Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2024 12:00 Ólafur Ólafsson er GRINDVÍKINGURNN í augum flestra og nú hefur enginn annar spilar fleiri leiki fyrir félagið í úrvalsdeild karla. Vísir/Anton Brink Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindavíkur, sótti ekki aðeins mikilvægan sigur í Sláturhúsið í Keflavík í gær heldur bætti hann einnig leikjamet félagsins í úrvalsdeild karla. Þetta var 350. deildarleikur Ólafs fyrir Grindavík og komst hann þar með fram úr Páli Axel Vilbergssyni sem var áður leikjahæsti Grindvíkingurinn. Það hafa líka aðeins fjórir leikmenn spilað fleiri leiki fyrir eitt félag í efstu deild á Íslandi. Ólafur var með 15 stig og 5 fráköst í metleiknum. Grindavík vann líka þær mínútur sem hann spilaði með átján stigum. Ólafur hefur spilað alla leiki sína hér á landi fyrir uppeldisfélagið sitt og er Grindvíkingurinn í augum flestra körfuboltaáhugamanna. Bónus Körfuboltakvöld fór aðeins yfir þetta afrek Ólafs í gærkvöldi. Klippa: Óli Óla orðinn leikjahæsti Grindvíkingurinn „Ég reyndi að eyðileggja þetta því ég var oft að reyna að fá hann í liðið mitt. Ég hefði getað eyðilagt þessa tölfræði en vel gert hjá honum að halda sér þarna,“ sagði Pavel Ermolinskij, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Pavel var ekkert einn í því. Ég reyndi það líka,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds, sem var lengi í stjórninni hjá Keflavík. „Ég fíla Óla. Hann er hæfilega klikkaður og það er góð orka í honum. Það er X-faktor í honum. Í þessum liðum þar sem ég var vanur að allt væri á sínum stað þá væri gott að hafa einn flugeld sem sprengir þetta aðeins upp,“ sagði Pavel. „Má segja að hann sé goðsögn hjá Grindavík,“ spurði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Alveg hundrað prósent. Ekki bara í Grindavík. Er þetta ekki bara goðsögn í íslenskum körfubolta? Miklu frekar að tala um þetta þannig. Ég ber gríðarlega mikla virðingu fyrir því að þessi strákur hafi haldið tryggð við félagið sitt alla tíð. Ekki látið glepjast því ég veit að tilboðin sem hann hefur fengið í gegnum tíðina hafa verið stjarnfræðileg,“ sagði Jón Halldór. Það má sjá innslagið um met Ólafs hér fyrir ofan. Tölfræðin um Ólaf Ólafsson sem birt var í þættinum er unnin af Stattnördunum sem halda út fésbókarsíðu með tölfræðiupplýsingum um íslenskan körfubolta. Það er hægt að skoða hana hér. Bónus-deild karla Grindavík Körfuboltakvöld Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Í beinni: Ísland - Ísrael | Leikið í skugga deilna Handbolti Meiddist við að máta boli Sport Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Fótbolti Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Njarðvíkingar með sópinn á lofti Í beinni: Þór Ak. - Valur | Valsarar geta sent Þórsara í sumarfrí Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Sjá meira
Þetta var 350. deildarleikur Ólafs fyrir Grindavík og komst hann þar með fram úr Páli Axel Vilbergssyni sem var áður leikjahæsti Grindvíkingurinn. Það hafa líka aðeins fjórir leikmenn spilað fleiri leiki fyrir eitt félag í efstu deild á Íslandi. Ólafur var með 15 stig og 5 fráköst í metleiknum. Grindavík vann líka þær mínútur sem hann spilaði með átján stigum. Ólafur hefur spilað alla leiki sína hér á landi fyrir uppeldisfélagið sitt og er Grindvíkingurinn í augum flestra körfuboltaáhugamanna. Bónus Körfuboltakvöld fór aðeins yfir þetta afrek Ólafs í gærkvöldi. Klippa: Óli Óla orðinn leikjahæsti Grindvíkingurinn „Ég reyndi að eyðileggja þetta því ég var oft að reyna að fá hann í liðið mitt. Ég hefði getað eyðilagt þessa tölfræði en vel gert hjá honum að halda sér þarna,“ sagði Pavel Ermolinskij, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Pavel var ekkert einn í því. Ég reyndi það líka,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds, sem var lengi í stjórninni hjá Keflavík. „Ég fíla Óla. Hann er hæfilega klikkaður og það er góð orka í honum. Það er X-faktor í honum. Í þessum liðum þar sem ég var vanur að allt væri á sínum stað þá væri gott að hafa einn flugeld sem sprengir þetta aðeins upp,“ sagði Pavel. „Má segja að hann sé goðsögn hjá Grindavík,“ spurði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Alveg hundrað prósent. Ekki bara í Grindavík. Er þetta ekki bara goðsögn í íslenskum körfubolta? Miklu frekar að tala um þetta þannig. Ég ber gríðarlega mikla virðingu fyrir því að þessi strákur hafi haldið tryggð við félagið sitt alla tíð. Ekki látið glepjast því ég veit að tilboðin sem hann hefur fengið í gegnum tíðina hafa verið stjarnfræðileg,“ sagði Jón Halldór. Það má sjá innslagið um met Ólafs hér fyrir ofan. Tölfræðin um Ólaf Ólafsson sem birt var í þættinum er unnin af Stattnördunum sem halda út fésbókarsíðu með tölfræðiupplýsingum um íslenskan körfubolta. Það er hægt að skoða hana hér.
Bónus-deild karla Grindavík Körfuboltakvöld Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Í beinni: Ísland - Ísrael | Leikið í skugga deilna Handbolti Meiddist við að máta boli Sport Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Fótbolti Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Njarðvíkingar með sópinn á lofti Í beinni: Þór Ak. - Valur | Valsarar geta sent Þórsara í sumarfrí Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Sjá meira