ég efasemdarmaður um ýmislegt. Líka um lífeyrissjóðina. Mér finnst erfitt að þurfa að treysta lífeyrissjóðum fyrir ávöxtun á lífeyri yfir heila mannsævi þar sem það eru alveg dæmi um einstaka lífeyrissjóði sem hafa þurrkast út vegna lélegra fjárfestinga. Sjónhverfing En til hvers eru verið að rökræða hvort það eigi að greiða skatt fyrir eða eftir greiðslu inn í lífeyrissjóð? Jú, Flokkur fólksins vill nota skattheimtu af greiðslunum sem fást af því að greiða inn í lífeyriskerfið til þess að fjármagna alls konar opinber verkefni. Þau búast við einhverjum 90 milljörðum á ári í tekjuaukningu fyrir ríkið vegna þess. Ég verð að segja að þetta er sjónhverfing. Af hverju? Jú, ef það eru teknir 90 milljarðar úr greiðslum inn í lífeyrissjóðina þá eru þeir ekki til staðar þegar greiða á úr lífeyrissjóðunum. Það þýðir, að öllu óbreyttu miðað við verðlagsþróun, að reikningsdæmið kemur út á núlli. 90 milljarðar úr lífeyriskerfinu fyrir inngreiðslu þýðir þá bókstaflega 90 milljarðar í mínus á hinum endanum. Það gerist vissulega ekki strax, þetta er því bara tímabundin tilfærsla á fjármagni frá framtíðarkynslóðum. Rökin eru, þessu til viðbótar, að fólk treystir ekki lífeyrissjóðunum. Að fjármagn þeirra hafi þurrkast upp í bólu og hruni. Á meðan það er rétt, þá var það tímabundið. Virði eigna þeirra hækkaði aftur í verði og tapið vannst til baka. Það er nefnilega yfirleitt þannig að þegar einhver rekstur verður gjaldþrota þá hverfur ekki þörfin fyrir þjónustunni sem sá rekstur sinnir. Annar tekur við og heldur áfram. Og ef þetta eru rökin, 90 milljarðar úr lífeyrissjóðum í ríkissjóð af því að fólk vantreystir lífeyrissjóðum þá er ágætt að muna að fólk vantreystir ríkissjóði enn minna. Ríkið hefur farið út alls konar fjárfestingar sem hafa hrunið all svakalega. Íbúðalánasjóður er ágætis dæmi um slíkt klúður. Stóru tölurnar Það þarf alveg að ræða lífeyrissjóðina - í samhengi við samkeppnismál. Í samhengi við spillingu, jeppa, fjölda, lýðræðis og alls konar vandamála sem óhjákvæmilega koma upp í kringum mikið magn af peningum. En 90 milljarðar er líka mikið magn af peningum og stjórnmálamönnum er alveg jafn illa treystandi fyrir miklu magni af almannafé. Það er alveg hægt að ímynda sér að ríkið fari í betri fjárfestingar fyrir þessa 90 milljarða en lífeyrissjóðirnir en ég myndi segja að líkurnar á því séu ekkert svakalega góðar. Það sem er hins vegar algerlega kristalskýrt er að minni innkoma lífeyrissjóðanna hefur bein áhrif á vænt lífeyrisréttindi. Það er gert ráð fyrir ávöxtun ofan á þessa 90 milljarða og ef sú ávöxtun stenst þá græða bæði lífeyrisþegar og ríkið fær hærri skattheimtu líka. Í samhengi þess að við erum að tala hérna um stórar tölur þá hafa einstaka gjaldþrot, jafnvel stærri fyrirtækja eða jafnvel efnahagshruns, í rauninni lítil sem engin áhrif til lengri tíma. Hagkerfið er nefnilega stærð sem hverfis í kringum fjölda fólks og samfélagslega velsæld. Einstaka efnahagsleg áföll breyta engu um þessar stærðir. Það er lögmál hagkerfa sem þarf að hafa grundvallarskilning á til þess að sjá heildarsamhengið. Heildarsamhengið Hagkerfið verður alltaf til staðar, óháð því hvað okkur finnst um það. Óháð því hvort það komi bóla eða hrun. Það kemur alltaf til baka því efnahagslegt virði þess er einfaldlega fólkið sem býr í landinu. Hagkerfið getur minnkað og stækkað sem breytir í rauninni engu um lífskjör - nema við breytum því hvernig gæði skiptast á milli fólks. Ef fáir fá mikið þá erum við með slæmt hagkerfi þar sem fátækt ríkir. Ef allir fá jafnt erum við líka með ósanngjarnt hagkerfi þar sem framtakssemi er ekki verðlaunuð. Hagkerfið er þegar allt kemur til alls ákveðin jafnvægislist þess hvernig við skiptum með okkur sameiginlegum gæðum. Þau gæði vegast svo á við sömu gæði í öðrum hagkerfum (annara landa) sem segir til um hversu auðug við erum í samanburði við aðra. Lífeyrisréttindi fólks er ákveðinn framtíðarauður. Að tryggja fólki góða framfærslu á efri árum er efnahagslega góð ákvörðun. Hvernig við gerum það er ekki auðveld spurning að svara en lífeyrissjóðskerfið hefur staðist álagið í samanburði við aðrar lausnir í öðrum löndum. Það þýðir ekki að við eigum að hætta að gera betur - en á sama tíma þýðir það að við getum ekki tekið 90 milljarða úr kerfinu sísvona með sjónhverfingu um að það auki einhvern vegin tekjur ríkisins. Ekki án þess að sýna það skýrt hvernig það minnkar ekki lífeyrisréttindi fólks. Höfundur er þingmaður og oddviti Pírata í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Píratar Mest lesið „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Sjá meira
Í nýlegri grein Ragnars Þórs Ingólfssonar er fjallað um hvort skattleggja eigi lífeyri áður en lagt er inn á lífeyrissjóðina eða út. Þar eru lagðar fram ýmis konar tölur sem skipta í raun engu máli þegar svara á þeirri spurningu. En þær líta vel út og það hljómar vel að nota tilvísun í traust landsmanna til lífeyrissjóða eða hræða fólk með bólum og hruni. Nú er ég efasemdarmaður um ýmislegt. Líka um lífeyrissjóðina. Mér finnst erfitt að þurfa að treysta lífeyrissjóðum fyrir ávöxtun á lífeyri yfir heila mannsævi þar sem það eru alveg dæmi um einstaka lífeyrissjóði sem hafa þurrkast út vegna lélegra fjárfestinga. Sjónhverfing En til hvers eru verið að rökræða hvort það eigi að greiða skatt fyrir eða eftir greiðslu inn í lífeyrissjóð? Jú, Flokkur fólksins vill nota skattheimtu af greiðslunum sem fást af því að greiða inn í lífeyriskerfið til þess að fjármagna alls konar opinber verkefni. Þau búast við einhverjum 90 milljörðum á ári í tekjuaukningu fyrir ríkið vegna þess. Ég verð að segja að þetta er sjónhverfing. Af hverju? Jú, ef það eru teknir 90 milljarðar úr greiðslum inn í lífeyrissjóðina þá eru þeir ekki til staðar þegar greiða á úr lífeyrissjóðunum. Það þýðir, að öllu óbreyttu miðað við verðlagsþróun, að reikningsdæmið kemur út á núlli. 90 milljarðar úr lífeyriskerfinu fyrir inngreiðslu þýðir þá bókstaflega 90 milljarðar í mínus á hinum endanum. Það gerist vissulega ekki strax, þetta er því bara tímabundin tilfærsla á fjármagni frá framtíðarkynslóðum. Rökin eru, þessu til viðbótar, að fólk treystir ekki lífeyrissjóðunum. Að fjármagn þeirra hafi þurrkast upp í bólu og hruni. Á meðan það er rétt, þá var það tímabundið. Virði eigna þeirra hækkaði aftur í verði og tapið vannst til baka. Það er nefnilega yfirleitt þannig að þegar einhver rekstur verður gjaldþrota þá hverfur ekki þörfin fyrir þjónustunni sem sá rekstur sinnir. Annar tekur við og heldur áfram. Og ef þetta eru rökin, 90 milljarðar úr lífeyrissjóðum í ríkissjóð af því að fólk vantreystir lífeyrissjóðum þá er ágætt að muna að fólk vantreystir ríkissjóði enn minna. Ríkið hefur farið út alls konar fjárfestingar sem hafa hrunið all svakalega. Íbúðalánasjóður er ágætis dæmi um slíkt klúður. Stóru tölurnar Það þarf alveg að ræða lífeyrissjóðina - í samhengi við samkeppnismál. Í samhengi við spillingu, jeppa, fjölda, lýðræðis og alls konar vandamála sem óhjákvæmilega koma upp í kringum mikið magn af peningum. En 90 milljarðar er líka mikið magn af peningum og stjórnmálamönnum er alveg jafn illa treystandi fyrir miklu magni af almannafé. Það er alveg hægt að ímynda sér að ríkið fari í betri fjárfestingar fyrir þessa 90 milljarða en lífeyrissjóðirnir en ég myndi segja að líkurnar á því séu ekkert svakalega góðar. Það sem er hins vegar algerlega kristalskýrt er að minni innkoma lífeyrissjóðanna hefur bein áhrif á vænt lífeyrisréttindi. Það er gert ráð fyrir ávöxtun ofan á þessa 90 milljarða og ef sú ávöxtun stenst þá græða bæði lífeyrisþegar og ríkið fær hærri skattheimtu líka. Í samhengi þess að við erum að tala hérna um stórar tölur þá hafa einstaka gjaldþrot, jafnvel stærri fyrirtækja eða jafnvel efnahagshruns, í rauninni lítil sem engin áhrif til lengri tíma. Hagkerfið er nefnilega stærð sem hverfis í kringum fjölda fólks og samfélagslega velsæld. Einstaka efnahagsleg áföll breyta engu um þessar stærðir. Það er lögmál hagkerfa sem þarf að hafa grundvallarskilning á til þess að sjá heildarsamhengið. Heildarsamhengið Hagkerfið verður alltaf til staðar, óháð því hvað okkur finnst um það. Óháð því hvort það komi bóla eða hrun. Það kemur alltaf til baka því efnahagslegt virði þess er einfaldlega fólkið sem býr í landinu. Hagkerfið getur minnkað og stækkað sem breytir í rauninni engu um lífskjör - nema við breytum því hvernig gæði skiptast á milli fólks. Ef fáir fá mikið þá erum við með slæmt hagkerfi þar sem fátækt ríkir. Ef allir fá jafnt erum við líka með ósanngjarnt hagkerfi þar sem framtakssemi er ekki verðlaunuð. Hagkerfið er þegar allt kemur til alls ákveðin jafnvægislist þess hvernig við skiptum með okkur sameiginlegum gæðum. Þau gæði vegast svo á við sömu gæði í öðrum hagkerfum (annara landa) sem segir til um hversu auðug við erum í samanburði við aðra. Lífeyrisréttindi fólks er ákveðinn framtíðarauður. Að tryggja fólki góða framfærslu á efri árum er efnahagslega góð ákvörðun. Hvernig við gerum það er ekki auðveld spurning að svara en lífeyrissjóðskerfið hefur staðist álagið í samanburði við aðrar lausnir í öðrum löndum. Það þýðir ekki að við eigum að hætta að gera betur - en á sama tíma þýðir það að við getum ekki tekið 90 milljarða úr kerfinu sísvona með sjónhverfingu um að það auki einhvern vegin tekjur ríkisins. Ekki án þess að sýna það skýrt hvernig það minnkar ekki lífeyrisréttindi fólks. Höfundur er þingmaður og oddviti Pírata í Reykjavík suður.
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun