Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar 29. nóvember 2024 20:40 Ég var einn af þeim sem ætlaði að refsa VG. Ég ætlaði að láta þau finna fyrir því að hafa unnið með Sjálfstæðisflokknum og gefið of mikinn afslátt af sínum helstu stefnumálum. Nú er ég einn af þeim sem ætlar að treysta VG. Það var ekki auðveld ákvörðun að taka sæti á lista hjá VG. Ég hef verið fremstur í flokki þeirra sem gagnrýndu ríkisstjórn undanfarinna ára harðlega, m.a. fyrir ófullnægjandi árangur í umhverfis- og loftslagsmálum. Flokkurinn var að mælast utan þings í könnunum og ég var staddur í miðjum verkefnum, m.a. hjá Ungum umhverfissinnum sem mér fannst erfitt að stökkva frá. En ég áttaði mig svo á því að mér þótti mikilvægara að hafa áfram flokk á þingi sem talar hátt og skýrt fyrir náttúruvernd og útrýmingu ójöfnuðar heldur en að refsa flokknum fyrir fortíðina - og að ég vildi taka þátt í því að reyna að tryggja þessa rödd þó að það væri áhættusamt og að ég þyrfti að fórna mínu hlutleysi og stökkva frá verkefnum sem voru í miðri framkvæmd og mér þótti vænt um. Ég sá líka og fann að VG hafði, þrátt fyrir þetta erfiða samstarf, náð merkilega miklum árangri á ýmsum sviðum, að hann hefði brennt sig á samstarfinu og myndi ekki fara í það aftur, að flokkurinn væri farinn aftur í sterku grænu og rauðu ræturnar sem munu ráða för héðan í frá og að það hefði átt sér stað góð og heilbrigð endurnýjun meðal frambjóðenda og í forystunni. Ég lít mikið upp til Svandísar Svavarsdóttur, Guðmundar Inga og fleiri reynslubolta innan raða Vinstri Grænna. Ég kynntist Mumma fyrst á fundi sem við í Ungum umhverfissinnum áttum með honum um Hálendisþjóðgarð snemma árs 2021 og Svandísi kynntist ég fyrst fyrir alvöru á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna árið 2022. Á þeim fjölmörgu fundum sem ég hef átt með þeim síðan hefur ástríða þeirra fyrir náttúruvernd og sanngjarnara samfélagi alltaf skinið í gegn. Ég hef lært margt af þeim og hef fundið hvað það skiptir miklu máli að hafa fólk inni á þingi sem hefur einlægan áhuga á að eiga samtal við grasrótina og berjast fyrir hagsmunum náttúrunnar með stefnumótun og lagasetningu. Við þurfum VG á þing til að berjast gegn stórtækum virkjanahugmyndum Samfylkingarinnar. Við þurfum VG á þing til að berjast gegn einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu í boði Viðreisnar. Við þurfum VG á þing til að vera hávær rödd réttlætis, mannúðar og vísindanna sem mótvægi við sérhagsmunagæslu Sjálfstæðisflokksins, útlendingaandúð Miðflokksins og hættulega loftslagsafneitun ýmissa frambjóðenda þvert á flokka. Við þurfum VG á þing til að standa vörð um náttúruna, opinbera heilbrigðiskerfið, menntakerfið okkar, og halda áfram að útrýma ójöfnuði og útlendingaandúð í íslensku samfélagi. Ég var einn af þeim sem ætlaði að refsa VG. En ég hef áttað mig á því að ég vil frekar fyrirgefa það sem mér fannst erfitt að horfa upp á á síðasta kjörtímabili og treysta VG fyrir því og taka þátt í að berjast áfram fyrir betra, jafnara, sanngjarnara og umhverfisvænna samfélagi. Og ég vona að þið veljið líka að treysta. Samfélagið er betra með VG á þingi. Höfundur er oddviti Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður og sérfræðingur í umhverfis- og loftslagsmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Ricart Andrason Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Mest lesið Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Göngum í takt Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Sjá meira
Ég var einn af þeim sem ætlaði að refsa VG. Ég ætlaði að láta þau finna fyrir því að hafa unnið með Sjálfstæðisflokknum og gefið of mikinn afslátt af sínum helstu stefnumálum. Nú er ég einn af þeim sem ætlar að treysta VG. Það var ekki auðveld ákvörðun að taka sæti á lista hjá VG. Ég hef verið fremstur í flokki þeirra sem gagnrýndu ríkisstjórn undanfarinna ára harðlega, m.a. fyrir ófullnægjandi árangur í umhverfis- og loftslagsmálum. Flokkurinn var að mælast utan þings í könnunum og ég var staddur í miðjum verkefnum, m.a. hjá Ungum umhverfissinnum sem mér fannst erfitt að stökkva frá. En ég áttaði mig svo á því að mér þótti mikilvægara að hafa áfram flokk á þingi sem talar hátt og skýrt fyrir náttúruvernd og útrýmingu ójöfnuðar heldur en að refsa flokknum fyrir fortíðina - og að ég vildi taka þátt í því að reyna að tryggja þessa rödd þó að það væri áhættusamt og að ég þyrfti að fórna mínu hlutleysi og stökkva frá verkefnum sem voru í miðri framkvæmd og mér þótti vænt um. Ég sá líka og fann að VG hafði, þrátt fyrir þetta erfiða samstarf, náð merkilega miklum árangri á ýmsum sviðum, að hann hefði brennt sig á samstarfinu og myndi ekki fara í það aftur, að flokkurinn væri farinn aftur í sterku grænu og rauðu ræturnar sem munu ráða för héðan í frá og að það hefði átt sér stað góð og heilbrigð endurnýjun meðal frambjóðenda og í forystunni. Ég lít mikið upp til Svandísar Svavarsdóttur, Guðmundar Inga og fleiri reynslubolta innan raða Vinstri Grænna. Ég kynntist Mumma fyrst á fundi sem við í Ungum umhverfissinnum áttum með honum um Hálendisþjóðgarð snemma árs 2021 og Svandísi kynntist ég fyrst fyrir alvöru á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna árið 2022. Á þeim fjölmörgu fundum sem ég hef átt með þeim síðan hefur ástríða þeirra fyrir náttúruvernd og sanngjarnara samfélagi alltaf skinið í gegn. Ég hef lært margt af þeim og hef fundið hvað það skiptir miklu máli að hafa fólk inni á þingi sem hefur einlægan áhuga á að eiga samtal við grasrótina og berjast fyrir hagsmunum náttúrunnar með stefnumótun og lagasetningu. Við þurfum VG á þing til að berjast gegn stórtækum virkjanahugmyndum Samfylkingarinnar. Við þurfum VG á þing til að berjast gegn einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu í boði Viðreisnar. Við þurfum VG á þing til að vera hávær rödd réttlætis, mannúðar og vísindanna sem mótvægi við sérhagsmunagæslu Sjálfstæðisflokksins, útlendingaandúð Miðflokksins og hættulega loftslagsafneitun ýmissa frambjóðenda þvert á flokka. Við þurfum VG á þing til að standa vörð um náttúruna, opinbera heilbrigðiskerfið, menntakerfið okkar, og halda áfram að útrýma ójöfnuði og útlendingaandúð í íslensku samfélagi. Ég var einn af þeim sem ætlaði að refsa VG. En ég hef áttað mig á því að ég vil frekar fyrirgefa það sem mér fannst erfitt að horfa upp á á síðasta kjörtímabili og treysta VG fyrir því og taka þátt í að berjast áfram fyrir betra, jafnara, sanngjarnara og umhverfisvænna samfélagi. Og ég vona að þið veljið líka að treysta. Samfélagið er betra með VG á þingi. Höfundur er oddviti Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður og sérfræðingur í umhverfis- og loftslagsmálum.
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar