Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar 30. nóvember 2024 12:50 Samtölin sem ég hef fengið að eiga í þessari kosningabaráttu eru bæði fjölmörg og gífurlega dýrmæt. Við Píratar höfum lagt mikla áherslu á að eiga hreinskilin og innihaldsrík samskipti við kjósendur. Samtölin hafa veitt okkur ómetanlega innsýn í þau málefni sem brenna helst á fólki. Við höfum lagt allt okkar í að eiga samtöl við kjósendur þar sem málefni eins og bann við sjókvíaeldi sem Píratar einn flokka hefur tekið sér sterka stöðu gegn. Frelsi einstaklinga til að lifa lífi sínu á eigin forsendum án óþarfa afskipta yfirvalda hefur sérstaklega verið í brennidepli, ásamt umræðum um grunnhugmyndafræði Pírata, hvernig við skilgreinum hægri og vinstri og ýmsu öðru sem hefur gert þessi samtöl bæði uppbyggileg og eftirminnileg. Við trúum því að með því að hlusta og taka þátt í umræðum við fólk getum við byggt upp samfélag þar sem allar raddir skipta máli og ákvarðanir eru teknar í þágu fólksins. Þau samtöl sem mér hafa þótt áhugaverðust og fela í sér mikinn lærdóm fyrir Pírata eru samtölin þar sem fólk spyr „ En vill einhver raunverulega vinna með Pírötum þið eruð aldrei tilbúin að gefa neitt eftir “ Þar virðist gæta einhvers misskilnings, Píratar gera sér einmitt fyllilega grein fyrir því að samstarf felur í sér málamiðlanir, eins og ég skrifaði í pistli fyrir nokkrum dögum þá er tilgangur Pírata einmitt að vera einskonar málamiðlari. Þar sem ólíkar hugmyndir frá ásum hins pólitíska litrófs eru dregnar saman að borðinu, til þess að komast að sameiginlegri niðurstöðu sem allir geta gengið sáttir með frá borði, kjósendum til góða. Ófrávíkjanleg krafa Pírata er heiðarleiki Það er að vissu leyti rétt að Píratar gera ófrávíkjanlegar kröfur. Staðreyndin er sú að Píratar gefa engan afslátt af heiðarleika. Þetta er í raun fremur einfalt; Píratar stunda heiðarleg stjórnmál sem eru gagnsæ, lýðræðisleg og þar sem mannréttindi eru alltaf í forgrunni. Við ætlumst til hins sama af samstarfsflokkum okkar. Ef þeir eru tilbúnir til þess að starfa eftir því, þá mun fátt stranda á Pírötum, ef um góð mál er að ræða. Okkar gildi grundvallast af heiðarleika í stjórnmálum. Af samtölum mínum síðustu vikur má draga þá ályktun að kjósendur séu sammála mér í því að á Alþingi Íslendinga hefur ekki verið neitt sérstakt offramboð á heiðarleika. Píratar hafa talað fyrir öðruvísi stjórnmálum þar sem aðgengi að upplýsingum gegnir lykilhlutverki, það helst í hendur við aðhald með valdinu, sem er gífurlega mikilvægt til þess að koma í veg fyrir að þeir valdameiri brjóti gegn þeim valdaminni. Það að verja réttindi borgaranna er ekki valkvæð skylda stjórnvalda heldur ófrávíkjanleg krafa sem almenningur í lýðræðisríki gerir til stjórnvalda. Mannréttindi eru jafnframt ekki valkvæður lúxus útvaldra, mannréttindi eru einmitt fyrir öll. Allt grundvallast þetta þó eins og fyrr segir á heiðarlegum stjórnmálum. Ég veit ekki með ykkur, en við erum ekki spennt fyrir því að setja völd ofar heiðarleika. Píratar hafa með öðruvísi nálgun og aðferðum komið til leiða öðruvísi breytingum í íslenskum stjórnmálum. Píratar vilja að þú ráðir og því hvet ég þig til þess að kjósa öðruvísi og kjósa Pírata. Viljir þú kynna þér sérstök stefnumál flokksins, þá mæli ég með www.piratar.is . Höfundur er formaður Pírata í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson Skoðun Göngum í takt Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Sjá meira
Samtölin sem ég hef fengið að eiga í þessari kosningabaráttu eru bæði fjölmörg og gífurlega dýrmæt. Við Píratar höfum lagt mikla áherslu á að eiga hreinskilin og innihaldsrík samskipti við kjósendur. Samtölin hafa veitt okkur ómetanlega innsýn í þau málefni sem brenna helst á fólki. Við höfum lagt allt okkar í að eiga samtöl við kjósendur þar sem málefni eins og bann við sjókvíaeldi sem Píratar einn flokka hefur tekið sér sterka stöðu gegn. Frelsi einstaklinga til að lifa lífi sínu á eigin forsendum án óþarfa afskipta yfirvalda hefur sérstaklega verið í brennidepli, ásamt umræðum um grunnhugmyndafræði Pírata, hvernig við skilgreinum hægri og vinstri og ýmsu öðru sem hefur gert þessi samtöl bæði uppbyggileg og eftirminnileg. Við trúum því að með því að hlusta og taka þátt í umræðum við fólk getum við byggt upp samfélag þar sem allar raddir skipta máli og ákvarðanir eru teknar í þágu fólksins. Þau samtöl sem mér hafa þótt áhugaverðust og fela í sér mikinn lærdóm fyrir Pírata eru samtölin þar sem fólk spyr „ En vill einhver raunverulega vinna með Pírötum þið eruð aldrei tilbúin að gefa neitt eftir “ Þar virðist gæta einhvers misskilnings, Píratar gera sér einmitt fyllilega grein fyrir því að samstarf felur í sér málamiðlanir, eins og ég skrifaði í pistli fyrir nokkrum dögum þá er tilgangur Pírata einmitt að vera einskonar málamiðlari. Þar sem ólíkar hugmyndir frá ásum hins pólitíska litrófs eru dregnar saman að borðinu, til þess að komast að sameiginlegri niðurstöðu sem allir geta gengið sáttir með frá borði, kjósendum til góða. Ófrávíkjanleg krafa Pírata er heiðarleiki Það er að vissu leyti rétt að Píratar gera ófrávíkjanlegar kröfur. Staðreyndin er sú að Píratar gefa engan afslátt af heiðarleika. Þetta er í raun fremur einfalt; Píratar stunda heiðarleg stjórnmál sem eru gagnsæ, lýðræðisleg og þar sem mannréttindi eru alltaf í forgrunni. Við ætlumst til hins sama af samstarfsflokkum okkar. Ef þeir eru tilbúnir til þess að starfa eftir því, þá mun fátt stranda á Pírötum, ef um góð mál er að ræða. Okkar gildi grundvallast af heiðarleika í stjórnmálum. Af samtölum mínum síðustu vikur má draga þá ályktun að kjósendur séu sammála mér í því að á Alþingi Íslendinga hefur ekki verið neitt sérstakt offramboð á heiðarleika. Píratar hafa talað fyrir öðruvísi stjórnmálum þar sem aðgengi að upplýsingum gegnir lykilhlutverki, það helst í hendur við aðhald með valdinu, sem er gífurlega mikilvægt til þess að koma í veg fyrir að þeir valdameiri brjóti gegn þeim valdaminni. Það að verja réttindi borgaranna er ekki valkvæð skylda stjórnvalda heldur ófrávíkjanleg krafa sem almenningur í lýðræðisríki gerir til stjórnvalda. Mannréttindi eru jafnframt ekki valkvæður lúxus útvaldra, mannréttindi eru einmitt fyrir öll. Allt grundvallast þetta þó eins og fyrr segir á heiðarlegum stjórnmálum. Ég veit ekki með ykkur, en við erum ekki spennt fyrir því að setja völd ofar heiðarleika. Píratar hafa með öðruvísi nálgun og aðferðum komið til leiða öðruvísi breytingum í íslenskum stjórnmálum. Píratar vilja að þú ráðir og því hvet ég þig til þess að kjósa öðruvísi og kjósa Pírata. Viljir þú kynna þér sérstök stefnumál flokksins, þá mæli ég með www.piratar.is . Höfundur er formaður Pírata í Reykjavík.
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun