Innlent

Krist­rún fær um­boðið og boðar Ingu og Þor­gerði á sinn fund

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bylgjan hádegi

Í hádegisfréttum fjöllum við um tíðindi dagsins frá Bessastöðum en í morgun ákvað Halla Tómasdóttir forseti Íslands að veita Kristrúnu Frostadóttur umboð til stjórnarmyndunar.

Kristrún greindi síðan strax frá því að hún hafi boðað þær Ingu Sæland, Flokki fólksins og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, Viðreisn á sinn fund síðar í dag til þess að kanna grundvöll fyrir þriggja flokka stjórn þeirra.

Við heyrum í öðrum flokksmönnum með þessar vendingar einnig í tímanum.

Að auki fjöllum við um mögulega endurtalningu í Suðvesturkjördæmi en þar virðast öll kurl ekki enn vera komin til grafar.

Listamannalaun hafa nú verið ákveðin og eins og venjulega sýnist sitt hverjum, við heyrum í formanni Rithöfundasambands Íslands.

Og í íþróttapakkanum er það hreini úrslitaleikurinn gegn Þjóðverjum sem kvennalandsliðið í handbolta háir í Austurríki í kvöld sem verður aðal viðfangsefnið.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 3. desember 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×