Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Jakob Bjarnar skrifar 1. desember 2024 11:11 Kristinn Hrafnsson telur „Valkyrkjustjórnina“ vera augljósan kost í stöðunni. vísir/vilhelm Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks er einn þeirra sem býður upp á greiningu á stöðu mála nú að loknum kosningum. Hann segir Kristrúnu Frost Taylor Swift kosninganna. „Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, með öruggan meirihluta (36), virðist eðlileg endurspeglun þjóðarviljans. K-Frost er Taylor Swift kosninganna og gæti leitt kvennastjórn með Þorgerði Katrínu og Ingu Sæland. Þetta yrði Valkyrjustjórn,“ segir Kristinn á Facebook-síðu sinni og heldur áfram að rýna í niðurstöðurnar: „Fjórði sigurvegarinn, Miðflokkurinn, dæmist að vísu með þessu í stjórnarandstöðu.“ Hlutverki VG í stjórnmálasögunni er lokið Kristinn segir einnig aðra möguleika tæknilega mögulega, jafnvel hrein hægri stjórn með tæpan meirihluta (D,C,M = 33). Hann spyr hvort það gæti kitlað Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formann Viðreisnar að leiða slíka stjórn? Eða Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Flokkur fólksins = 35. Kristinn veltir því fyrir sér hvort tilkynning frá Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokks þess efnis að hann hverfi af vettvangi og rými fyrir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur fyrir slíka möguleika. Annar er þetta helst það sem Kristinn tekur út úr niðurstöðum kosninganna: Hlutverki VG í stjórnmálasögu Íslands er lokið. Píratar gjalda afhroð og hljóta að leggjast í naflaskoðun til ákvörðunar um eigið erindi í pólitíkina. Sósíalistar verða að gera upp við sig hvort þeir pakka við spilaborðið eða setja undir sig hausinn í langhlaup. Framsókn: það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu. Þröskuldurinn ósanngjarn Þá segir Kristinn þröskuldinn skelfilega ósanngjarnan. Samanlagt fylgi á botninum, sem er 10,7 prósent skilar engu þingsæti á meðan álíka fylgi Miðflokksins - 11,8 prósent – skili 8 þingmönnum. „Konur verða mögulega í meirihluta á nýju þingi (32/31) það er ef Þórður Snær víkur fyrir konu. Aðeins tveir frambjóðendur af erlendum uppruna (pólskum) ná kjöri.“ Kristinn lýkur þessum vangaveltum á að benda á að klukkan fjögur sé svo toppslagur í ensku úrvalsdeildinni þar sem Liverpool tekur á móti Man City. Alþingi Alþingiskosningar 2024 Samfélagsmiðlar Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Egill Helgason sjónvarpsmaður rýndi í spilin í nótt og að hans sögn er afhroð vinstrisins rosalegt. Menn reyna nú að sjá fyrir hvaða ríkisstjórnarmynstur er inni í myndinni nú að loknum sannkölluðum jarðskjálftakosningum, líkt og Þorsteinn Pálsson Viðreisnarmaður og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í myndveri kosningasjónvarps Stöðvar 2. 1. desember 2024 09:05 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira
„Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, með öruggan meirihluta (36), virðist eðlileg endurspeglun þjóðarviljans. K-Frost er Taylor Swift kosninganna og gæti leitt kvennastjórn með Þorgerði Katrínu og Ingu Sæland. Þetta yrði Valkyrjustjórn,“ segir Kristinn á Facebook-síðu sinni og heldur áfram að rýna í niðurstöðurnar: „Fjórði sigurvegarinn, Miðflokkurinn, dæmist að vísu með þessu í stjórnarandstöðu.“ Hlutverki VG í stjórnmálasögunni er lokið Kristinn segir einnig aðra möguleika tæknilega mögulega, jafnvel hrein hægri stjórn með tæpan meirihluta (D,C,M = 33). Hann spyr hvort það gæti kitlað Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formann Viðreisnar að leiða slíka stjórn? Eða Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Flokkur fólksins = 35. Kristinn veltir því fyrir sér hvort tilkynning frá Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokks þess efnis að hann hverfi af vettvangi og rými fyrir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur fyrir slíka möguleika. Annar er þetta helst það sem Kristinn tekur út úr niðurstöðum kosninganna: Hlutverki VG í stjórnmálasögu Íslands er lokið. Píratar gjalda afhroð og hljóta að leggjast í naflaskoðun til ákvörðunar um eigið erindi í pólitíkina. Sósíalistar verða að gera upp við sig hvort þeir pakka við spilaborðið eða setja undir sig hausinn í langhlaup. Framsókn: það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu. Þröskuldurinn ósanngjarn Þá segir Kristinn þröskuldinn skelfilega ósanngjarnan. Samanlagt fylgi á botninum, sem er 10,7 prósent skilar engu þingsæti á meðan álíka fylgi Miðflokksins - 11,8 prósent – skili 8 þingmönnum. „Konur verða mögulega í meirihluta á nýju þingi (32/31) það er ef Þórður Snær víkur fyrir konu. Aðeins tveir frambjóðendur af erlendum uppruna (pólskum) ná kjöri.“ Kristinn lýkur þessum vangaveltum á að benda á að klukkan fjögur sé svo toppslagur í ensku úrvalsdeildinni þar sem Liverpool tekur á móti Man City.
Alþingi Alþingiskosningar 2024 Samfélagsmiðlar Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Egill Helgason sjónvarpsmaður rýndi í spilin í nótt og að hans sögn er afhroð vinstrisins rosalegt. Menn reyna nú að sjá fyrir hvaða ríkisstjórnarmynstur er inni í myndinni nú að loknum sannkölluðum jarðskjálftakosningum, líkt og Þorsteinn Pálsson Viðreisnarmaður og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í myndveri kosningasjónvarps Stöðvar 2. 1. desember 2024 09:05 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira
„Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Egill Helgason sjónvarpsmaður rýndi í spilin í nótt og að hans sögn er afhroð vinstrisins rosalegt. Menn reyna nú að sjá fyrir hvaða ríkisstjórnarmynstur er inni í myndinni nú að loknum sannkölluðum jarðskjálftakosningum, líkt og Þorsteinn Pálsson Viðreisnarmaður og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í myndveri kosningasjónvarps Stöðvar 2. 1. desember 2024 09:05