Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar 2. desember 2024 11:02 Þá eru kosningar yfirstaðnar og greinilegt er að fólk vill breytingar. Í eldhússpjalli á Youtube síðu Framsóknarflokksins þann 21. nóvember sagði mennta- og barnamálaráðherra Ásmundur Einar Daðason að það að vera með sérskóla fyrir börn með erlendan bakgrunn og sérskóla fyrir börn með þroskaröskun væri ekki skóli sem er hugsaður til þess að byggja upp samfélag fyrir alla. Einnig sagði hann að rétta svarið við áskorunum sem fylgja fjölbreytni samfélagsins sé ekki að flokka það niður eftir styrkleika eða veikleika heldur sé rétta leiðin að hlusta á fólkið inni í skólunum, búa til verkfærin til að aðstoða þau við að takast á við verkefnin. Það er margt til í þessu en stöldrum aðeins við það, að rétta leiðin sé að „hlusta á fólkið inni í skólunum“. Ég kenni við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ. FMOS er lítill skóli og byggir hugmyndafræði skólans á leiðsagnarnámi (formative assessment). Í stuttu máli sagt þá snýst leiðsagnarnám um að veita nemendum leiðsögn og endurgjöf sem hjálpar þeim að ná markmiðum sínum og niðurstöður námsmatsins verða eins konar vegvísar sem beina námi nemendanna fram á við. Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ hefur verið leiðandi er kemur að leiðsagnarnámi og á síðasta ári hlaut skólinn íslensku menntaverðlaunin í flokknum framúrskarandi skólastarf og menntaumbætur fyrir þróun verkefnamiðaðra kennsluhátta og leiðsagnarnáms. Hönnun skólabyggingarinnar spilar einnig stórt hlutverk og tekur mið af hugmyndafræði skólans. Aðeins örfáum mánuðum eftir að við fengum íslensku menntaverðlaunin fengum við fréttir af því að fara ætti í miklar breytingar á skólanum. Mikil fjölgun er á nemendum með sértækar áskoranir og auðvitað þarf að finna hentugan stað fyrir þá nemendur. Mennta- og barnamálaráðuneyti fór á fullt í þá vinnu að undirbúa nýja sérnámsdeild við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ með nýju farsældarlögin að leiðarljósi. Skólastjórnendur reyndu að koma því á framfæri að þetta væri ekki heppileg lausn, hvorki fyrir nemendurna sem kæmu á nýju sérnámsdeildina né skólaumhverfi þessa litla skóla. Ekki virtist vera hljómgrunnur fyrir neinar gagnrýnisraddir. Að mínu mati var þetta skrítin ákvörðun, þessi nýja sérnámsdeild fengi sér inngang og eina útivistasvæðið við deildina er í raun bílastæði við skólann. Skv. þeim upplýsingum sem við fengum yrði þetta lokuð deild því áskoranir þessa nemenda væru þess eðlis, að þeir gætu ekki verið hluti af skólastarfi annarra nemenda í FMOS. Í 33. grein framhaldsskólalaganna stendur: „Framhaldsskóli er vinnustaður nemenda. Allir nemendur framhaldsskóla eiga rétt á kennslu við sitt hæfi í hvetjandi námsumhverfi í viðeigandi húsnæði sem tekur mið af þörfum þeirra og almennri vellíðan. Framhaldsskóli skal í hvívetna haga störfum sínum þannig að nemendur finni til öryggis og njóti hæfileika sinna. Þess skal gætt við skipulag skólastarfs að virt séu almenn vinnuverndarsjónarmið. Nemendur eiga rétt á því að koma á framfæri sjónarmiðum sínum varðandi námsumhverfi, námstilhögun, fyrirkomulag skólastarfs og aðrar ákvarðanir sem snerta þá. Taka skal tillit til sjónarmiða þeirra eins og unnt er.“ Ekki fengu nemendur okkar tækifæri til að koma sínum athugasemdum á framfæri, breytingarnar voru bara keyrðar í gegn á miklum hraða og án þess að leyfa okkur, fólkinu í skólanum og nemendum, að koma með athugasemdir. Trompa nýju farsældarlögin þau framhaldsskólalög sem eru fyrir? Þurfum við ekki að bera hag allra nemenda fyrir brjósti og ekki bara einblína á nýju farsældarlögin og þær miklu áskoranir sem við erum að horfa á í samfélaginu okkar? Og ef við erum að horfa á þessi lög, hvernig erum við þá að bera hag allra nemenda fyrir brjósti, ekki einungis þeim nemendum sem stunda nám við skólann fyrir heldur einnig þeim nemendum sem fara á nýju sérnámsdeildina? Ég geri mér fulla grein fyrir því að þetta snýst einnig um fjármagn og erfiðara er kannski að réttlæta rekstur lítils skóla og það hefur vegið þungt í þessari ákvörðun. En ég set spurningamerki við framkvæmdina í heild sinni og kostnaðinn sem henni fylgir. Þær upplýsingar sem við kennarar fengum á vorönn 2024 voru að ekki yrði farið í neinar breytingar strax á haustönn því svona breytingar krefðust undirbúnings. Skemmst er frá því að segja að þegar við mættum til vinnu í ágúst sl. var búið að brjóta niður veggi og við unnum fyrstu mánuði annarinnar í hringiðu mikilla framkvæmda. Eins og áður sagði, þetta var bara keyrt í gegn án þess að hlusta á hvað við, fólkið í skólanum, höfðum að segja. Þess vegna skýtur það einstaklega skökku við þegar hæstvirtur ráðherra kemur fram í myndbandi með þetta þvaður um að hlusta á fólkið í skólunum. Við þetta má bæta að ítrekað sagðist ráðherra ætla að koma á fund með okkur starfsfólki skólans en alltaf afboðaði hann komu sína. En við erum orðin svo vön þessu í íslensku samfélagi, því miður. Ráðamenn þjóðarinnar koma fram hér og þar og halda langar og innantómar ræður. Segja eitt og gera svo annað. Ákvarðanir eru teknar án nauðsynlegs undirbúnings með tilheyrandi óafturkræfum aðgerðum og á þetta við hin ýmsu svið í samfélaginu okkar. Það sem þau virðast ekki alltaf átta sig á er að við erum hér. Við erum að hlusta. Við erum að lesa. Við erum að fylgjast með. Höfundur er framhaldsskólakennari í FMOS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Sjá meira
Þá eru kosningar yfirstaðnar og greinilegt er að fólk vill breytingar. Í eldhússpjalli á Youtube síðu Framsóknarflokksins þann 21. nóvember sagði mennta- og barnamálaráðherra Ásmundur Einar Daðason að það að vera með sérskóla fyrir börn með erlendan bakgrunn og sérskóla fyrir börn með þroskaröskun væri ekki skóli sem er hugsaður til þess að byggja upp samfélag fyrir alla. Einnig sagði hann að rétta svarið við áskorunum sem fylgja fjölbreytni samfélagsins sé ekki að flokka það niður eftir styrkleika eða veikleika heldur sé rétta leiðin að hlusta á fólkið inni í skólunum, búa til verkfærin til að aðstoða þau við að takast á við verkefnin. Það er margt til í þessu en stöldrum aðeins við það, að rétta leiðin sé að „hlusta á fólkið inni í skólunum“. Ég kenni við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ. FMOS er lítill skóli og byggir hugmyndafræði skólans á leiðsagnarnámi (formative assessment). Í stuttu máli sagt þá snýst leiðsagnarnám um að veita nemendum leiðsögn og endurgjöf sem hjálpar þeim að ná markmiðum sínum og niðurstöður námsmatsins verða eins konar vegvísar sem beina námi nemendanna fram á við. Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ hefur verið leiðandi er kemur að leiðsagnarnámi og á síðasta ári hlaut skólinn íslensku menntaverðlaunin í flokknum framúrskarandi skólastarf og menntaumbætur fyrir þróun verkefnamiðaðra kennsluhátta og leiðsagnarnáms. Hönnun skólabyggingarinnar spilar einnig stórt hlutverk og tekur mið af hugmyndafræði skólans. Aðeins örfáum mánuðum eftir að við fengum íslensku menntaverðlaunin fengum við fréttir af því að fara ætti í miklar breytingar á skólanum. Mikil fjölgun er á nemendum með sértækar áskoranir og auðvitað þarf að finna hentugan stað fyrir þá nemendur. Mennta- og barnamálaráðuneyti fór á fullt í þá vinnu að undirbúa nýja sérnámsdeild við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ með nýju farsældarlögin að leiðarljósi. Skólastjórnendur reyndu að koma því á framfæri að þetta væri ekki heppileg lausn, hvorki fyrir nemendurna sem kæmu á nýju sérnámsdeildina né skólaumhverfi þessa litla skóla. Ekki virtist vera hljómgrunnur fyrir neinar gagnrýnisraddir. Að mínu mati var þetta skrítin ákvörðun, þessi nýja sérnámsdeild fengi sér inngang og eina útivistasvæðið við deildina er í raun bílastæði við skólann. Skv. þeim upplýsingum sem við fengum yrði þetta lokuð deild því áskoranir þessa nemenda væru þess eðlis, að þeir gætu ekki verið hluti af skólastarfi annarra nemenda í FMOS. Í 33. grein framhaldsskólalaganna stendur: „Framhaldsskóli er vinnustaður nemenda. Allir nemendur framhaldsskóla eiga rétt á kennslu við sitt hæfi í hvetjandi námsumhverfi í viðeigandi húsnæði sem tekur mið af þörfum þeirra og almennri vellíðan. Framhaldsskóli skal í hvívetna haga störfum sínum þannig að nemendur finni til öryggis og njóti hæfileika sinna. Þess skal gætt við skipulag skólastarfs að virt séu almenn vinnuverndarsjónarmið. Nemendur eiga rétt á því að koma á framfæri sjónarmiðum sínum varðandi námsumhverfi, námstilhögun, fyrirkomulag skólastarfs og aðrar ákvarðanir sem snerta þá. Taka skal tillit til sjónarmiða þeirra eins og unnt er.“ Ekki fengu nemendur okkar tækifæri til að koma sínum athugasemdum á framfæri, breytingarnar voru bara keyrðar í gegn á miklum hraða og án þess að leyfa okkur, fólkinu í skólanum og nemendum, að koma með athugasemdir. Trompa nýju farsældarlögin þau framhaldsskólalög sem eru fyrir? Þurfum við ekki að bera hag allra nemenda fyrir brjósti og ekki bara einblína á nýju farsældarlögin og þær miklu áskoranir sem við erum að horfa á í samfélaginu okkar? Og ef við erum að horfa á þessi lög, hvernig erum við þá að bera hag allra nemenda fyrir brjósti, ekki einungis þeim nemendum sem stunda nám við skólann fyrir heldur einnig þeim nemendum sem fara á nýju sérnámsdeildina? Ég geri mér fulla grein fyrir því að þetta snýst einnig um fjármagn og erfiðara er kannski að réttlæta rekstur lítils skóla og það hefur vegið þungt í þessari ákvörðun. En ég set spurningamerki við framkvæmdina í heild sinni og kostnaðinn sem henni fylgir. Þær upplýsingar sem við kennarar fengum á vorönn 2024 voru að ekki yrði farið í neinar breytingar strax á haustönn því svona breytingar krefðust undirbúnings. Skemmst er frá því að segja að þegar við mættum til vinnu í ágúst sl. var búið að brjóta niður veggi og við unnum fyrstu mánuði annarinnar í hringiðu mikilla framkvæmda. Eins og áður sagði, þetta var bara keyrt í gegn án þess að hlusta á hvað við, fólkið í skólanum, höfðum að segja. Þess vegna skýtur það einstaklega skökku við þegar hæstvirtur ráðherra kemur fram í myndbandi með þetta þvaður um að hlusta á fólkið í skólunum. Við þetta má bæta að ítrekað sagðist ráðherra ætla að koma á fund með okkur starfsfólki skólans en alltaf afboðaði hann komu sína. En við erum orðin svo vön þessu í íslensku samfélagi, því miður. Ráðamenn þjóðarinnar koma fram hér og þar og halda langar og innantómar ræður. Segja eitt og gera svo annað. Ákvarðanir eru teknar án nauðsynlegs undirbúnings með tilheyrandi óafturkræfum aðgerðum og á þetta við hin ýmsu svið í samfélaginu okkar. Það sem þau virðast ekki alltaf átta sig á er að við erum hér. Við erum að hlusta. Við erum að lesa. Við erum að fylgjast með. Höfundur er framhaldsskólakennari í FMOS.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun