Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar 29. nóvember 2024 07:23 Þau sem fylgst hafa með Formúlunni síðustu ár hafa tekið eftir því að Max Verstappen hefur einokað fyrsta sætið nær algjörlega frá árinu 2021. Þegar núverandi tímabil hófst bjuggust flestir formúluaðdáendur við að mynstrið myndi ólíklega breytast í ár. Max vann fyrstu sjö keppnirnar og yfirburðirnir virtust algjörir. Svo fór að halla undan fæti. Aðrir ökuþórar fóru að stela sigrinum og þegar þetta er skrifað hafa sjö ökumenn unnið keppni sem eru hver annarri skemmtilegri. Það sem gerðist var að öll liðin náðu að þróa bílinn sinn og gera hann betri á meðan Red Bull, liðið sem Max keppir fyrir, náði litlum framförum. Niðurstaðan var að Red Bull bíllinn sat eftir á meðan aðrir tóku fram úr. Það sem Max gerði til að leysa þetta vandamál var að hann óskaði eftir því að taka til baka alla þróun bílsins og hann fór í sama bíl og hann notaði í upphafi tímabilsins. Þetta var rökrétt því í upphafi tímabilsins gekk honum vel og vann allar keppnirnar. En viti menn. Það kom í ljós að sá bíll var ekkert betri og hann tapaði áfram. Hvað hafði gerst? Jú, allir hinir bílarnir höfðu náð mikilli þróun og voru bara orðnir betri. Það sem bjargaði tímabilinu fyrir horn hjá Red Bull og Max var að halda áfram að þróa bílinn í staðin fyrir að setjast aftur í þann gamla. Með þessu náðu þau að fá bílinn til að henta Max á nýjan leik og hann náði að tryggja sér heimsmeistaratitilinn. Þróum bílinn Af hverju er ég að segja ykkur frá þessu með Red Bull og Max Verstappen? Jú, við stöndum frammi fyrir sömu áskorun í íslensku menntakerfi. Samkvæmt niðurstöðum PISA vorum við með ágætt menntakerfi um aldamótin. Á síðustu 20 – 25 árum höfum við lækkað töluvert í mælingum og niðurstöðurnar ekki eins og við viljum sjá þær. Á síðustu misserum hafa ýmsir komið fram og talið að lausnin við hinum meinta vanda menntakerfisins sé að fara aftur í sama kerfi og við vorum með í kringum aldamótin, meðal annars með því að taka upp samræmd próf og gömlu aðalnámskrána. Verðum heimsmeistarar Viðreisn hafnar þessum leiðum og horfir til þess að þróun í menntamálum hefur orðið gífurleg síðustu 30 árin. Við erum einfaldlega á allt öðrum stað en við vorum um aldamótin síðustu. Mælikvarðarnir eru aðrir, kröfurnar eru aðrar og menntakerfið er öðruvísi. Það er mikilvægt að við dettum ekki í einhverjar töfralausnir heldur horfum á framþróun á menntakerfinu á faglegan hátt þar sem við notum nýjustu rannsóknir til að efla skólastarfið í bland við þann öfluga og reynslumikla mannauð sem við eigum í kennarastéttinni. Með því að tryggja kennurum gott starfsumhverfi með þverfaglega stoðþjónustu þar sem áhersla er á mikla starfsþróun og tæknivætt umhverfi getum við eflt íslenskt menntakerfi og sett það í fremstu röð. Við þurfum að þróa bílinn áfram, ekki stíga aftur í þann gamla. Höfundur er grunnskólakennari og skipar 14. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Skóla- og menntamál Mest lesið Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson Skoðun Göngum í takt Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Sjá meira
Þau sem fylgst hafa með Formúlunni síðustu ár hafa tekið eftir því að Max Verstappen hefur einokað fyrsta sætið nær algjörlega frá árinu 2021. Þegar núverandi tímabil hófst bjuggust flestir formúluaðdáendur við að mynstrið myndi ólíklega breytast í ár. Max vann fyrstu sjö keppnirnar og yfirburðirnir virtust algjörir. Svo fór að halla undan fæti. Aðrir ökuþórar fóru að stela sigrinum og þegar þetta er skrifað hafa sjö ökumenn unnið keppni sem eru hver annarri skemmtilegri. Það sem gerðist var að öll liðin náðu að þróa bílinn sinn og gera hann betri á meðan Red Bull, liðið sem Max keppir fyrir, náði litlum framförum. Niðurstaðan var að Red Bull bíllinn sat eftir á meðan aðrir tóku fram úr. Það sem Max gerði til að leysa þetta vandamál var að hann óskaði eftir því að taka til baka alla þróun bílsins og hann fór í sama bíl og hann notaði í upphafi tímabilsins. Þetta var rökrétt því í upphafi tímabilsins gekk honum vel og vann allar keppnirnar. En viti menn. Það kom í ljós að sá bíll var ekkert betri og hann tapaði áfram. Hvað hafði gerst? Jú, allir hinir bílarnir höfðu náð mikilli þróun og voru bara orðnir betri. Það sem bjargaði tímabilinu fyrir horn hjá Red Bull og Max var að halda áfram að þróa bílinn í staðin fyrir að setjast aftur í þann gamla. Með þessu náðu þau að fá bílinn til að henta Max á nýjan leik og hann náði að tryggja sér heimsmeistaratitilinn. Þróum bílinn Af hverju er ég að segja ykkur frá þessu með Red Bull og Max Verstappen? Jú, við stöndum frammi fyrir sömu áskorun í íslensku menntakerfi. Samkvæmt niðurstöðum PISA vorum við með ágætt menntakerfi um aldamótin. Á síðustu 20 – 25 árum höfum við lækkað töluvert í mælingum og niðurstöðurnar ekki eins og við viljum sjá þær. Á síðustu misserum hafa ýmsir komið fram og talið að lausnin við hinum meinta vanda menntakerfisins sé að fara aftur í sama kerfi og við vorum með í kringum aldamótin, meðal annars með því að taka upp samræmd próf og gömlu aðalnámskrána. Verðum heimsmeistarar Viðreisn hafnar þessum leiðum og horfir til þess að þróun í menntamálum hefur orðið gífurleg síðustu 30 árin. Við erum einfaldlega á allt öðrum stað en við vorum um aldamótin síðustu. Mælikvarðarnir eru aðrir, kröfurnar eru aðrar og menntakerfið er öðruvísi. Það er mikilvægt að við dettum ekki í einhverjar töfralausnir heldur horfum á framþróun á menntakerfinu á faglegan hátt þar sem við notum nýjustu rannsóknir til að efla skólastarfið í bland við þann öfluga og reynslumikla mannauð sem við eigum í kennarastéttinni. Með því að tryggja kennurum gott starfsumhverfi með þverfaglega stoðþjónustu þar sem áhersla er á mikla starfsþróun og tæknivætt umhverfi getum við eflt íslenskt menntakerfi og sett það í fremstu röð. Við þurfum að þróa bílinn áfram, ekki stíga aftur í þann gamla. Höfundur er grunnskólakennari og skipar 14. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík suður.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun