Sindri Sindrason byrjar kvöldið þar sem hann fær meðal annars aðstandendur frambjóðenda í spjall í setti. Telma Tómasson tekur við stjórnartaumunum þegar styttist í að kjörstöðum loki og fylgir áhorfendum inn í nóttina með allar nýjustu fréttirnar af gangi kosninganna. Heimir Már Pétursson rýnir í tölurnar og Elísabet Inga Sigurðardóttir fær góða gesti í spjall.
Líkt og sjá má í kosningainnslagi Bibbu var stemningin afar skemmtileg hjá flokkunum. Þar kenndi ýmissa grasa.