Samfylkingin fékk sína bestu kosningu frá því árið 2009 og er í annað sinn stærsti flokkur landsins. Flokkur fólksins og Viðreisn uppskáru einnig ríkulega. Talað hefur verið um SCF sem mögulega ríkisstjórn, svokallaða Valkyrjustjórn.Vísir/Vilhelm
Eftir snarpa baráttu eru sögulegar Alþingiskosningar að baki. Sjálfstæðisflokkur fékk sína verstu kosningu frá upphafi og Samfylkingin er stærsti flokkur landsins í annað sinn í sögunni. Þá eru bæði Vinstri græn og Píratar dottin af þingi á meðan Viðreisn og Flokkur fólksins uppskáru ríkulega.
Fylgst verður með nýjustu tíðindinum hér í Kosningavaktinni, en hægt er að senda ábendingar og myndir á ritstjorn@visir.is.
Í vaktinni hér að neðan verður haldið utan um allar vendingar sem verða í pólitíkinni næstu daga eftir kosningarnar, fréttir af frambjóðendum og mögulegum stjórnarmyndunum.
Ef Kosningavaktin birtist ekki strax hér að neðan er ráð að endurhlaða síðunni.