Tryggvi og félagar lentu í vandræðum strax í fyrsta leikhluta. Liðið var ellefu stigum undir þegar honum lauk. Gestirnir í Bilbao náðu ekki að rétta skútuna fyrir hálfleikshléið, en staðan var 39-27 þegar liðin gengu til búningsherbergja.
Tryggvi og félagar klóruðu hins vegar vel í bakkann í þriðja leikhluta og minnkuðu muninn niður í tvö stig fyrir lokaleikhlutann, en misstu heimamenn aftur frá sér í lokin og þurftu að lokum að sætta sig við ellefu stiga tap, 82-71.
Tryggvi var frákastahæsti maður vallarins með níu fráköst fyrir Bilbao, en liðið situr í 13. sæti deildarinnar með sex stig eftir níu leiki, fjórum stigum minna en Zaragoza sem situr í 8. sæti.