„Þá rennur stressið af manni“ Valur Páll Eiríksson skrifar 2. desember 2024 20:30 Andstæðingarnir eiga til að lenda í því að hanga í Elínu vegna gríðarlegs hraða hennar sem hún hefur sýnt óspart í Innsbruck hingað til. Henk Seppen/BSR Agency/Getty Images Elín Klara Þorkelsdóttir hefur farið mikinn og stýrt leik íslenska kvennalandsliðsins af mikilli yfirvegun þrátt fyrir ungan aldur á hennar fyrsta stórmóti. Hún nýtur sín vel á EM í Innsbruck. „Þetta var bara alveg æðislegt. Ótrúleg upplifun, stúkan var geggjuð, stelpurnar frábærar og bara ótrúlega gaman,“ segir Elín Klara um sigurinn á Úkraínu í gærkvöld sem var sá fyrsti sem íslenskt kvennalið vinnur á Evrópumóti. „Mér leið mjög vel og fannst við alveg vera með þær. Fyrri hálfleikurinn var náttúrulega bara frábær. Við náðum að keyra vel yfir þær sem við náðum kannski ekki að gera alveg eins vel í seinni. En við vorum alltaf að fara að klára þetta,“ segir Elín Klara. Ísland byrjaði leikinn af miklum krafti en missti aðeins tökin eftir því sem leið á. Það hleypti Úkraínu inn í leikinn sem varð þó aldrei almennilega spennandi. „Það var kannski eins og við værum aðeins farnar að verja þetta. Svo bara héldum við áfram og kláruðum þetta. Sigldum þessu heim,“ segir Elín. Elín Klara er á sínu fyrsta stórmóti en hún meiddist rétt fyrir HM í fyrra og missti því af þeirri ferð. Hún nýtur sín vel. „Það er ótrúlega gaman. Það er frábær aðstaða, allt í toppklassa. Umgjörðin og allt í kringum þetta er ótrúlega gaman. Geggjuð upplifun,“ segir Elín sem segir stressið fara minnkandi með hverjum deginum. „Þetta er allt mjög stórt en maður náði svolítið að venjast því eftir fyrsta leik og strax þægilegra í leik tvö. Það var extra mikill fiðringur fyrir fyrsta leik. Svo er maður kominn inn á völlinn og byrjaður að hita upp og svona. Þá rennur stressið af manni,“ segir Elín. Næst er hreinn úrslitaleikur við Þýskaland, þökk sé sigri gærkvöldsins. Annað liðanna tveggja fer í milliriðil en hitt heim. „Algjörlega. Okkar markmið var að ná þessum sigri. Við náðum því og erum virkilega stoltar. Núna er það næsta verkefni og við hugum að því núna. Þetta er feykilega sterkt lið og við þurfum toppleik til að klára þetta,“ segir Elín Klara. Klippa: Allt í toppklassa Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Fram undan hjá íslenska liðinu er hreinn úrslitaleikur við Þýskaland um það hvort liðanna fer áfram í milliriðil í Vínarborg. Leikurinn er klukkan 19:30 annað kvöld og verður íslenska liðinu fylgt vel eftir á Vísi fram að leik. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Körfubolti Fleiri fréttir Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Stelpurnar hans Þóris unnu Dani Öruggt hjá FH og Fram en endurkoma hjá ÍR á Nesinu Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-25 | Mosfellingar unnu stórleikinn Arnar Birkir áfram heitur í öðrum sigri Amo í röð Haukur kom að níu mörkum gegn PSG Heimsmeistararnir tóku fram úr undir lokin Þýskaland áfram á flugi eftir sigurinn gegn Íslandi Sjá meira
„Þetta var bara alveg æðislegt. Ótrúleg upplifun, stúkan var geggjuð, stelpurnar frábærar og bara ótrúlega gaman,“ segir Elín Klara um sigurinn á Úkraínu í gærkvöld sem var sá fyrsti sem íslenskt kvennalið vinnur á Evrópumóti. „Mér leið mjög vel og fannst við alveg vera með þær. Fyrri hálfleikurinn var náttúrulega bara frábær. Við náðum að keyra vel yfir þær sem við náðum kannski ekki að gera alveg eins vel í seinni. En við vorum alltaf að fara að klára þetta,“ segir Elín Klara. Ísland byrjaði leikinn af miklum krafti en missti aðeins tökin eftir því sem leið á. Það hleypti Úkraínu inn í leikinn sem varð þó aldrei almennilega spennandi. „Það var kannski eins og við værum aðeins farnar að verja þetta. Svo bara héldum við áfram og kláruðum þetta. Sigldum þessu heim,“ segir Elín. Elín Klara er á sínu fyrsta stórmóti en hún meiddist rétt fyrir HM í fyrra og missti því af þeirri ferð. Hún nýtur sín vel. „Það er ótrúlega gaman. Það er frábær aðstaða, allt í toppklassa. Umgjörðin og allt í kringum þetta er ótrúlega gaman. Geggjuð upplifun,“ segir Elín sem segir stressið fara minnkandi með hverjum deginum. „Þetta er allt mjög stórt en maður náði svolítið að venjast því eftir fyrsta leik og strax þægilegra í leik tvö. Það var extra mikill fiðringur fyrir fyrsta leik. Svo er maður kominn inn á völlinn og byrjaður að hita upp og svona. Þá rennur stressið af manni,“ segir Elín. Næst er hreinn úrslitaleikur við Þýskaland, þökk sé sigri gærkvöldsins. Annað liðanna tveggja fer í milliriðil en hitt heim. „Algjörlega. Okkar markmið var að ná þessum sigri. Við náðum því og erum virkilega stoltar. Núna er það næsta verkefni og við hugum að því núna. Þetta er feykilega sterkt lið og við þurfum toppleik til að klára þetta,“ segir Elín Klara. Klippa: Allt í toppklassa Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Fram undan hjá íslenska liðinu er hreinn úrslitaleikur við Þýskaland um það hvort liðanna fer áfram í milliriðil í Vínarborg. Leikurinn er klukkan 19:30 annað kvöld og verður íslenska liðinu fylgt vel eftir á Vísi fram að leik.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Körfubolti Fleiri fréttir Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Stelpurnar hans Þóris unnu Dani Öruggt hjá FH og Fram en endurkoma hjá ÍR á Nesinu Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-25 | Mosfellingar unnu stórleikinn Arnar Birkir áfram heitur í öðrum sigri Amo í röð Haukur kom að níu mörkum gegn PSG Heimsmeistararnir tóku fram úr undir lokin Þýskaland áfram á flugi eftir sigurinn gegn Íslandi Sjá meira