Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar 28. nóvember 2024 13:21 Fyrir Alþingiskosningar eru við knúin til að velta fyrir okkur valkostum, málaflokkum og stjórnmálaflokkum. Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Hvað skiptir máli? Hvernig samfélag viljum við vera? Kosningar í nóvember á Íslandi hafa annað andrúmsloft en kosningar að vori eða hausti. Þar er að finna skammdegi, kulda, annir, verkföll og tilboð sem við eigum ekki að geta hafnað. Neyslan innanlands er yfirþyrmandi í nóvember og á sama tíma fylgjumst við með stríði út í heimi; Úkraína í Evrópu, Palestína í Asíu, Súdan í Afríku. Hættulegustu þættir framtíðarinnar liggja greinilega í: a. græðgi; ofneysla, taumleysi, agaleysi, hroki, óstöðvandi afhafnasemi. b. hernaði; vopnaframleiðsla, árásargirni, yfirgangur, skeytingarleysi, skortur á samkennd. Við viljum ekki stefna lengra í þessar tvær áttir. Til eru tvær aðrar áttir sem nefnast nægjusemi og friðarmenning. Verkefnin framundan snúast því annars vegar um svör við stjórnlausri neyslu, óhófsemi og græðgi og hins vegar að sporna við hernaðarhyggju, hatri og grimmd. Til að náð þessu þurfum við svo nauðsynlega á öflugri borgaravitund að halda. Nægjusemi Lífið er á milli alls sem er. Mannlífið á jörðinni er stjörnubókardæmi um öfgar. Það er ýmist í ökkla eða eyru og verkefnið er að finna jafnvægið á milli. Lífið þarf að finna jafnvægið milli þurrðar og flóða, milli of og van. Ofaukið, ofbirta, ofdrykkja, ofeldi, ofeyðsla, ofneysla, offjölgun, ofvaxinn. Vanmat, vanrækja, vanreikna, vansvefta, vantraust, vanþakklæti. Verkefni nægjusemi er að hemja manneskjuna og temja krafta hennar, stilla hana og virkja á ný á yfirvegaðan hátt. Hinu megin á mælistikunni er nefnilega óseðjandi græðgi. „Nóg hefur sá sem nægja lætur,“ segir málshátturinn. Nægjusemi er ekki níska eða þreytandi aðhaldssemi. Hún felst ekki í því að hætta við þegar aðrir ana áfram, heldur í því að velja veginn af kostgæfni. Ef til vill prófar einstaklingurinn marga möguleika en hann velur síðan ákveðinn veg til að fullnuma sig. Friðarmenning Hver persóna ætti að móta hugsjón sína um betri heim án kúgunar, skeytingarleysis og ofbeldis og mótmæla því sem stendur í vegi fyrir réttlæti. Aðeins við, hvert og eitt okkar, getum staðið vörð um samfélagið. Hlutverk borgarans líður aldrei undir lok, ekki ábyrgð hans heldur. Vígvæðing og hernaður eru gegndarlaus sóun auðlinda og lífs. Stríð leysa engin vandamál, þau skapa vandamál. Fátt er jafn skaðlegt og hernaður fyrir umhverfið, velferð og heilsu fólks og barna. Öll börn jarðar eiga rétt til friðar og óspillts umhverfis, við erum stödd á þeim stað núna. Stríðin sem nú geysa storka heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna því íbúar á átakasvæðum tapa heilsu, vellíðan, landi, tækifærum, jafnrétti, eigum sínum og síðast en ekki síst friði og réttlæti. Friðarmenning felst í því að hlúa að veikustu þáttum samfélagsins og ráðast að rótum vandans sem oft er falinn í fátækt, óréttlæti, efnahagslegu misrétti, pólitík og félagslegum aðstæðum sem vekja hatur, deilur og ofbeldi. Friðarmenning er ekki vopnahlé eða ógnarjafnvægi. Hættum að trúa einræðisherrum sem bjóða upp á vopnahlé. Friðarmenning er mennska. Borgaravitund Verkefnið er að vera öflugur borgari, að skilja hlut sinn í samfélaginu og samábyrgð. Ef okkur grunar að yfirvöld séu hætt að gæta að almannahagsmunum og um það bil að spillast af lúmskum tilboðum hagsmunaaðila – og við mótmælum ekki – þá höfum við brugðist sem borgarar. Öflugur borgari lætur ekki telja úr sér kjarkinn heldur verður fullnuma, velur sér vettvang og byrjar starf sitt í þágu annarra. Það þarf löngun og ástríðu til að vinna að gæfu annarra. Það er rangt sem fólki er stundum talið trú um, að best sé að sitja í rólegheitunum heima og njóta gjafanna. Það minnsta sem hægt er að gera er að mótmæla fáviskunni, deila gæðunum með öðrum og berjast fyrir mannréttindum allra Nægjusemi, friðarmenning og borgaravitund eru þau gildi sem við þurfum að rækta og efla og setja í næsta stjórnarsáttmála. Við viljum samfélag gagnrýnna borgara, samfélag þar sem aðferðir friðarmenningar eru settar í öndvegi og þar sem nægjusemi er ríkjandi. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingiskosningar eru við knúin til að velta fyrir okkur valkostum, málaflokkum og stjórnmálaflokkum. Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Hvað skiptir máli? Hvernig samfélag viljum við vera? Kosningar í nóvember á Íslandi hafa annað andrúmsloft en kosningar að vori eða hausti. Þar er að finna skammdegi, kulda, annir, verkföll og tilboð sem við eigum ekki að geta hafnað. Neyslan innanlands er yfirþyrmandi í nóvember og á sama tíma fylgjumst við með stríði út í heimi; Úkraína í Evrópu, Palestína í Asíu, Súdan í Afríku. Hættulegustu þættir framtíðarinnar liggja greinilega í: a. græðgi; ofneysla, taumleysi, agaleysi, hroki, óstöðvandi afhafnasemi. b. hernaði; vopnaframleiðsla, árásargirni, yfirgangur, skeytingarleysi, skortur á samkennd. Við viljum ekki stefna lengra í þessar tvær áttir. Til eru tvær aðrar áttir sem nefnast nægjusemi og friðarmenning. Verkefnin framundan snúast því annars vegar um svör við stjórnlausri neyslu, óhófsemi og græðgi og hins vegar að sporna við hernaðarhyggju, hatri og grimmd. Til að náð þessu þurfum við svo nauðsynlega á öflugri borgaravitund að halda. Nægjusemi Lífið er á milli alls sem er. Mannlífið á jörðinni er stjörnubókardæmi um öfgar. Það er ýmist í ökkla eða eyru og verkefnið er að finna jafnvægið á milli. Lífið þarf að finna jafnvægið milli þurrðar og flóða, milli of og van. Ofaukið, ofbirta, ofdrykkja, ofeldi, ofeyðsla, ofneysla, offjölgun, ofvaxinn. Vanmat, vanrækja, vanreikna, vansvefta, vantraust, vanþakklæti. Verkefni nægjusemi er að hemja manneskjuna og temja krafta hennar, stilla hana og virkja á ný á yfirvegaðan hátt. Hinu megin á mælistikunni er nefnilega óseðjandi græðgi. „Nóg hefur sá sem nægja lætur,“ segir málshátturinn. Nægjusemi er ekki níska eða þreytandi aðhaldssemi. Hún felst ekki í því að hætta við þegar aðrir ana áfram, heldur í því að velja veginn af kostgæfni. Ef til vill prófar einstaklingurinn marga möguleika en hann velur síðan ákveðinn veg til að fullnuma sig. Friðarmenning Hver persóna ætti að móta hugsjón sína um betri heim án kúgunar, skeytingarleysis og ofbeldis og mótmæla því sem stendur í vegi fyrir réttlæti. Aðeins við, hvert og eitt okkar, getum staðið vörð um samfélagið. Hlutverk borgarans líður aldrei undir lok, ekki ábyrgð hans heldur. Vígvæðing og hernaður eru gegndarlaus sóun auðlinda og lífs. Stríð leysa engin vandamál, þau skapa vandamál. Fátt er jafn skaðlegt og hernaður fyrir umhverfið, velferð og heilsu fólks og barna. Öll börn jarðar eiga rétt til friðar og óspillts umhverfis, við erum stödd á þeim stað núna. Stríðin sem nú geysa storka heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna því íbúar á átakasvæðum tapa heilsu, vellíðan, landi, tækifærum, jafnrétti, eigum sínum og síðast en ekki síst friði og réttlæti. Friðarmenning felst í því að hlúa að veikustu þáttum samfélagsins og ráðast að rótum vandans sem oft er falinn í fátækt, óréttlæti, efnahagslegu misrétti, pólitík og félagslegum aðstæðum sem vekja hatur, deilur og ofbeldi. Friðarmenning er ekki vopnahlé eða ógnarjafnvægi. Hættum að trúa einræðisherrum sem bjóða upp á vopnahlé. Friðarmenning er mennska. Borgaravitund Verkefnið er að vera öflugur borgari, að skilja hlut sinn í samfélaginu og samábyrgð. Ef okkur grunar að yfirvöld séu hætt að gæta að almannahagsmunum og um það bil að spillast af lúmskum tilboðum hagsmunaaðila – og við mótmælum ekki – þá höfum við brugðist sem borgarar. Öflugur borgari lætur ekki telja úr sér kjarkinn heldur verður fullnuma, velur sér vettvang og byrjar starf sitt í þágu annarra. Það þarf löngun og ástríðu til að vinna að gæfu annarra. Það er rangt sem fólki er stundum talið trú um, að best sé að sitja í rólegheitunum heima og njóta gjafanna. Það minnsta sem hægt er að gera er að mótmæla fáviskunni, deila gæðunum með öðrum og berjast fyrir mannréttindum allra Nægjusemi, friðarmenning og borgaravitund eru þau gildi sem við þurfum að rækta og efla og setja í næsta stjórnarsáttmála. Við viljum samfélag gagnrýnna borgara, samfélag þar sem aðferðir friðarmenningar eru settar í öndvegi og þar sem nægjusemi er ríkjandi. Höfundur er rithöfundur.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun